Vikan


Vikan - 16.09.1971, Page 45

Vikan - 16.09.1971, Page 45
BÚSLOÐ TáningasettiS Anno Framieitt í mörgum litum BÚSLOÐ HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — SlMI 18520 hann verið hreykinn af nafn- inu er trúlegra að hann hefði haldið því. — Hann hélt því, sagði Ro- semary. — Hann breytti röð stafanna, en tók ekki beinlín- is upp nýtt nafn. Með því móti kemst hann inn á hótel. Hún gekk út að glugganum. — ÍSg hleypi þeim ekki inn. Og jafn- skjótt og barnið er orðið nógu stórt, þá vil ég að við flytjum. Ég vil ekki vera nágranni þeirra. Framhald í næsta blaði. THE BOYS IN THE BAND Framhald af bls. 18. þegar þeir sem komu nærri eru spurðir — en þeir hittust og Bob Dylan réði The Hawks til að spila með sér. „Þegar við vorum að byrja að spila með Bob,“ segir Dan- ko, „kom hann hlaupandi nið- ur í kjallara með texta vélrit- 'aðan á blað og síðan glamraði hann lagið á gítarinn. Síðan fórum við allir saman í útsetn- inguna og þannig urðu lögin eiginlega til — eins og til dæm- is „Like a Rolling Stone“. Dy- lan er einn af þeim mönnum sem geta setzt niður með bréf- miða fyrir framan sig og stað- ið upp með gott lag tilbúið á plötu.“ Það var þetta samstarf, The Band og Bob Dylan, sem hélt út á rykuga þjóðvegi Banda- ríkjanna árið 1965. „Það var alls staðar baulað á okkur,“ rifjar Danko upp. Fólk var ekki tilbúið til að viðurkenna að þjóðlagasöngvarinn, hetjan þeirra, hefði snúið sér að raf- magnaðri tónlist. En kaldhæðni örlaganna hefur séð svo um, að nu er litið á þessa breytingu Dylans eina hina mikilvægustu í sögu rokksins — allt frá upp- hafi. Highway og Blonde on Blonde eru þær plötur sem sí- fellt er vitnað til þegar færa á sönnur á yfirburði Dylans. „Fólk er aldrei hrifið af því sem Bob gerir þegar hann ger- ir það,“ segir Danko, „en með árunum er það talið stórkost- legt - - sem það er.“ Hann heldur því meira að segja fram að Self Portrait sé einn mikil- vægasti þátturinn í sköpunar- ferli Dylans. „Það er stórkost- legt að spila lög eftir annað fólk,“ segir hann. „Það finnst mér líka ákaflega fallegt.“ Eftir að Dylan hætti að koma fram opinberlega um skeið, leigðu þeir félagar í The Band sér bleikmálað hús í West Saugerties í New York til að hljóðrita það sem síðar varð LP-platan Music From Big Pink. Lengi höfðu þeir leitað sér að nafni — eftir að þeir gáfust upp á „The Hawks“ — og á endanum kölluðu þeir sig einfaldlega „the band“ eins og hafði verið gert allan tímann er Dylan var með þeim. Aug- lýsingamyndir sýndu 5 heldur snöggklippta herramenn standa í röð, mjög alvarlega á svip- inn. Og allt þetta kom fram í dagsljósið á þeim tíma er lit- rík klæði, lög og flókin nöfn og hávær, ruglandi músík var í tízku. The Band voru algjör andstæða. Þeir spiluðu yfirveg- aða og rólega músík, skemmti- lega hoppandi lög og gáfu skít í litskrúðug klæði og almenn- ingsálit. „Þegar við vorum með Dylan,“ segir Danko, „byrjuð- um við að spila mjög hátt, en þá gerðum við okkur allt í einu grein fyrir því að þetta var ekki líkt okkur. Við áttum ekk- ert sameiginlegt með þessum psychedelísku hljómsveitum." Platan rauk upp sölulistana og allir músíkantar öfunduðu The Band af sándi þeirra. Time kallaði útkomu plötunnar „við- burð“ og Life sagði að hún „dýfði sér niður í brunn sið- venjunnar og kæmi upp með fötufylli af hreinu og svalandi „country soul“, sem þvæði eyr- un með sándi sem aldrei hefði heyrzt áður.“ Músíkblöð voru ekki sein á sér að velja plöt- una „Plötu ársins“ og fleira svipað fylgdi í kjölfarið. Síðan þetta var hafa „The Band“ flutt út úr Big Pink og búa nú í eigin einbýlishúsum í og um- hverfis Woodstock — og hafa sent frá sér tvær LP-plötur í viðbót, The Band og Stage Fright. The Band virtist vera eins konar framhald af þeirri þró- un sem hófst á Big Pink og er þar mjög áberandi að gífurleg- ur fjöldi mismunandi hljóð- færa eru notuð, alls 15 minnir mig. Samt sem áður er greini- legur munur á The Band ryth- manum (sem stundum datt úr samhengi), og var á Big Pink. Á Stage Fright hafa þeir aft- ur meira út í rafmagnað við- horf og öllum stundunum sem hafði verið varið í að blanda saman mörgum hljóðfærum á The Band, hafði nú verið sleppt og í staðinn var músíkin meira rennandi og bein, eins og kem- ur greinilega fram í laginu Just Another Whistle Stop. Nýja sándið er hærra og beinna og gítar Robertsons — sem lít- ið ber á á tveim fyrri plötun- um — kom betur í gegn um orgel og píanó. Einhver hélt því fram að þeir væru orðnir latari en áður. „Nú er ég yfirleitt heima hjá fjölskyldunni," segir Danko. „Ég hef satt að segja ekki kom- ið til New York síðan ég fór að sjá Múhammeð Alí berjast í Madison Square Garden. Það var skrítið að sjá hann falla, því hann var sá síðasti sem eftir var af hetjunum miklu.“ Danko setur Bítlana og Dylan á hetjulistann líka, en því mið- ur eru Bítlarnir ekki til lengur og Dylan er — allavega í augnablikinu —- ekki jafn áhrifamikill og hann var. Við komum saman til að spila,“ heldur hann áfram. „Við tölum ekki mikið um það áður og ákveðum aldrei hvernig mú- sík við viljum spila — það kem- ur bara af sjálfu sér þegar við erum komnir saman. Ég held að ef Bítlarnir hefðu spilað meira og talað minna, væru þeir ennþá saman.“ Þrátt fyrir að The Band sé mjög vinsælt með ungu kyn- slóðinni, fallast þeir ekki á öll þau sjónarmið sem unga kyn- slóðin hefur sett fram . . . að músík undanskilinni. „Ég er þeirrar skoðunar," segir Dan- ko, „að unga fólkið gleymi of oft gömlu kynslóðinni. Maður má ekki gleyma því að gamla fólkið hefur séð tímana tvenna og 'krakkarnir viðurkenna ekki alltaf að vizkan er hjá þeim sem eldri eru. Vissulega er margt gamalt fólk sem er leið- inlegt og veit lítið, en það er meirihlutinn sem veit miklu meira en ég um gang lífsins.“ Sjálfur ann Danko foreldrum sínum meira en nokkru öðru og heimsækir þá til Canada hve- nær sem hann getur. Mest af því sem skrifað er um The Band er sent til Danko eldri, sem ætti að vera orðinn hreyk- inn af syni sínum! Blaðamaður nokkur sagði eitt sinn frá því, að hann hefði einhvern tíma verið í viðtali við The Band, og þá hefði hann Framháld á bls. 50. 37. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.