Vikan


Vikan - 16.09.1971, Síða 44

Vikan - 16.09.1971, Síða 44
4 GERÐIR SKÖLARITVÉLA BROTHER skólaritvélin hefur farið sigurför um landið. 2ja ára ábyrgð. Verð frá kr. 5.131,-. BROTHER RAFRITVÉL BROTHER rafritvélin kostar aðeins KR. 19.950,00. Hefur alla kosti rafritvéla, sem eru allt að helmingi dýrari. Barnið sparkaði í hana að innan. Aumingja Hutch. Bókin hafði opnazt af sjálfu sér þar sem myndin var af Ad- rian Marcato, konu hans og syni. Kannski hafði Hutch brotið í henni kjölinn þarna er hann strikaði undir nafnið „Steven“. Barnið lá kyrrt inni í henni, hreyfði sig ekki hið minnsta. Hún skrifaði niður Steven Marcato. Hún starði andartak á stafina og byrjaði síðan,’að breyta röðinni. Nærri • strax fékk hún þannig fram nafnið Roman Castevet. Barnið hreyfði sig lítið eitt. Hún las kaflann um Adrian Marcato og síðan kaflann um galdrabrögð, gekk svo fram í eldhús og borðaði svolítið af túnfiskssaiati og tómötum. Hún var rétt að byrja á kafl- anum Gerningar og djöfladýrk- un þegar útidyrnar voru opn- aðar. Það var Guy. Hann hafði með sér fjóluvönd, spurði hvernig henni liði og hvernig jarðarförin hefði farið fram. Svo spurði Rosemary: — Veiztu hver Roman er í raun réttri? Guy leit á hana og hrukkaði ennið. — Hvað áttu við? spurði hann. —• Það sem hann segist vera, hvað annað? — Hann er sonur Adrians Marcatos, sagði hún. — Sonur mannsins sem þóttist hafa sært upp djöfulinn og varð fyrir múgárás hér niðri. Roman er Steven sonur hans. „Roman Castevet" verður „Steven Mar- cato“, ef maður færir til bók- stafina. Þetta er bókstafagáta. — Hver sagði þér það? —- Hutch, sagði Rosemary. Og hún sagði Guy allt af létta um bókina. — Hérna er hann þrettán ára, sagði Rosemary. — Sérðu augun? — En það gæti nú bara ver- ið tilviljun, sagði Guy. — Er það þá líka tilviljun að hann býr hér? f húsinu sem Steven Marcato ólst upp í? Ro- semary hristi höfuðið. Aldurinn kemur líka heima við þetta. Steven Marcato fæddist í ág- úst 1886 og ætti því að vera sjötíu og níu nú. Það er ein- mitt aldur Romans. Þetta er engin tilviljun. —• Nei, ég býst við að þetta sé rétt hjá þér, sagði Guy. — Hann er sjálfsagt Steven Mar- cato. Ekki furða þótt hann breytti nafninu. Það er annað en gaman að sitja uppi með snarvitlausan föður. Rosemary leit hikandi á Guy og sagði: — Þú heldur þá ekki að hann sé — það sama og faðir hans? — Hvað áttu við? spurði Guy og brosti við henni. — Galdramaður? Djöfladýrkandi? Hún kinkaði kolli. — Ro, sagði hann, — ertu að gera aS gamni þínu? Er þér virkilega alvara? Hann hló og fékk henni bókina aftur. — En elsku bezta Ro, sagði hann. -—■ Þetta eru trúarbrögð, sagði hún. — Trúarbrögð, sem voru til fyrir löngu, en hefur nú verið þokað til hliðar. — Gott og vel, sagði hann, — en heldurðu þá að þetta geti verið til í dag? — Faðir hans var píslarvott- ur þessara trúarbragða, sagði hún. — Eða það hlýtur honum að hafa fundizt. Veizt þú hvar Adrian Marcato dó? f hesthúsi. Á Korfú. Af því að honum var ekki hleypt inn á hótel. „Það var eigi rúm í gistihúsinu." Svo dó hann úti í hesthúsinu. Og hann var hjá honum. Roman. Heldurðu að hann hafi. látið þar við sitja? — En nú er árið 1966, elsk- an, sagði Guy. — Bókin kom út 1933, sagði Rosemary. — Þá voru til leyni- félög djöfladýrkenda í Evrópu, í Norður- og Suður-Ameríku, í Ástralíu. Heldurðu að þau hafi öll lagt upp laupana fyrir þrjátíu og þremur árum? Hér, í þessu húsi, er eitt þessara leynifélaga, sem Minnie og Ro- man, Laura-Louise, Foundtain- hjónin, Gilmore-hjónin og Wees -hjónin standa að. Veizlurn- ar þeirra með pípinu og söngn- um, það eru sabbatar eða es- batar eða hvað það nú heitir! — Elskan mín, sagði Guy, — æstu þig ekki upp. Við skul- um , , ._______________________ — Lestu hvað þeir gera, Guy, sagði hún og benti á eina síðuna í bókinni. — Þeir nota blóð við helgiathafnir sínar, þar eð blóð hefur kraft, og það blóð sem mestur kraftur er í er úr barni, óskírðu barni. — f guðanna bænum, Rose- mary! — Hvers vegna hafa þau verið svona vingjarnleg við okkur? spurði hún. — Af því að þau eru góð! Hvað heldurðu að þau séu? Brjáluð? — Já! Nákvæmlega það! Brjáluð! Þau halda sig búa yf- ir töframætti og sökkva sér í alls konar geggjað kukl og seri- moníur. Þau eru geðveikir og klikkaðir brjálæðingar! — Elskan . . . ,— Og svörtu kertin sem Minnie kom með frá svörtu messunni! Það voru þau, sem komu Hutch á sporið. Og dag- stofugólfið þeirra er alveg autt í miðjunni, svo að þau hafi nóg rúm. — Já en elskan mín góða, sagði Guy, — þau eru gömul, þau eiga sæg af gömlum vinum og það vill nú svo til að Shand læknir spilar á grammófón. Þú getur keypt svört kerti í hvaða litaverzlun sem er og líka græn, rauð og blá. Og dagstofan þeirra er svona af því að Min- nie hefur nú einu sinni heldur lélegan smekk fyrir húsbúnaði. Faðir Romans var geggjaður, það skal ég samþykkja, en það sannar ekki að Roman sé það líka. — Þau stíga ekki fæti inn í þessa íbúð héðan í frá, sagði Rosemary. — Ekkert þeirra. Ekki Laura-Louise eða neitt hinna. Og þau fá ekki að koma nær barninu en fimmtíu metra. — Sú staðreynd að Roman breytti nafni sínu sannar þó varla að hann sé eins og faðir hans var, sagði Guy. — Hefði RENNIBRAUTIR Ný gerð af póleruðum renni- brautum með útskornu milli- stykki, einnig slétt aftur. Fylla þarf út 128x48 cm. Sendum í póstkröfu. Greiðsluskilmálar. NÝJA BÓLSTURGERÐIN Laugavegi 134, sími 16541. V________________________________y 44 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.