Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 48

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 48
hvert var markmið þessara at- hugana og þá var læknirinn og betur undirbúinn, því að hann hafði segulband við hendina. Nú féll stúlkan í djúpt dá, sagðist heita Margrét og vera 18 ára. Af segulbandi læknisins er síðan hægt að hlusta á eftir- farandi samtal: Læknirinn: Við hvað fæstu á daginn? Margrét: Ég les. L. : Hvað lestu þá? M. : Ég les frönsku og latínu. L. :Hefurðu þá kennara, eða lestu upp á eigin spýthr? M. : Ég hef kennara. L. : Hvað heitir hann? M. : Hann heitir Nils. L. :Hvað er hann? M. : Hann er stúdent. L. : Á hvaða námsgreinum hefur þú mest dálæti? M. : Sögu. L. : Hvað finnst þér skemmti- legast í sögunni? M. : Ég veit það ekki. Læknirinn spyr áfram, og kemst að því, að Margréti finnst vænst um sögnina „savior“ í frönsku. Hún má ekki fyrir móður sinni lesa kvæði eftir Catullus, segir hún. Hún skýrir frá því, að Nils hafi verið kenn- ari hennar í þrjú ár. Áður en hann kom til sögunnar, hafði hún fóstru. Þegar læknirinn spurði hana, hvers vegna fóstr- an hefði hætt í vistinni, sagði Margrét: Hún þoldi mig víst ekki lengur. Hún trúði lækninum svo fyrir því, að hún væri hrifin af Nils, og að hann væri hrifinn af henni. Hann spyr þá hvað móð- ir hennar segir um það. „Hún veit það ekki,“ svarar Margrét, og bætir við, að ef móðir henn- ar vissi það, yrði Nils án efa sagt upp kennslustarfinu. Margrét á bróður sem er tutt- ugu ára, tveimur árum eldri en hún er, en er ekki heima. „Ég held að hann sé ekki í Svíþjóð“, segir hún. Fundur læknisins og stúlk- unnar átti sér stað í marz, en í dásvefninum segir hún læknin- um, að það sé apríl og blómstur sé að skjóta upp kolli. 'Herragarðurinn er við stöðu- vatn inni í landi, og það er fremur langt að næsta þorpi. Margrét segist ekki vita, hvað vatnið, herragarðurinn eða bær- inn heiti. Læknirinn biður hana þá að nefna nafn ríkjandi kóngs, og fær að vita, að sá heitir Karl. Margrét segir að faðir hennar sé nú á skrifstofunni, og að móðir hennar sofi. Sjálf situr hún í því herbergi þar sem hún er vön að lesa. Læknirinn spyr þá: „Þekkir þú mig?“ „Nei...?“ „Þú veizt ekki hver ég er?“ „Neiii...“ Margrét segir síðan frá kirkj- unni, sem er handan við vatnið. Kirkjan er hvít og inni í henni eru málverk í þakinu af engl- um. Presturinn heitir Malmros og hann er feitur maður á sex- tugsaldri, og segir Margrét hann ekki sérlega vel liðinn. Hann fermdi hana nokkrum áður áð- ur. Bezta vinkona hennar heitir Elizabeth og býr sú á öðru stór- býli. Margrét hefur aldrei séð hafið og hefur heldur aldrei komið til borgarinnar, en faðir hennar fer stundum til Stokk- hólms. Læknirinn: Á faðir þinn sæti á „rigsdagen“ (þinginu)? Margrét: Hvað er nú það? (Rigsdagen — það þing sem Svíþjóð hefur í dag, var ekki til á dögum Margrétar). Þegar Margrét er ekki að lesa, saumar hún eða spilar á píanó. Venjulega spilar hún valsa, og sá sem hefur samið þá er Aust- urríkismaður, segir hún, en hún man ekki hvað hann heitir. (Strauss eldri lézt 1849. Strauss yngri lézt 1899). Það er fjölmennt þjónalið á herragarðinum. Margrét nefnir Annie, sem gætti hennar er hún var barn, og er sú ennþá á bænum, en orðin gömul, eitt- hvað kringum sextíu ára. Móðir Margrétar heitir Krist- in. Faðir hennar Erik og Nils heitir Berggren að eftirnafni. Það sem hún segir, kemur heim og saman. Raunar hefur Jæknirinn aðeins það atriði við styðjast, að hún segir kónginn heita Karl og að í kirkjunni sé þakið skreytt með málverkum af englum og að á þessum tíma leikj fólk og dansi Vinarvalsa. Hann vekur hana nú af dá- svefninum, og þegar hún að nokkrum mínútum er fullvökn- uð, er Margrét gersamlega þurrkuð úr minni hennar. Hún er aftur venjuleg ung stúlka, kát og hraust. Næstu tvö afturhvörf stúlk- unnar til fyrra lífs, er Margrét ér 40 ára og 50 ára, eru til muna áhugaverðari. Það er merkilegt við þessa tilraun, að sá sem stýrir henni, læknirinn, gerði enga tilraun til að hafa áhrif á tilfellið Mar- gréti. Margrét kemur allt í einu í ljós við fyrstu tilraun. í seinni afturhvörfunum bið- ur læknirinn hana að hverfa aftur til Margrétar eða tilveru hennar. Hann segir, að það hafi hann gert til þess að hún kæmist ekki í samband við þá tilveru sem liggur enn lengra aftur í tímanum. Vísindamaðurinn í Lundi vill ná yfirsýn yfir Mar- gréti 19. aldarinnar til að fá einhvern möguleika á að athuga hvort einhver ákveðin Margrét hafi verið til. Hin 23 ára gamla stúdína kom fram í dásvefni sem dóttir herragarðseiganda — Margrét að nafni. Hún sagði m.a. frá Nils Berggren sem var kennari hennar, eða leiðbeinandi, eins og sagt var á þeim tíma. Hún og Nils voru ástfangin, en „ef mamma fengi að vita það, yrði hann án efa sendur burt frá herragarðinum“. í öðrum dásvefninum var Margrét 17 eða 18 ára. Hún sagði að ríkjandi kóngur í Sví- þjóð hafi heitir Karl. Á nítjándu öld ríkti Karl þrettándi frá 1809—1818, Karl fjórtándi frá 1818—1844 og Karl fimmtándi frá 1859—1872. Allt það sem stúlkan sagði i dásvefninum, var skráð niður og einnig tekið upp á segul- band. Stúlkan sem dáleidd var vissi ekkert um tilgang dáleiðsl- unnar, en samt sem áður sneri hún í hvert skipti að sömu per- sónunni — Margréti. Fyrst eftir fjórða og síðasta dásvefninn fékk hún að heyra niðurstöðu athugananna. í þriðja dásvefninum er Mar- grét fullorðin kona, orðin 40 ára. Hún segir þá, að hún búi í Stokkhólmi í St. Paulsgötu. Hafði hún þá verið gift Nils Berggren í tólf ár. Segir hún að foreldrar hennar hafi verið mótfallin því að. hún giftist Berggren, en er foreldrarnir voru látnir, gifti hún sig samt sem áður Nils Berggren og fluttu þau til Stokkhólms. Læknirinn: Geturðu sagt mér hvaða árstíð er núna? Margrét: Það er haust. L. : Hvaða mánuður? M. :Október. L. : Hvaða ár? M. : 1830. Margrét var fjörutíu ára að því er hún sagði, og þá fædd 1790. Læknirinn spyr hana þá hvort hún viti hver hann sé. M.: Þú ert líklega einhver af vinum Nils. Margrét á fjögur börnt Það elzta heitir Magnús, og tvö önn- ur heita Karl Oskar og Malin. Eftir þeim upplýsingum sem hún gaf í þessum dásvefni hlaut ríkjandi kóngur, sem hún nefndi í öðrum dásvefninum, þegar hún var 18 ára að vera Karl þrettándi. Þessi þriðji dá- svefn átti sér stað að vori til, en Margrét sagði haust vera hjá sér, og mánuðurinn október. í fjórða og síðasta dásvefnin- um reyndi læknirinn að færa hana enn nær nútímanum. Hann vildi þá komast í sam- band við hana er hún var sex- tug. „En þá fékk ég ekkert svar. Hún svaraði alls engu, en í hin- um dáunum „kom hún“ svo að segja í stað. Fyrst skildi ég ekki hvers vegna þetta var, en svo rann það upp fyrir mér, að hún hefði þá að líkindum dáið áður en hún varð 60 ára. Ég bað hana þá að segja mér eitthvað frá síðasta æviári sínu. Þá svaraði hún mér. Hún var 55 ára, lá i rúminu og var veik.“ Læknirinn: Þekkir þú mig aftur? Margrét: Þú ert líklega vinur Magnúsar. Þú ert of ungur til að vera vinur Nils. L. : Manstu eftir því, þegar við hittumst síðast? M. : Það hljóta að vera kring- um 15 ár síðan. (I þriðja dásvefninum var Margrét 40 ára, en nú 55 ára). L. :Geturðu séð hvernig ég er klæddur? M. :Þú ert áreiðanlega í bux- ( 48 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.