Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 37

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 37
Decorene Vin.vl veggffóðnr DECORENE er mjög auðvelt að þrífa, það þolir þvott með alls konar þvottaefnum, en ( flestum tilfellum nægir að strjúka af þvl með rökum klút. DECORENE er sérstaklega auðvelt f uppsetningu. DECORENE hefur fallega áferð, er endingargott og fæst ( fjölbreyttu litavali og mynstrum. DECORENE er ódýrt og lækkar byggingar- kostnaðinn. Fegrið gömlu og nýju íbúðina með DECORENE Sölustaðir: Málning og járnvörur Laugavegi 23. Litaver sf. Grensásvegi 22—24. T. Hannesson & Co., hf. Ármúla 7. Og byggingavöruverzlunum víða um land. Innflytjandi: íslenzka verzlunarfélagið hf. simi 19943. f ÖKUFREÐ MEÐ ARA Framháld aj bls. 19. hljómsveitinni, sem á þeim tíma átti töluverðum vinsæld- um að fagna austur þar. Með mér var m.a. Erlingur Garð- arsson, sem þá var nýhættur í 5 pens og fór síðar í Roof Tops, þegar sú hljómsveit varð til. Það var oft gaman á Reyð- árfirði og ég eignaðist marga góða vini þar sem ég hef reynt að halda sambandi við — þó það hafi tekist misjafnlega. Svo um veturinn hittust þeir Svenni og Guðni Pálsson (saxó- fónleikari) og fóru að tala um þá langaði til að fara að spila aftur og á endanum ákváðu þeir að stofna eigin hljómsveit, og töluðu við mig. Ég varð fyrst hálfhræddur við það og var eiginlega klár á, að ég gæti þetta ekki, því þótt ég hefði sungið og spilað með Ómum fyrir austan, taldi ég mig engan mann í að fara að spila hér. Jæja, ég mætti samt á æfingu og geri það enn. Þá var Gunnar þróðir Svenna að spila á bassa með hljóm- sveit fyrir austan og þeir vildu fá hann til að spila á gítar. Honum leizt eiginlega ekkert á það en féllst svo á það. Svo þekkti ég Erling, sem hafði spilað með mér í Ómum og hann var strax til í að koma. Hann hætti samt fljótlega og þá fengum við Jón Pétur bróð- ur minn. Við höfðum talað við hann áður, en þá var jafnvel verið að hugsa um að reyna að starta Dátum aftur, svo ekk- ert varð úr því. Samt er ég ekki viss um að það hafi verið raunverulega ástæðan fyrir því að hann vildi ekki vera með frá upphafi, því einhverntima glopraði hann því út úr sér við mig að honum hefði hrein- lega ekkert litist á bandið! Okkur gekk strax miög vel, og ég hef alltaf haldið fram að það hafi verið ve^na þess að við fórum strax út í ,.soul“- músíkina, sem þá var að ryðia sér til rúms í Bretlandi og víð- ar og fólk fann strax inn á, að ^að vp’’ auðveit, o'’ r>ott að dansa eftir þessari músík. Síð- an hafa Roof Tods alltaf lagt mestu áherzluna á að skemmta fólkinu oa vera danshlíómsveit. Það þýðir ekkert að vera að flyt^a eitthvað sem fólk hefur ekki gaman af, en að siálf- sögðu reynum við alltaf að ko^a einu og einu „þungu lagi inn í milli. Ég reikna með að við reyn- um að koma plötunni okkar út fyrir jólin — sennilega hjá Fálkanum — en nú er bara spurningin hvenær við höfum tíma til að vinna í henni. Það er alveg rétt, að síðan þeir Svenni og Guðni hættu, höfum við alltaf verið að koma okk- ur af stað, en nú held ég að það sé að koma. Við erum til dæmis bókaðir núna hálfan mánuð fram í tímann. Það hef- ur náttúrulega háð okkur, að töluvert hefur verið um stopp: Fyrst þurftum við að æfa Vigni upp og þegar það var rétt að koma, fór hann út og var þar í hálfan mánuð og þegar við vorum að komast af stað aftur fór Jón Pétur bróðir út í hálf- an mánuð. Að vísu gerði það minna til, því við gátum spil- að á meðan og haldið okkur í æfingu. Við fengum Finnboga Kjartansson, sem var í Júdas, með okkur í staðinn. Varðandi mína eigin plötu, veit ég ekkert hvað verður. Ég var mjög óánægður með tveggja laga plötuna sem kom út fyrir jólin í fyrra og þessi undirspil sem ég hef fengið frá HSH, finnst mér ekki þess virði að syngja inn á. Helzt hefði ég náttúrlega viljað gera íslenzka plötu, með íslenzkum undir- leik, en mér hefur skilist að það eigi að þrautreyna erlend undirspil fyrst. Ég held per- sónulega að stærsti gallinn við plötuna sem kom út í fyrra. hafi verið lélegt undirspil — og svo var náttúrulega út í hött að vera með þetta lag þarna, „Bridge Over Troubled Water“, en það vissi ég ekki fyrr en eftir að platan var komin út. Jú, þeir í Trúbrot báðu mig að vera áfram, þegar ég var að spila með þeim í fyrrahaust eftir að Gunnar Jökull hætti, en ýmissa' hluta vegna treysti ég mér ekki til þess. Og nú er ég feginn að ég gerði það ekki, því maður sá hvernig fór með Óla Garðars. Hitt er ann- að mál, að ég tel mig hafa lært alveg geysilega mikið á því að. vinna með þeim í þennan stutta tima og það er reynsla sem ég vildi ekki vera án. Ég hef tvisvar unnið með Gunnari Þórðarsyni, í þetta umrædda skipti og svo þegar við spiluð- um með Ríó-tríóinu á hljóm- leikunum í Háskólabíói, og það er alveg stórkostlegt að fylgj- ast með honum. Hann er með allt í kollinum; það er eigin- lega alveg sama hvaða vanda- mál kemur upp í sambandi við músíkina, hann hefur alltaf svar á reiðum höndum. Hann fiktar eítthvað við gítarinn sinn og segir svo: „Svona á það að vera“. Ef ég á einhvern- tíma eftir að þurfa á manni að halda í sambandi við ein- hverja stúdióvinnu, þarf ég ekki að hugsa um það tvisvar — hann er eiginlega eini mað- urinn sem kemur til greina í því sambandi. ★ 37. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.