Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 15

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 15
CLARK GABLE Þegar Clark Gable bauð sig fram til herþjónustu var hann fjörutíu og eins árs og kom- inn iangt yfir aldurstakmark. Það hefði verið ósköp einfalt fyrir hann að gera eins og svo margar Hollywoodstjörnurnar gerðu, að láta skrá sig í hóp skemmtikrafta, sem ferðuðust á milli herdeilda með skemmti- atriði og fengu þá liðsforingja- nafnbætur. En Clark Gable fannst ekki nóg að þjóna föð- urlandinu á þann hátt; hann hafði talað um það við Caroie Lombard, áður en hún fórst í flugslysinu, að hann ætlaði að gerast sjálfboðaliði: Hann ætl- aði að byrja sem óbreyttur her- maður og ef hann yrði álitinn hæfur, þá ætlaði hann að taka liðsforingjagráður. Ef honum lánaðist að verða liðsforingi, þá vildi hann verða það fyrir eigin verðleika, ekki sem „Kon- ungur Hollywood". Og i ágúst 1942, sjö mánuð- um eftir hið hræðilega slys, sem hafði slökkt lífslöngun hans, varð hann óbreyttur her- maður númer 19125047. Nú var það sannarlega ekki ljúfa lífið, sem beið frægasta kvikmyndaleikara heimsins og nú fékk hann 50 dollara í laun á viku í stað 8.000. Nú fauk líka yfirskeggið fræga og í ljós kom mittið, sem var orðið nokk- uð óljóst á velmektardögunum. Árið 1943 va*- hann orðinn flug- stjóri á sprengjuflugvél og hann hafði sannarlega orðið að vinna fyrir axlastjörnunum. Svo var hann sendur til Eng- lands.'Fyrsta verkefni hans var að fylgjast með sprengjuárás- unum á Þýzkala^d og taka kvikmyndir. Fyrsta flugferð hans til meginlandsins var ár- ásarferð á hina herteknu Am- sterdam og náði hann þá fleiri hundruð filmumetrum, en fljót- lega varð hann að hafa skipti á kvikmyndavélinni og vél- Framhald. á bls. 33. 37. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.