Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 50

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 50
kallað þá „tónlistarmenn". Síð- an sagði blaðamaðurinn frá: „Þeim virtist bregða mjög. — Ég hef eiginlega aldrei hugsað um sjálfan mig sem tónlistar- mann, sagði einn þeirra. ■—■ Ég álít tónlistarmann vera ein- hvern sem hefur spilað lengur en ég hef og gert meira — fyr- ir utan að ég get ekki lesið eina einustu nótu.“ Blaðamaðurinn sagðist vera þeirra skoðunar að til væru poppstjörnur annars vegar og tónlistarmenn hins vegar; hann áliti The Band vera tónlistar- menn, — Þetta var fallega sagt, segir hann Danko hafa sagt og brosað eins og hann væri að gera sér grein fyrir einhverju stórkostlegu. — Þetta var virki- lega fallega sagt. Þakka þér kærlega fyrir. lTfWlTfinu Framháld af bls. 11. horft á mig. Þetta var næstum ofraun. — Ég veit það ekki. í al- vöru þá veit ég það ekki. Ég held að þetta ástand þurfi mikla þolinmæði, mjög mikla gát og að hún kæri sig kann- ske ekki um mig að lokum. — Það gæti tekið langan tíma, Robert! sagði ég og var nú bæði reið og kuldaleg í fyrsta sinn. — Ég vil ekki bíða, það veiztu. — Já, ég veit það og það er rétt hjá þér. — Allt í lagi. Flýttu þér þá. — Ég er ekki farinn ennþá, ég er ennþá hjá þér. Það var hann reyndar, en ekki svo miklu lengur. Hann ætlaði að fara til hennar dag- inn eftir. Þá mundi ég eftir því þegar hann setti á svið lang- línusamtalið við hana. Þvílík- ur leikaraskapur! Fyrst hafði hann raunveru- lega hringt til Parísar, í íbúð- ina sína og talað við þjónustu- stúlkuna, sagði henni að hann ætlaði að vinna allan daginn í vinnustofu sinni og myndi ekki koma heim að borða, ekki í kvöldverð heldur. Og eftir því sem mér heyrðist á sam- tali þeirra, þá hafði konan hans hringt heim til sin. — Drottinn minn, þvílíkur leiðindasvipur, sagði ég, þegar hann var laus við stúlkuna úr símanum. Ég hefði mátt vita, en ég vissi það samt ekki, að næsta sim- tal hans yrði við konuna. Hann tilkynnti mér reyndar í skyndi að hann yrði að tala við hana. Mér fannst ég vera utan- ínœstu Palladómur um Olaf Jóhannesson • Alþingiskosningarnar síðustu eru mönnum enn í fersku minni, enda voru þær að ýmsu leyti sögulegri og skemmti- legri en kosningar hérlendis hafa verið um langt undan- farið árabil. Ovenjumiklar breytingar urðu á fylgishlutföll- um flokka og óvenjuþaulsætin ríkisstjórn varð að lúta í láginni. Eðlilegt er því að almannaathygli beinist að for- sætisráðherra hinnar nýju stjórnar, Olafi Jóhannessyni for- manni Framsóknarflokksins, og um hann fjallar Lúpus í palladómi í næstu Viku. Setti fimmtán heimsmet • Greinar Arnar Eiðssonar um heimsfræga íþróttamenn hafa vakið mikla athygli, og í næstu Viku birtist grein eftir hann um sænska hlauparann Gunder Hagg, einn mesta millivegalengdahlaupara allra tíma. Hann var upp á sitt bezta á árum heimsstyrjaldarinnar síðari og setti alls fimmt- án heimsmet. Fegrunarmaskar • Snyrting og fegrun er sígilt viðfangsefni kvenna og raunar einnig karla í vaxandi mæli. í næsta blaði birtast myndir af mörgum fegrunarmöskum ásamt tilheyrandi ráð- leggingum og uppskriftum. Upplagt til að hressa upp á ásjónuna. garðs og mér leið illa, svo ég laumaði mér inn í baðherberg- ið og lét renna úr krana. En ég heyrði samt til hans. Hann var glaðlegur og mjúkmáll, spurði hvort hún heyrði vel til hans, hvort hún hefði sofið vel og allt þar frajn eftir göt- unum. Svo talaði hann um lest- arferðina (þá sem hann þóttist hafa farið) og spurði svo hvað hún ætlaði að hafa fyrir stafni um daginn, sagði henni að starfið gengi vel og að hann ætlaði að koma við heima hjá þeim til að gá að pósti. Þá sá ég skelfingarsvipinn á andliti hans. „Koma með grænu káp- una? Já, nokkuð annað? Allt í lagi. Já, ég verð kominn um sexleytið annað kvöld. Hvað? Já, að sjálfsögðu er ég einn. Hvar? í upptökuherberginu". Það voru mistök hjá mér að koma inn í herbergið, þegar hann var að tala um að sækja póstinn, en þá hélt ég að sam- talinu væri lokið. En svo heyrði ég þetta með græun kápuna og ég gat ekki ímyndað mér hvern- ig hann ætlaði að snúast við því. En ég vildi ekki blanda mér í þetta, og ég var svo glöð yfir því að hann var hættur að tala í símann allar þessar skyldulygar, svo ég reyndi að ýta þessu frá mér og njóta sam- verustundanna. En nú var allt breytt . . . áþreifanlega. Jafnvel þótt hann benti mér á að hann væri enn- þá hjá mér, þá voru þetta svo sorglega fáar stundir. Og hvaða tilgangi þjónaði þetta? Hann hafði sagt mér að hann elskaði hana ennþá og að hann þyrfti tíma til að kippa þessu í lag. Hann þurfti svo óendanlega margt fleira en tíma. Og ég hugsaði með sjálfri mér hvort hann gæti nokkurn tíma losað sig frá Catherine, þrátt fyrir allar yfirlýsingar hans um brennandi ást á mér. Hann virti mig fyrir sér og í svip hans mátti lesa bæði þrá og kvíða. — Robert. sagði ég alvar- lega, — hvernig ætlarðu að koma þér út úr þessu með káp- una? Ég held að hann hafi ein- mitt verið að hugsa það sama og hann svaraði mér á þann hátt sem ég hafði búizt við. — Ég ætla að segja að ég hafi glevmt henni. Ég andvarpaði, sneri mér við, með andlitið upp að veggn- um. Ég vonaði aðeins að hann færi ekki að segja mér að hann yrði að gleyma mér líka. Framhald í næsta blaði. 50 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.