Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 6

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 6
MIG DREYMDI HRINGUR BLINDA MANNSINS Kæri draumráðandi! Ég er áskrifandi að Vikunni, en hef ekki skrifað henni áður. Nú hefur mig dreymt nýlega tvo drauma, sem mig langar til að biðja þig um að ráða, ef þú getur. Fyrri draumurinn er á þá leið, að ég var stödd í litlu herbergi og í því var svefnsófi og dýna á gólfinu. Ég lá á dýnunni, en þrír strák- ar — um það bil 10—12 ára — sátu á sófanum. Ég þekkti þessa stráka ekki neitt og vildi koma þeim út úr herberg- inu. Ég bað þá fyrst með góðu, en þegar það gekk ekki, fór ég að stimpast við þá. Ég slóst fyrst við einn þeirra, sem ég man að var ljóshærður, og kom honum loks út fyrir dyrnar. Að því búnu ætlaði ég að læsa, en tókst ekki og komst hann því jafnharðan inn aftur. Hinir tveir strák- arnir gerðu ekki neitt til að hjálpa honum. Ég hafði ein- hvern grun í draumnum um að þeir ætluðu að gera mér eitthvað illt, en í ljós kom, að þar var um einskæra ímynd- un mína að ræða. Síðan var draumur þessi ekki lengri. Síðari drauminn dreymdi mig nokkrum dögum seinna og var hann á þessa leið: Skólabróðir minn og ég sátum á bekk og vorum að tala saman. Allt í einu sé ég hann vera að fitla við stóran, breið- an gullhring, sem leit út eins og trúlofunarhringur. Hring- urinn var allt of stór á hann og hélt hann honum varla á fingrinum. Hann sýndi mér hringinn og mér þótti sem ég vissi, að hann væri bundinn einhverjum gömlum, blindum manni. Hann átti að hugsa um hann og gséta hans á allan hátt eins og honum væri mögulegt. Þá byrjar vinur minn að mana mig upp í að taka hring- inn og setja hann aftur á sig. Átti það á einhvern hátt að tákna, að samband okkar yrði eitthvað meira en vináttu- samband. í draumnum var ég hrifin af honum og greip því þetta tækifæri. Ég tók vinstri hönd hans milli handa minna, svo að baugfingur var einn sjáanlegur á milli og dró síðan hringinn á fingur honum. Hann passaði fullkomlega. Mér fannst síðan, að við færum að vera saman. Kn allt í einu reif hann sig lausan og sagði: „Hvað erum við að gera? Ég má þetta ekki! Ég er bundinn“ (þ. e. gamla manninum). Hann stóð upp og sagði eitthvað, sem gerði mig bálreiða. Ég hljóp á eftir honum, reif í hann og sagði, að hann slyppi ekki fyrr en ég hefði sagt honum það sem mér lægi á hjarta. Ég jós mér yfir hann og fannst mér hann þá verða ánægður. Endir þessa draums er svolítið óljós. Ég er ekki viss um, að þetta rifrildi hafi átt að gerast á sama tíma og við töl- uðum saman á bekknum. Mér finnst einhvern veginn, að það hafi átt að gerast seinna. Einnig er ég ekki viss, hvort ég var ánægð eða óánægð í lok draumsins, eftir að ég hafði rifizt við hann. Frekar finnst mér ég hafa verið ánægð. Draumráðandi góður! Ég vona að þú fáir einhverja heila brú í þessa þvælu mína og getir ráðið eitthvað af viti úr þessu. Ég þakka svo Vikunni skemmtilegt efni og alla góða reynslu, sem ég hef haft af henni. E. Fyrri drauminn ráðum við á þann hátt, að þú verðir fyrir einhverjum óþægindum, sem stafa af öfund. Þetta ristir þó ekki djúpt og hverfur alveg við nánari kynni. — Síðari draumurinn er mun flóknari og ekki eins auðráðinn og sá fyrri. Það er þó Ijóst, að hann táknar giftingu og er í heild sinni jákvæður, þótt ýmis smávægileg atriði bendi til einhverra vandamála, líklega vegna fortíðar mannsefnis- ins eða afstöðu f jölskyldu hans. En öll þessi vandamál leys- ast og aðalatriðið stendur óhaggað: gifting! I FULLRI ALVÖRU EFTIRÞANKAR UM AFMÆLISSÝNINGU Þegar íslandsklukkan var sýnd við vígslu Þjóð- leikliússins fyrir röskum tveimur áratugum, hlaut leikritsgerð sögunnar heldur slæma dóma gagn- rýnenda. Sá í'rægi leikh.úsmaður, Paul Reumert, sá sýninguna og mun liafa komizt þannig að orði að henni lokinni: ,.Nej, det er ikke noget stvkke!“ Engu að síður hlaut leikritið meiri vinsældir en nokkurt annað verk, sem flutt liefur verið á fjölum musterisins. Almenningur flykktist í leikhúsið til að sjá holdi klæddar persónur sögunnar i túlkun beztu leikkrafta okkar; njóta þessa svipmynda- safns, þólt hrotalöm væri á samtengingu þess og heildarmyndin litt skiljanleg öðrum en þeim, sem gjörþekktu söguna af bók. Sem dæmi um vinsældir íslandsklukkunnar í leikformi má nefna, að hún hefur verið gefin út á hljómplötu til langvarandi varðveizlu. Segja má, að leikritið þjóni prýðilega tilgangi sínum sem eins konar lifandi myndskreyting við hinn mikla sagna- bálk. Nákvæmlega hið sama varð uppi á teningnum, þegar Þjóðleikhúsið heiðraði Nóbelsskáldið sjötugt með uppfærslu á hetjusögu Bjarts í Sumarhúsum. Hér er ekki um eiginlegt leikrit að ræða, heldur eitthvað allt annað; nákvæmlega sams konar fyrir- bæri og íslandsklukkuna, en þó því miður sýnu lakara. Frumskilyrðið til að njóta leikverksins um Sjálf- stætt fólk er að hafa lesið söguna. Menn þurfa meira að segja að hafa lesið hana nýverið, svo að öll Iielztu efnisatriðin séu fersk í minni. 1 uppfærsl- unni kemsl sagan engan veginn til skila, enda naumast gerlegt að rekja efni tveggja digurra hinda á einni kvöldstund, þótt verið sé að næstum alveg til iniðnættis. En vafalaust kemur þetta ekki að sök. Liklega skiptir mestu máli, að persónur sögunnar eru þarna margar hverjar lifandi komnar á sviðinu: kempan Bjartur í góðum höndum Róberts Arnfinnssonar; séra Guðmundur í snilldartúlkun Vals Gislasonar og Hallbera gamla, sem Nina Sveinsdóttir lék, — svo að fáein dæmi séu nefnd. Þetta nægir væntan- lega til að laða þorra landsmanna að Þjóðleikhús- inu á þessu hjarta og lilýja afmælisvori. Illgjarnar lungur mundu kannski taka svo til orða, að það sé til marks um lifskraft snilldarverka eins og Islandsklukkunnar og Sjálfstæðs fólks, að ekki sé hægt að ganga af þeim dauðum, — hvernig sem með þau er farið. G. Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.