Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 11

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 11
Ég var þegar búin að vera fimm ár í Belvedere, þegar Robert birtist á sviðinu og kom mér til að gleyma í bili.. kannski næturnar, sem fóru verst með mig? Kúguppgefin að kvöldi, steinsofnaði ég alltaf, en vaknaði svo milli klukkan eitt og tvö, bullsveitt og tók að glíma við skugg- ana, fram undir dögun. Pabbi, með gamaldags yf- irskeggið stígur út úr silfur- rammanum og strýkur mér um hárið, blíðlega. Ég sit á hnénu á honum og hann lofar mér að slökkva á kveikjar- anum sínum. En svo er hann hrifinn burt og hann æpir og öskrar. Ég er úti að riða með Timo. Hann er ungur og sterkur. Ég dansa við Timo. Ég er ekki lengur smástelpa. Timo hlær. En þegar blóðið fer að renna út úr munninum á honum, hlær hann ekki lengur. Mamma rétt lítur á mig þessum stóru, svörtu augum, eins og hún hefur litið á mig æ síðan, öll þessi löngu ár. — Þetta er allt í lagi, litla mín. Þetta er það, sem ég ráð- gerði og undirbjó. Ég vissi vel, hvað ég var að gera. Það er allt í lagi, litla mín. En þú skilur, að keðjuna verðurðu að slíta fyrir fullt og allt. Slíttu keðjuna litla mín, því verðurðu að lofa mér. Ég sver. Ég er nú enn ekki orðin myndug, en ég sver há- tíðlegan eið. Og þannig hélt ég áfram að lofa, hverja nótt, allt þang- að til ég heyrði í vekjara- klukkunni. 3. Þegar ég nú fer að hugsa um það, þá var Robert búinn að vera þarna lengi — næst- um alltaf. Hann kom um það bil ári á eftir mér, og gekk að smu verki, án þess að láta neitt á sér bera. Hann var bráðvel fær, heyrði ég starfs- bræður hans segja. Og það var eitthvað sérstakt við hann í augum kvenna, heyrði ég híúkrunarkonurnar segja. Þá fluttist hann í mína deild, sem deildarlæknir. Hann var þegjandalegur mað- ur og gaf stuttar og gagnorð- ar fyrirskipanir, svo að við hrukkum oft við, því að hann gekk á togleðurssólum og lét sér svo skjóta upp þegar minnst varði, ef við vorum að brjóta einhverjar reglur. Og hann beið ekki með að- finnslurnar sínar. Um þetta leyti var ég að ljúka loka- prófinu mínu, og ég man, að einu sinni reif hann upp hurðina á baðherberginu, þar sem ég var að stelast til að glöggva mig á líkamsfræð- inni, í stað þess að taka til óhreinan þvott. Ég flýtti már að fela bókina undir skítugu laki, svo að hann getur alls ekki hafa séð hana, en allan tímann, sem hann var að tala við mig, hvíldu augu hans einmitt á þessu laki. Það lá ofurlítið afsíðis, og ég fann, að ég roðnaði. — Liggur mikið á bessu, systir? — Nei, læknir, þvotturinn getur beðið. — Útbúið þér þá bakstur handa nr. 27. f rúminu nr. 27 lá sjálfs- morðingi, föl stúlka með sorgbitin augu, sem kom til okkar annaðhvort ár skorin á slagæðina, og ég skildi al- drei. hversvegna svona mikið var haft fyrir henni, án þess að taka hana þarna inn til langdvalar. Einhvern daginn tækist henni þetta, en það varðaði mig ekkert um. Ég varð bara að rækja mitt starf. Við dyrnar sneri hann sér við. — Þetta er að minnsta kosti sóðaskapur, sagði hann og vtti við lakinu með fæt- inum, eins og af tilviljun. Ég þóttist siá einhvern glettni- glamna í augum hans, en að öðni leyti var andlitið á hon- um jafnórætt og endranær. f annað skipti heyrði ég hann veita systur Hildu ákúr- ur. Ég man daginn, aðeins vegna þess, að það var fáum dögum áður en minn kæri gamli vinur, dr. Albers dó, og viku eftir lokaprófið mitt. Þetta tvennt eru einu merki- steinarnir, sem standa greini- lega upp úr þokunni, sem lyk- ur um þetta tímabil. Flestir atburðir gerðu ekki nema rétt snerta röndina á meðvitund minni, og eru nú löngu fokn- ir burt og sokknir í gleymsk- unnar djúp. Að sjá systur Hildu komast í skömm var sjaldgæf ánægja okkar þarna í stofnuninni, svo að ég hlustaði og hélt niðri í mér andanum. — Hvar er lykillinn að eiturskápnum, systir? — í skúffunni, þar sem hann á að vera, svaraði hún snöggt. Svo heyrðist skúffan opnuð. — Er hann alltaf geymdur þar? — Vitanlega, læknir. Það er hentugur staður að geyma hann. — Viljið þér þá halda því fram, áð allir hérna hafi að- gang að eiturskápnum? — Nei, vitanlega ekki sjúklingarnir. Hann hló meinfýsnislega. — Það skulum við vona, systir. En allar systurnar, líka þær sem ekki eru útlærðar? — Já, eins og fólkseklan er, svaraði hún ólundarlega. — Þessu verður að breyta strax. Hann brýndi raustina, rétt svo að það heyrðist. — Svona slóðaskapur má ekki viðgangast stundinni lengur systir! Eins og þér vitið, eruð þér rersónulega ábyrg fyrir ölium meðölum. Ég ætia að athuga innihald skápsins öðru hverju. Venjulega var þessi hægi maður ekki margorður, en mér varð það ljóst að hann vissi unpá hár, hvað hann vildi. Og það átti iíka að koma betur í ljós seinna. Eins og óg sagði, vakti þetta atvik ekki svo miög áhuga minn bá. Nema hvað það var gam- an að horfa á systur Hildu elta dr. Dellimer á stofugana- inum, kafrjóða í framan og með samanbitnar varir. Fyrstu endurminningar mínar um Robert eru ekki öllu fleiri en þetta. — Þér lítið illa út, systir, sagði dr. Dellmer. — Eruð þér eitthvað lasin? Ég hrökk við, því að ég hafði ekki heyrt hann nálg- ast. — Þakka yður fyrir, lækn- ir, það er bara svolítill höfuð- verkur. Ég hefði vel getað sagt, að ég hefði létzt um tuttugu pund og væri með stöðugan höfuðverk, en þarna vorum við að vinna og hjúkrunar- kona má aldrei vera lasin. Það er eitthvert fyrsta boð- orðið hjá okkar stétt. Við vorum tvær önnum kafnar mannverur, dr. DeRmer og ég. Heila mánuði á enda, skiptumst við varla á orðum. Ég bar virðingu fyrir honum, en kunni ekki beinlínis neitt vel við hann. Hann var þarna framandi og það virtist ekki mundu verða á því nein breyting, og samt var hann þá þegar búinn að ákveða að eiga mig. Ég er ennþá hissa á þessu. Aðrar fyrirætlanir hans voru vendilega undir- búnar — hann var aðeins að þreifa fyrir sér. Það gerði hann mjög vandlega og seinna kallaði hann þennan biðtíma, rannsóknaskeiðið sitt. 4. Einn dag í hellirigningu, var ég að flýta mér í strætis- vagninn, síðdegis. Himinninn var jafnþungbúinn og daginn góða þegar ég hringdi í fyrsta sinn dyrabjöllunni í Belve- dore. Hrossakastaníurnar á lóðinni höfðu breitt Jivíta blómaábreiðu á stígana. Mér datt í hug, að maíbrúður gangi yfir svona blóm. ur>n að altarinu. í hvítum sdki- skóm. Það mundi ég aldrei gera. Ég mundi aldrei ganfa unn kirkjuþrepin og iáta gol- Framhald á hls. 41. J 19. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.