Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 33
uppi á lofti og í miðri veizl- unni skreið Áskell að stigan- um upp á loft. bankaði í neðsta þrepið og sagði: — Bósi, má é bomma? Amma hans sagði honum þessa sögu fyrir ári síðan. „Raunverulegan áhuga á trommum fékk ég aftur á móti ekki fyrr en ég var um það bil 9 ára gamall, þá byrj- aði ég að fást við þetta og smíðaði mér mitt fyrsta írommusett. Það var úr sæl- gætisdósum, krossviðarplötum og þess háttar, gott sett til að æfa sig á. Síðan fór ég að spila, var í óteljandi skólahljómsveitum en þegar ég var 12 ára hætti ég því og sneri mér að trumbum. Tveimur árum síðar fór ég í Tatara og var með þeim í tvo mánuði eða svo, á meðan trommuleikarinn þeirra var á sjúkrahúsi. Þegar hann var búinn að ná sér var ég látinn hætta og skildi ég það vel, þeir búnir að spila lengi með honum og þess háttar, og eins kunni ég því ágætlega þar sem hafði þá misst allan áhuga á trommusettum. Bongótrumb- " nar voru komnar til sögunn- ar.“ í öðrum bekk gagnfræða- skóla hafði Áskell ákveðið að leggja fyrir sig myndlist. Hann ætlaði í Myndlistarskólann og til þess þurfti hann annað- hvort að ljúka gagnfræðaprófi eða landsprófi og þar sem það síðarnefnda tók helmingi skemmri tíma fór hann í lands- próf. ,,í Myndlistarskólanum var ég svo tæp tvö ár. Eftir mán- uð var ég farinn að fá skjálfta í hendurnar svo ég varð að fara heim og æfa mig á trumb- urnar. (Einn kennaranna sagði einhvern tíma að hann teikn- aði rythmískt). Þannig gekk það allan tímann sem ég var í skólanum, ég fór heim í há- deginu og æfði mig, gleymdi mér og kom alltof seint í tíma. í kaffitímum fór ég nið- ur og æfði mig og kom alltof seint aftur, þannig að þegar tveir mánuðir voru í próf seinna árið fór ég heim einn daginn með draslið mitt og til- kynnti daginn eftir að ég væri hættur. Ég var búinn að ákveða hvað ég vildi gera. Síðan hef ég ekki teiknað svo heitið geti.“ Áskell æfir daglega og stund- um í allt að 10 klukkustundir á dag. „Ég er ekki þreyttur eftir svoleiðis,“ sagði hann. ..Ég verð að æfa mig og þegar ég fullnægi þeirri þörf verð ég ekki þreyttur. Sjálfsagt myndi ég æfa mig lengur ef ég hefði tækifæri til þess, en heima hjá mér get ég það náttúrlega ekki.“ Framhald á bls. 39. Combóið: Áskell lét sig dreyma um að það gæti orðið trumbutríóið sem talað er um í greininni, en það varð ekki. „Jam-session" í Saltvík. Frá vinstri eru Freyr Þórarinsson, sem var kynn- ir, Sigurður R. Jónsson er fyrir aftan Karl Sighvatsson, þá Áskell, Jó- hann G. Jóhannsson og Pétur Pétursson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.