Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 45

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 45
VERÐIÐ BRÚN - BRENNIÐ EKKI NOTIÐ COPPERTONE œPPERTONE er langvinsjlasti sólaráburðurinn í Bandaríkiunum. Vísindalegar .annsóknir framkvœmdar af hlutlausum aðila, sýna að Copper- tone solaraburður gerir huðma a eðhlegan hátt brúnni og fallegri á skemmri tíma, en nokkur annar sólaráburður sem völ er á. Heildverzlunin Ýmir Sími 14191. Haraldur Árnason heildverzlun, sími 15583. urinn í vindinum í grasinu á sandhólunum, og svo öldurnar, sem lömdu bátnum við bakk- ann: dauft hljóðið í bátnum, sem lamdist við stólpann, tré við tré, leður við tré, eins og þegar tánni er sparkað í gluggahlera. Svona hlýtur það að hafa verið þá. Einmitt látið svona í eyrum. Og það veitti mér mátt til að segja honum allt saman. Ég hætti allt í einu að skjálfa. Vindurinn ýfði á mér hárið og blés því fram yf- ir andlitið á mér. Varirnar voru þurrar og saltar. Ég grét ekki. Ég öskraði ekki einu sinni orð- in framan í hann. Ég sagði þau í hér um bil sama róm og ég hefði boðið góðan daginn, eða sagt: „gott er nú veðrið". Án þess að brýna raustina, sagði ég: — Ég er dóttir hennar Rosemarie Halensee. Ég var búin að slá út tromp- inu mínu. Það var hátt spil, enda var mikið lagt undir. Þetta hafði verið örvæntingar- kennd barátta, og nú mundi eitrið smáúmsaman grípa um sig. og hafa sínar verkanir. Annaðhvort okkar yrði að fara frá Belvedere. Robert. Ég hafði lengri arminn, og ég skyldi þurrka Belvedera út, ef nauð- syn krefði — þurrka allt út. Ég mundi lifa það af — það yrði hann, sem mundi reika í spori 'og detta. Sigurinn yrði minn. Við stóðum þarna. Að baki honum hékk rauð sólin lágt yf- ir glitrandi vatninu. Við vorum v miðdepli allrar sköpunarinn- ar og ekkert annað var til. Svona augnablik koma ekki nema einu sinni á ævi manns. Heimurinn stóð kyrr. Hreyf- ingarlaus frammi fyrir mér stóð sterklegur maður, í hvítri, ermastuttri sportskyrtu. Arm- arnir voru vöðvamiklir og loðnir, þó ekki ofloðnir — al- veg mátulega. Hann var eiginlega alveg mátulegur, hvernig sem á hann var litið, háfættur og mjaðma- mjór. Gegnum opið hálsmálið gat ég séð stóra æð, sem sló á sólbrenndum hálsinum. Mað- urinn var höfuðlaus, en allt í kringum hann var einhver bjarmi, eins og geislabaugur. Samt var þessi mannsmynd ekki heilög, heldur ill. Eitt- hvað mundi bráðum gerast, datt mér í hug. Þetta var búið aö vera heil eilífð. En svo gerðist nokkuð hræði- legt, sem ákvað örlög mín. Það kom höfuð á manninn, sterk- legt höfuð með köldum, gráum augum, sem virtust fremur gamansöm en skelfd. Höfuðið sagði: —Þú ert töfrandi, Vera. Þetta var einhver algjörasta og skammarlegasta uppgjöf hjá mér. Og þessi ósigur braut niður allt mótstöðuafl mitt og var raunverulega upphafið að endinum. Ég jafnaði mig aldrei af því aftur, en vitanlega gerði ég mér það ekki ljóst fyrr en löngu seinna. f fyrstunni fann ég ekkert annað en takmarka- lausa skelfingu. — Robert! sagði ég hás. Skildirðu þetta ekki. Minnir þetta nafn þig ekki á neitt? Jú, vitanlega. Ég les nú blöðin. Ég veit, hver móðir þín var. Og ég hef lengi vitað, hver þú varst. Það er ein af megin- reglum mínum að vita allt um fólk, sem ég hef áhuga á. Framhald í nœsta blaði. JESÚS KRISTUR Framhald af bls. 25. kunna að hafa gengt í „undir- búningi“ þess sem við verðum nú vitni að, þá hlýtur niður- staða okkar að vera sú, að þessi vakning sé tímabær og hæpið er að álykta hana hættulega — nema þessi margumtalaði og marglofaði trúmálaáhugi hafði aðeins dugað nóttina ljúfu í Langholti. En eitt ættu þó allir að geta verið sammála um: Ekki síður en um hvítasunnu ætti að fást úr því skorið hvort unga fólkið kom í Langholts- kirkju til að hlusta á „Super- star“; í Tónabæ til að hlusta á Karl Sighvatsson & félaga flytja poppmúsík og í Selfoss- kirkju til að hlusta á Mána, eða hvort áhuginn er raunveruleg- or. ó.vald. 19. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.