Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 15

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 15
beygði ég í vestur og leitaði eftir jökulrönd á vinstri hönd. Ég hafði flogið í 15 mínútur, þegar ég sá jökulröndina, sem átti að vera Iíofs- jökull. Nú voru samfelldar skúra- leiðingar í norðri og orðið sáralitið skyggni, en nokkuð bjart í vestri og austri. Ég tók.nú stefnu norðan við jökulröndina, en þegar henni sleppti átti önnur jökulrönd að sjást í fjarska, eða Langjökull. Þá væri nú leiðin að styttast í Borgarfjörð, og eftir það allir vegir færir. Jú, það var rétt. Þegar ég liafði flogið meðfram þessari jökulbungu, kom önnur í ljós á vinstri liönd í fjarska, allt var í lagi. Við Gestur töluðum saman um landslag, lax- veiðar og flug, en Sigurðúr litli dottaði afturí, ég sá að sólin skein á Herðubreið sem snöggvast. Giro- kompásinn sýndi 230 gráður frá Herðubreið. Mér fannst ekkert at- hugavert við þessa stefnu, þar sem ég flaug sjónflug og ákveðinn að fylgja jökulröndunum. Nú var ég kominn að Langjökli, að ég liélt. Veður var þá þannig að skúraleið- ingar voru framundan, en svartur skýjabakki nálgaðist úr norðri, )>vert á mína flugleið. Innilokaður í þröngu dalverpi. Sá, sem einlivern tíma hefur lent í villu, verður fyrir einkennilegum áhrifum. Hann telur sig vera á réttri leið, en augun kannast ekkert við þetta landslag. Þannig var far- ið fyrir mér á þessari stundu. Ég taldi mig vera á sörnu slóðum og ég var fyrir rúmum sólarhring, syðst á Arnarvatnsheiðinni, en liér var sandur og auðn, ekki eitt ein- asta vatn, enginn gróður. Spurn- ingin var, hvað hafði skeð. Ég ákvað að halda áfram meðfram jökul- röndinni, flugleiðin þrengdist, jök- ulröndin var löng, skyggni fór versnandi með hve'rri mínútu. Leið- in til baka var lokuð. Klukkan 10.40 kallaði flugstjórnin mig upp, spurði um slaðarákvörðun, og áætlaðan lendingartima í Keflavík. Ég var furðu rólegur og svaraði því til, að ég væri ekki á þeirri flugleið, sem ég hafði ákveðið að fljúga, þekkti mig ekki á þessum slóðum. Ég flygi með jökulrönd á vinstri hönd. Mjög dökkur þokubakki nálgaðist óð- fluga á hægri hönd. Ég sá nú að ég var að komast fyrir jökulinn, og mér létti. Þá átti ég að sleppa við þokuna. Heldur brá mér þegar ég sá hvað tók nú við — stórt fjall beint á móti, sem náði fast að jökl- inum, en smá hvilft upp á jökulinn. Þoka var að sjá niður í miðjar fjalls- hlíðar. Þokubakkinn, sem nálgað- ist mig áður úr norðri, lagðist nú fast að jökulröndinni. Ég var sem sagt innilokaður á alla vegu í smá dalverpi, sem var ekki stærra en það, að rétt var hægt að fljúga í krappa luingi. Landslagið undir var stórgrýtt braun, með djúpum skorningum. Þegar hér var komið, missti ég samband við flugstjórn, vegna þess hvað ég flaug lágt, loftið var mjög ókyrrt. Jóhann skömmu eftir aÖ þyrla Landhelgis- gæzlunnar hafði sótt þá félaga. Úvirk iæki. Nauðlending óiimflýjanleg. Ég heyrði að kallað var í mig skýrt og greinilega. Þetta var vél frá Loftleiðum, sem var að koma til landsins, stödd nálægt Vest- mannaeyjum, sagðist hafa verið beðin að ná sambandi við mig, spurði um ástand og staðar- ákvörðun. Ég svaraði því til um ástandið, að ég sé lokaður inni í smá dalverpi, og komist ekkert, ólendamíi sé fyrir neðan, en ég muni reyna að hanga uppi eins lengi og ég geti. Sagðist vera að at- liuga með staðarákvörðun. Nú kall- aði önnur vél í mig frá Flugfélag- inu, sem ílaug í mikilli hæð. Var að koma frá Egilsstöðum. Ég liafði nú nóg að gera við að stjórna vélinni við þessar aðstæður, svara báðum vélunum sitt á hvað, og vera með kortið útbreitt fyrir framan mig yfir mælaborðinu, ásamt sirkli og reikningsstokk. Marg oft varð ég að kasta öllu frá mér, til að lyfta vél- inni fyrir hraun og hæðir. Ég kall- aði loks til Loftleiðavélarinnar og sagðist álita mig vera við SV horn Vatnajökuls, það var eins og livísl- að væri hvað eftir annað að mér 230°, 230°, þá mundi ég eftir stefn- unni frá Herðubreið, sem var 230°, eða suðvestur, rétt meðfram rönd Vatnajökuls, flugtíminn hins vegar gaf mér til kynna að ég væri kom- inn langleiðina fyrir jökulinn. Flug- maður Loftleiðavélarinnar ætlaði þá að reyna að miða mig út. Bað mig að kveikja á svokölluðu ADF tæki og nota það eins og lög gera ráð fyrir, en það virkaði ekki. Hann kvatti mig til að lenda vélinni, og það fyrr en seinna. Ástandið fór versnandi. Nú var klukkan að verða 12, orðið mjög skuggsýnt, rigning með þokuflóka, sem sló einstöku sinnum inn í dalinn. Loftið var mjög ókyrrt. Ég flaug eins lágt og ég þorði fram og til baka, þvers og kruss, lil að reyna að átta mig á hvernig vindurinn stæði. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að töluverður vindur var meðfram jökulröndinni og hann liélt þokunni á sínum stað. Ég flaug nú eins nálægt þokunni og ég þorði, og sá í jaðri hennar smá grasfláka, eins og með sandblettum á milli. Mér létti heldur og kallaði upp að ég muni reyna nauðlend- ingu, en tilkynna eftir nokkrar mín- útur, hvenær ég ætli að lenda. Ég flaug aftur yfir grasflákann, en sá þá mér til mikillar skelfingar, að þetta var mosavaxið grjót með stór- um steinum, á víð og dreif, sem mér sýndist áður vera sandur. Varð hugsað til drengjanna. fíað Guð um styrk. Mér var það Ijóst að vindurinn blés í áttina að þokunni, og til þess að geta lent á þessum stað, eins glæsilegur og hann var nú, varð ég að fljúga inn í þokuna, taka þar beygju og lenda. Ég setti á mig Framhald, á hls. 46. 19. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.