Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 27

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 27
Á þessari mynd heldur Guðrún á tveimur fressum íslenzkum (afbrigðið er nefnt Domestic), Pinkerton (til vinstri) og Boris Godounoff. — Flestir kettir Guðrúnar heita eftir frægum karakterum úr óperum. ir hundunum og þeirra rétti. Ég skal viðurkenna að það eru ekki eigendur þeirra, sem ég ber fyrir brjósti, heldur hund- arnir sjálfir. Ég er yfirleitt fyr- ir að taka svari þeirra, sem minnimáttar eru. — Nú virðast hundar yfir- leitt vinsælli heimilisdýr en kettir, að minnsta kosti hér á landi. Hver mundi vera ástæð- an? — Já, hér ganga þessir for- dómar að kettir séu grimmir, að þeir séu ekki vinir manns, að þejr séu falskir. Þetta eru ekkert nema helberii fordóm- ar, eins og svo margt annað á þessu landi. Það er ótrúlegt, hve hér er mikið af fordómum. — Meiri en annarsstaðar, heldurðu? — Ég hef búið lengi í borgum eins og London og New York og kynnst auðvitað allskonar fólki, en mér virðist vera tiltölulega mikið af fordómum hér. Við getum þó ekki haft það til af- sökunar að við séum innilokuð. Við erum frjáls, getum ferðast til hvaða lands sem okkur sýn- ist og lesið hvaða erlend blöð sem okkur sýnist. En samt er fólk hér svo illa upplýst um marga hluti. Til dæmis í sam- bandi við dýr. Ég fæ margar upphringingar, þar sem spurt er hvernig eigi að fara með dýr, þar á meðal fressketti, sem eru úti um nætur og koma særðir heim. Og ég segi: látið þið gelda köttinn og gera hann að góðum ketti. Það er hræði- legt, finnst fólki. Og ég svara: hversvegna er svo hræðilegt að gelda ketti en ekki hesta? Og svo þessi hugsunarháttur, að ef dýr er fyrir einhverjum, þá að lóga því. Og þá er ekki verið að spekúlera í því að fara til dýralæknis og láta svæfa dýr- in, eins og gert er úti. Nei, hérna ganga þeir bara með byssur og skjóta dýrin. Ekki skil ég fólk, sem lætur sem því þyki vænt um köttinn sinn en lætur svo skjóta hann, af því að hann verður allt í einu fyrir. Svona væntumþykju skil ég ekki. Ég geng í gegnum eld fyrir mína ketti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.