Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 34

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 34
DAMANA PRAMMANUM Framhald af bls. 19. að pramminn væri miklu lengri. — Fyrir mig gæti hann al- drei orðið oflangur, sagðu ung- frú Harris og hnykkti til höfð- inu. — Þú hagar þér eins og skólastrákur, tautaði skiparinn. — Ég kann að hegða mér, sagði stýrimaðurinn um leið og hann hvarf undir þiljur. Brátt kom höfuðið á honum aftur upp úr þilfarinu. — Betur að sumir aðrir kynnu það, sagði hann og hvarf aftur. Hann var feginn þegar hann tók eftir því, meðan hann var að borða, að þetta bjánalega blaður uppi var þagnað, og þegar hann kom upp aftur, sneri hann baki að par- inu, og lallaði hægt fram eftir, þangað til skiparinn kallaði á hann að koma. — Hvað varstu að segja áð- an, Ted? spurði hann. , Stýrimaðurinn endurtók orð- in með viðeigandi áherzlum. — Gott og vel, sagði skipar- inn. — Gott og vel. — Þú skalt aldrei víkja að mér orði oftar, sagði ungfrú Harris, — því að ég svara þér bara ekki. Aftur kom skólastrákurinn upp í stýrimanninum. — Bíddu þangað til ég tala við þig, sagði hann hrottalega. — Þetta á víst að vera þakklætið þitt. — Þakklæti? sagði ungfrú Harris og reigði höfuðið. — Þakklæti fyrir hvað? — Fyrir að taka þig með mér í þessa ferð, svaraði hann ein- beittlega. — Eins og þú hafir tekið mig með þér! sagði ungfrú Harris með fyrirlitningu. — Ég býst við, að Gibbs skipstjóri ráði fyrir þessu skipi. Og þaö er hann, sem flytur mig. Þú ert ekki nema stýrimaður. — Stendur heima, sagði stýrimaðurinn og glotti framan í mág sinn, en hann varð vand- ræðalegur á svipinn. — Mér þætti gaman að vita, hvað Loo segir þegar þú kemur með kvenmann um borð? — Hún kom þín vegna, flýtti Gibbs sér að segja. — Nú, svo það gerði hún? sagði Ted háðslega. Sannaðu það, en ætlastu bara ekki til, að ég beri þér vitni. Gibbs horfði á hann með skelfingarsvip, en framkoma hans breyttist. — Láttu ekki eins og bjáni, sagði hann, ekki óvingjarnlega, — þú veizt hvernig hún Loo er. — Jú, ekki laust við það, sagði stýrimaðurinn rólega. — Ég ætla frammá og skal ekki ónáða ykkur. Bless á meðan! Hann gekk hægt frameftir, kveikti sér í pípu, lagðist leti- lega á þilfarið og hætti alveg að hugsa um allt kvenfólk. Þeg- ar kom að teinu, ætlaði skip- arinn að gera breytingu á borð- skipaninni framvegis við mál- tíðir, en ungfrú Harris þver- neitaði að sitja við sama borð og stýrimaðurinn, svo að þessi góði ásetningur hans varð að engu. Hann ætlaði að höfða til þess, sem hann hélt vera betra mann stýrimannsins, eftir að ungfrú Harris var gengin til náða, en allt varð það árangurslaust. — Hún kemur mér ekkert við, sagði stýrimaðurinn með hátíðasvip. — Ég þvæ algjör- lega hendur minar af henni. Hún er gála. Og ég er eins og Lovisa með það, að ég þoli ekki gálur. Skiparinn svaraði þessu engu, en hann var svo þreytulegur í framan, að þegar ungfrú Harris kom upp á þilfar, snemma morguns, og sá prammann líða áfram milli grasigróinna bakk- anna á ánni, þá eignaði hún þetta erfiðleikunum við að stýra svona stóru skipi eftir svona mjórri og krókóttri á. — Við verðum komin upp að eftir hálftíma, sagði skiparinn og horfði á hana. Ungfrú Harris lét í ljós feg- inleik sinn. — Kannski væri þér sama þó þú færir niður í lúkar og dok- aðir þar við, þangað til við er- um búnir að gera fast, sagði hann. — Ég mundi sjá það við þig. Reiðararnir vilja síður láta mig flytja farþega. Ungfrú Harris, sem skildi þetta til fullnustu sagði: — Sjálfsagt, og gaf stýrimannin- um kuldalegt augnatillit, en hann hafði gaman af þessu. Svo fór hún niður og var svo nær- gætin að loka hleranum á eftir sér. — Það er engin þörf á að stofna til vandræða, Ted, sagði skiparinn, dálítið órólegur, þeg- ar þeir beygðu fyrir síðasta tangann og sáu til Coalsham. Stýrimaðurinn svaraði því engu, en stóð reiðubúinn til að taka niður seglið, er þeir runnu greitt að bryggjunni. Það dró úr ferðinni og það var rétt eins og Arabella vissi af bannvör- unni í lúkarnum, því að hún renndi sér hægt og varlega þangað sem gildvaxin, mið- aldra kona, sem líktist greini- lega Ted stýrimanni, stóð á bryggjunni. — Þarna er veslingurinn hún Loo, sagði stýrimaðurinn og andvarpaði. Skiparinn skeytti ekkert þessum meinlegu glettum, og pramminn rann upp að bryggj- unni og var bundinn. — Mér datt í hug, að þú vær- ir á fótum, sagði frú Gibbs við manninn sinn. — Komdu nú í morgunmatinn. Hann Ted kem- ur á eftir. Gibbs skipari stakk sér undir þiljur til að ná í jakkann sinn, steig síðan á land, reiðubúinn að fara með konu sinni, og sár- feginn. — Komdu svo þegar þú get- ur, Ted, sagði hún. — Hvað er þetta? Hversvegna grettir hann sig svona? Hún hafði snúið sér við, stein- hissa, þegar bróðir hennar reyndi að vekja athygli manns- ins hennar á sér, með því að gera andlitið á sér að einu spurningarmerki og tifa ofur- lítið þumalfingrinum. — Komdu, sagði Gibbs og tók hana blíðlega undir arm- inn. — En hversvegna er hann Ted svona á svipinn? spurði konan, þegar hún tók eftir einni grettunni í viðbót á bróður sín- um. — O, hann er bara að gera að gamni sínu, svaraði maður hennar og hélt áfram. — Gamni? endurtók frúin hvasst. — Hvað gengur að þér, Ted? — Ekkert, svaraði stýrimað- urinn. —Það er smá tannpína, sagði skiparinn. — Komdu, Loo, ég hefði gott af að fá eitthvað al- mennilegt að borða. Frú Gibbs lofaði honum að ieiða sig áfram og var komin að minnsta kosti fimm skref áleiðis heim, þegar hún sneri sér og leit til baka. Stýrimaður- inn var enn með tannpínuna og engdist nú sundur og saman. — Hér er eitthvað að, sagði frú Gibbs og gekk til baka. — Til hvers ertu að gretta þig svona, Ted? — Gretturnar á ég sjálfur, sagði stýrimaðurinn og' fór und- an í flæmingi. Frú Gibbs samþykkti það, en vildi vita, hvað hann meinti með þessu. — Spurðu hann Jón, sagði stýrimaðurinn í hefndarhug. Og frú Gibbs spurði. Maður- inn hennar sagðist ekki vita það og bætti því við, að svona hefði hann stundum látið áður, en hann hefði ekki viljað segja henni það, svo að hún yrði ekki hrædd. Svo reyndi hann að fá hana með sér í apótekið, til þess að ná í eitthvað við þessu. Frú Gibbs hristi höfuðið ein- beitt en gekk um borð aftur, settist á lúguna og tók að spyrja bróður sinn spjörunum úr um þessi sjúkdómseinkenni. Hann neitaði því, að nokkuð gengi að sér, en renndi augunum til mágs síns, eins og til að spyrja hann ráða. — Komdu heim, Ted, sagði hún loksins. — Ég má ekki yfirgefa skip- ið, sagði hann. — Hversvegna ekki? svaraði bróðir hennar aftur. Frú Gibbs hafði verið að smá æsast upp, en nú sleppti hún sér alveg og stappaði í þilfarið, bálvond. En stapp í gólfið hafði lengi verið notað sem merki til sjós, og nú opnaðist hleragatið á lúkarnum og ung og falleg stúlka birtist. Stýrimaðurinn glennti upp augun í vandræð- um sínum, og hvað veslings skiparann snerti, þá hefði eng- inn kviðdómur þurft að draga sig í hlé til þess að ákveða hann sekan. Hjartkær eiginkonan, snerist að honum, eldrauð í framan. — Fanturinn þinn! æpti hún og kom varla upp orðunum. Gibbs skipari greip andann á lofti og leit bænaraugum til stýrimannsins. — Við ætluðum bara að koma þér dálítið á óvart, elsk- an, stamaði hann. — Þetta er stúlkan hans Teds. — Ekki andskoti! svaraði stýrimaðurinn hvasst. — Það er alls ekki! sagði ungfrú Harris og gekk fram. — Hvernig dettur þér í hug að segja annað eins? — Nú, þú komst nú með hana um borð, það veiztu bezt sjálfur, sagði veslings skiparinn í bænarrómi. Ekki neitaði stýrimaðurinn þessu, en andlitið á honum var svo sorgbitið og hissa, að hinn varð lafhræddur. — Gott og vel, sagði stýri- maðurinn loksins, — hafðu þetta þá eins og þú vilt. — Haltu þér saman, Ted, æpti frú Gibbs, — þú ert bara að reyna að hlífa honum! — Ég fullvissa þig um, að Ted kom með hana um borð, en svo lentu þau í elskenda - rifrildi, sagði veslings eigin- maðurinn. — Mér kemur þetta alls ekki neitt við. 34 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.