Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 39

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 39
Rjómaís milli steikar og I Á eftir safarikri steik og velheppnaðri ■ ■ I sósu er frískandi að fá sér isrétt, Ijúf- fengan og svalandi. Á hverjum pakka áf Emmess is er fjöjdt uppskrifta. ‘Emm m ess LbJ — Hvar er ég? spurði hann einfeldnislega. Frú Gibbs sagði honum það, og lét fylgja álit sitt á honum, og án þess að taka upp orð eig- inmanns síns, komst hún að sömu niðurstöðu um endanleg örlög hans. — Þú kemur heim með mér, sagði hún og sneri sér vingjarn- lega að stúlkunni, sem vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið. — Þeir eiga það skilið, sem þeir fengu — báðir tveir. Ég vona bara, að þeir verði svo þræl- kvefaðir, að þeir komi ekki upp orði, næsta árið. Svo tók hún stúlkuna undir arminn og leiddi hana í land. Þær litu einu sinni við og í átt- ina til prammans og sáu rétti- lega bálvondan skiparann verj- ast afsökunum og skýringum mágs síns með bátshaka. Svo gengu þær inn til morgunverð- ÆFIR I ALLT AÐ 10 TÍMA DAGLEGA Framhald af bls. 33. Og hann á sér draum: „Það sem mig hefur alltaf langað að gera er að stofna trumbu- tríó, en ég sé ekki fram á að það sé hægt hér á landi. Ég er mikið búinn að leita að ein- hverjum sem getur spilað með mér en árangurslaust. Þess vegna verð ég að fara utan og íá einhverja með mér þar. Eins verð ég að komast út til að nitta aðra trumbuleikara og kynnast þeim, að öðrum kosti er hætta á að ég staðni. En ég verð að starfa erlendis ætli ég mér að halda mig eingöngu að trumbumúsík. Hér er ekki grundvöllur fyrir slíkri tónlist. það hef ég reynt. Ég spilaði einn um tíma, ætlaði að lifa á því en sá fljótlega að það var algjörlega útilokað. Stundum var ágætt að gera í hálfan mánuð eða svo, en þess á milli alls ekki neitt.“ Nú er hann kominn í Nátt- úru, þannig að hann hefur stöðugar tekjur. Þegar maður sér hann á sviðinu með hljóm- sveitinni á maður til að velta fyrir sér hvort trumbuleikur hans sé ekki dálítið tilgangs- laus þegar hljómsveitin yfir- gnæfir hann svo sem hún ger- ir oft og tíðum. Hann virðist einnig einmana. „Mér þykir gaman að vera í hljómsveitinni," sagði hann, „og ég hef mikið á því lært. Það sem mér þykir verst er hávaðinn. Með öllum þessum hávaða verður allt svo yfir- spennt og mér finnst það drepa músíkina afskaplega mikið niður. Þetta verður til dæmis til þess að ég get ekki notað nema lítið brot af því sem ég hef; í gegnum magnarakerfi kemst eiginlega ekki nema einn tónn almennilega til skila. Ég næ ekki að senda frá mér lægstu tónana, ekkert fín- gert fingraspil og svo fram- vegis. Reyndar gerði ég mér alls ekki grein fyrir því að ég þyrfti að magna trumburnar upp þegar ég byrjaði og varð þar af leiðandi fyrir vonbrigð- um með útkomuna þegar mér varð það ljóst.“ Sem stendur er Náttúra með eitt verk eftir Áskel á efnis- skránni, heitir það „Ýr“ og er samið fyrir flautur og ásláttar- hljóðfæri. Hann semur mikið af slíkum verkum — reyndar samdi hann „Ýr“ fyrir tveimur árum síðan, og þegar ég minnt- ist á að einhvern tíma kom hann fram á tónlistarkynningu í Verzlunarskólanum, rakti hann nákvæmlega fyrir mér hvernig það verk hefði verið. „Ég man þetta mjög vel,“ sagði hann. „Reyndar man ég allt sem ég spila, þannig að ég gæti spilað það sama og ég var með í Verzlunarskólanum aft- ur svo til nákvæmlega eins.“ Hann hafði ekki undirbúið þessa framkomu í títtnefndum skóla fyrirfram, og hann und- irbjó sig heldur ekki fyrir Salt- víkurhátíðina í fyrravor. Þá spilaði hann í þrjá tíma stanz- laust og daginn áður í tvo. „Ég geng bara að trumbunum og byrja að spila. í Saltvík var ég til dæmis búinn að vera að spila dálítið og hafði tekizt að fá alla til að klappa með. Ég skemmti mér konunglega og allt í einu heyrði ég að farið var að spila á maraccas og tambúrínur fyrir aftan mig. Þegar ég leit við sá ég að þar voru komnir svo til allir hljóð- færaleikararnir sem voru í Saltvík. Næst komu inn tromm- ur, þá bassi og síðan koll af kolli þangað til heil hljóm- sveit var með mér og upphaf- in var heilmikil „jam-session“. Það er sennilega ein bezta session sem ég hef fylgzt með, því þótt ekki hafi allt sem spilað var verið gott, þá skeði þetta algjörlega óundirbúið og menn spiluðu það sem þeim 'att helzt í hug.“ Eins og Áskell sagði hér að framan, þá er langt síðan hann missti áhugann á trommu- settum og hann segist aldrei muna snerta við slíku aftur. „Trumba er svo miklu fallegra og möguleikameira hljóðfæri,“ sagði hann. „Hún er nánast lifandi. Maður finnur hvernig ekta skinn titrar og fylgir manni og það sama er að segja um tréflautur. Eftir að ég eignaðist fyrstu tréflautuna mína vil ég helzt ekki spila á málmflautur. Maður finnur hvernig viðurinn í tréflautun- um titrar og hvað tónninn í þeim er miklu fallegri, eðli- legri og betri.“ Blítt andlitið á Áskeli verð- ur eins og andlitið á Jesú Kristi er á biblíumyndum 19. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.