Vikan


Vikan - 24.08.1972, Page 20

Vikan - 24.08.1972, Page 20
HOLLVINUR NEGRANNA Hennar eigin börn telja hana ruglaSa. Ku-Klux-Klan hefur í hótunum við hana. Ríka fólkið í Boston, sem þekkti hana í æsku, hristir höfuðin þegar minnst er á hana. Ástæðan: Ruth Chase hefur gert málstað svörtu fátæklinganna í Mississippi að sínum. ttingjar hennar álíta hana geggjaða. Börn hennar tvö, sem eru uppkomin, segja það að vísu ekki upphátt, en þau eru engu að síður á sama máli. Yfirstéttar- fólkið í Boston, en úr þess hópi er hún, hristir höfuðið yfir því sem hún gerir, og kallar það „shocking". En Ruth Chase segir sjálf: ,.Ef þöngulhausarn- ir í Boston bara vissu, hve hjartanlega mér stendur á sama um hvað þeir hugsa um mig.“ Hún býr nú í Fayette í Miss- issippi, fimmtán hundruð manna bæ, sem varð landsfræg- ur í Bandaríkjunum 1969, er hann varð fyrstur bæja og borga í Suðurríkjunum til að fá svartan bæjarstjóra. Sá hét Charles Evers, og hafði bróðir hans, Medgar Evers, verið myrtur 1963 af hvítum illvirkj- um. Þegar Charles Evers tók við embætti, héldu sumir hinir hvítu borgarar Fayette að allt myndi lenda í upplausn í bæn- um og fluttu á brott. Þegar bæjarstjórinn nýi opnaði bæj- arsjóðinn, komst hann að því að fyrirrennari hans hafði að- eins skilið honum þar eftir fá- eina dollara. Og þegar hann þrátt fyrir það herti upp hug- ann og skoraði á svarta (sjö- tíu og fimm prósent) og hvíta (tuttugu og fimm prósent) íbúa bæjarins að taka höndum sam- an í bróðerni, gengu margir hvítu íbúanna í Ku-Klux-Klan, sem helzt vill gelda alla negra og senda þá til Afríku. Það er aðeins við fyrstu sýn undarlegt að Ruth Chase, lög- mannsdóttir og af tignustu ætt- um hefðarfólksins í Boston, skyldi fara til Fayette til að taka þar þátt í félagslegu um- bótastarfi með svörtum borg- urum staðarins. Hún hefur fyrir löngu sagt skilið við upp- runa sinn; kunni raunar aldrei við sig í sínu upprunalega um- hverfi. Þegar hún var barn, gramdist henni yfirlætistónninn í röddum foreldranna, er þau skipuðu þjónustufólkinu fyrir, og sjálf neitaði hún þá að gefa skipanir, foreldrunum til mik- illar gremju. Sem táningur sótti hún virðulegustu skól- ana, fór á dansleiki, í hádegis- veizlur og hóf — „innantóm- ustu samkomur, sem hægt er að hugsa sér,“ segir hún í dag. Foreldrar hennar lögðu sér- staklega fyrir hana að kynna sér hvort ungu mennirnir, sem stigu í vænginn við hana, væru í Harvard eða að minnsta kosti í Yale. Um helgar fór fjöl- skyldan í kirkju og svo í öku- ferð í vagni, því að svo tigin var hún að þá enn þótti ekki sæmandi að hún æki bíl. En í stað þess að sitja í kirkju og vagni varði Ruth litla helg- unum til að hlúa að bækluðum börnum úr gettóum negranna. Þetta gerði hún sumpart í mót- mælaskyni við hefðarfólkið, sem hún sjálf var runnin frá, en sumpart „af því að lífið er ólíkt meira en að hugsa ein- ungis um sjálfan sig“. Hún varð sjúkraleikfimi- kennari. Foreldrum hennar og öðru fínu fólki í Boston þótti það með ólíkindum að nokkur, sem fæðzt hefði til auðs og áhrifa, skyldi gera sér rellu út af slöppum vöðvum undir svartri húð. Hún yfirgaf for- eldrahúsið og fór til Roxbury, sem þá var og er enn gettó þeirra svörtu í Boston. Hún var skjálfandi af hræðslu, því að Roxbury var þá álíka hættu- legur staður hvítri stúlku og það 'er í dag. Hún skipulagði tólf miðstöðvar til félagsstarfs, hélt skóla fyrir fullorðna negra, sem ekki kunnu að lesa eða skrifa, heimsótti þá sem voru einmana og hjálparþurfi. Því meir sem hún sá af þeim kjör- um, sem hin hvítu Bandaríki létu negra sína búa við, því ljósara varð henni að hún gæti aldrei lifað með góðri sam- vizku meðal þeirra hvítu, ef hún sneri aftur til þeirra. Nú er hún fimmtíu og níu ára og hefur búið mestanpart í fjörutíu ár í fátækrahverfum ríkasta lands í heimi. Hún var með í göngu þeirra fátæku til Washington og göngu svartra baráttumanna fyrir borgara- réttindum til Selma. Hún var einu sinni gift. en hjónabandið varð henni ekki verulegt lífs- innihald; hugur hennar var áfram fyrst og fremst hjá svörtu fátæklingunum. Það var því ekki nema eðlilegt að hún legði leið sína til Fayette, ein- mitt á því tímabili sem hvítir menn fluttu sem ákafast úr bænum. Þá kom hún, svörtum borgurum staðarins til mikillar furðu, fram á borgarafundi og sagði: „Hæ, ég heiti Ruth Chase. Ég vildi gjarnan búa hjá ykkur og gera eitthvað fyrir Fayette." Svoleiðis nokkuð höfðu negr- arnir í Fayette ekki áður heyrt frá hvítri manneskju, svo að þeir voru tortryggnir •—• „og til þess höfðu þeir svo sannarlega Flestum virkum dögum ver Ruth til heimsókna í timburkofana, þar sem svörtu fátæklingarnir búa. 20 VIKAN 34.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.