Vikan - 07.09.1972, Page 31
ÞEGAR MYRKRIÐ
SKELLUR Á
Framhald af bls. 22.
Hún hristi höfuðið. — Nei,
sagði hún, hann hefði aldrei
náð því, það sé ég núna, bætti
hún við, eins og hún væri að
tala við sjálfa sig.
— Hvað er það sem þú skil-
ur? spurði Bill.
— Skilurðu það ekki, Bill?
Það hlýtur að hafa verið ein-
hver annar. Stephen getur ekki
hafa haft tíma til að elta mig
upp og komast hingað niður
aftur.
—- Vertu róleg, Janet, sagði
Bill. — Það er enginn annar
hér. Hvers vegna hefði Step-
hen átt að hafa einhvern með
sér hingað? Hann reyndi að
láta sem hann væri rólegur, en
það var öðru nær, fannst henni
og hún féKk hroll í sig.
— Komdu, við skulum flýta
okkur héðan, sagði hún í bæn-
arróm, greip í hann og leit yf-
ir öxl hans fram í anddyrið.
Stephen lá hreyfingalaus,
rétt fyrir framan dyrnar. En
einhvers staðar í þessu stóra
almyrkvaða húsi, var einhver í
felum, — í stiganum eða ein-
hverju af tómu herbergjunum.
— Góði komdu, hvíslaði hún,
— komdu, ég vil komast héð-
an.
— Eins og þú vilt. Bill lét
undan, hann var sjálfur
áhyggjufullur á svipinn. — Ég
held að þetta sé misskilningur,
það er enginn annar hér. En
þú hefur fengið nóg í kvöld.
Drekktu nú koníakið þitt, sagði
hann ákveðinn og losaði sig
undan höndum hennar.
En þegar hann fór til að ná
í böndin af gluggatjöldunum,
stóð Janet kyrr. Hún horfði til
dyranna, reiðubúin til að reka
upp hljóð, ef einhver kæmi þar
í ljós. — Flýttu þér. hvíslaði
hún.
— Hér kem ég með snúruna,
heyrði hún að hann sagði, en
svo gaf hann frá sér lágt hljóð.
Janet sneri sér við, mátulega
til að sjá hann koma í áttina
til sín, með lampa, reiddan á
loft og snúruna á handleggn-
um.
— Hvað er þetta? spurði hún,
en þagnaði svo, þegar hún sá
svipinn á honum.
Bill kom brosandi til henn-
ar og rödd hans var blíðleg og
afsakandi, þegar hann sagði:
— Þú hefðir átt að drekka
úr glasinu, ástin, þá hefðir þú
ekki þurft að vita neitt af
þessu, þú værir þá í fasta-
svefni.
— Þú, sagði hún með and-
köfum, þegar henni varð ljós
hinn hrollvekjandi sannleikur.
Það var Bill, sem ætlaði að
drepa hana. Bill, ekki Stephen.
— Já, ég, sagði hann með
uppgerðar hæversku. Hún opn-
aði munninn til að æpa og
hann sagði: — Já, öskraðu bara,
það heyrir enginn til þín. Þeir
finna þig, rétt eins og þeir
fundu pabba þinn. Og eigin-
maður þinn búinn að ráða nið-
urlögum morðingjans, sem
sleppur ekki heldur núna.
—• Þú, — varst það þú sem
myrtir pabba minn, hvíslaði
hún.
— Já, mér þykir fyrir því,
en hann komst að óreiðu í bók-
haldinu. Hann sendi eftir mér
til að tala um það við mig. Ég
vissi að hann kæmist að því
fyrr eða síðar. Þegar lyfja-
skammturinn, sem ég kom í
vínglasið hjá Stephen, fór að
verka, þá skipti ég um föt við
hann og ók honum hingað, til
að hitta föður þinn.
— En hvernig? Hún vissi
ekki hvers vegna hún setti
fram þessar spurningar, en það
var eins og heili hennar ynni
án hennar vitundar, forviða yf-
ir þessum staðreyndum, án
þess að skipta sér af tilfinn-
ingum hennar.
— Það var auðvelt. Sjáðu til,
Stephen fór úr veizlunni og
sofnaði strax í bílnum sínum.
Meðan hinir voru að leita að
honum, var hann með mér.
Þegar ég hafði lokið mér af
hjá föður þínum, bar ég lamp-
ann út til hans og setti fingra-
förin hans á lampafótinn og fór
svo inn með hann aftur. Það
var anzi erfitt að skipta um
föt við hann. Hann fór
að rumska og streitast á móti,
en svo féll hann útaf aftur við
áreynsluna. Ég skildi hann svo
eftir í bílnum, fleiri kílómetra
frá húsinu og gekk til veizl-
unnar.
— Hvar varstu, þegar þú
hringdir í kvöld?
— í símaklefa í Friarham-
ton, sagði hann.
Hún gat ekki haft af honum
augun. — Þú . . . Rödd hennar
titraði. — Þú tókst ljósið úr
sambandi og þú eyðilagðir
símalínuna . . . það varst þú ...
Bill, Bill hafði þá elt hana
um húsið. Það sem hafði hindr-
að hann í að gera útaf við hana
fyrr, var óvænt koma Stephens.
— Já, það var ég, sagði hann
með sömu ljúfu röddinni. —
En Stephen sneri öllu á hvolf
fyrir mér. Hann þagnaði.
Hann ætlar að drepa mig,
hugsaði hún. Hún var farin að
róast, þótt undarlegt megi virð-
ast. Hún varð að halda honum
uppi á snakki þangað til ein-
hvern bæri að, sem gæti hjálp-
að henni. Hún hafði ekki við
honum, það var öruggt. —
Hvernig gerði hann það, hvern-
ig setti hann allt á hvolf hjá
þér?
Hann leit kuldalega á hana.
— Það var meiningin að hann
ætlaði að hitta mig hér klukk-
an hálfellefu. Ég hringdi til
hans í kvöld og sagði honum
að ég væri með skjöl, sem hann
þyrfti að skrifa undir. Ef allt
hefði farið eftir áætlun, þá
átti öllu að vera lokið, þegar
hann kæmi. Ljósin áttu að vera
komin í lag . . . allt átti að
líta sem eðlilegast út. Hann
átti ekki að gruna neitt . . .
Hann hrukkaði ennið.
— Hann kom þá til að vara
mig við, sagði Janet og rödd
hennar heyrðist varla. — Hann
kom til að vara mig við og ég
— Já, það var lánið mitt,
sagði Bill og hló kuldalega. —
Ég náði á honum taki, þegar
hann kom út úr svefnherberg-
inu, sló hann í rot og dró hann
hingað niður. Hann þagnaði
snöggvast. — Svona nú, það
þýðir ekki að vera að þessu
kjaftæði. Hann andvarpaði. —
Eiginlega þykir mér fyrir því
að gera þetta, að sumu leyti
er ég hrifinn af þér, en . . .
— En hvers vegna gerir þú
það þá? Hvers vegna? Hvers
vegna? tuldraði hún og hafði
ekki hugmynd um að hún var
farin að gráta.
— Ég verð að ná í pening-
ana þína, það er allt og sumt.
— Þú hefðir getað fengið þá,
án þess að gera þetta, sagði
hún. — Þú sagðir alltaf að þú
vildir ekki sjá þá.
— Þú hefðir átt að þröngva
mér til að þiggja þá, sagði hann.
— Ég kærði mig ekki um ein-
hverjar smáupphæðir. Ég vildi
hafa full umráð yfir öllu sam-
an.
— En hvers vegna sagðir þú
mér það ekki? Hún varð að
halda áfram að tala við hann.
— Þú átt við að ég hefði átt
að knékrjúpa fyrir þér? sagði
hann með hroka. — Hvers
vegna hefði ég átt að gera það?
Ég þurfti ekki annað en að
leika ástríkan eiginmann, þang-
að til Stephen slyppi úr fang-
elsinu. Hann var neyddur til
að koma hingað í hverfið. Hann
átti húseignir hér. Ég komst
að því að hann ætlaði að koma
hingað í kvöld. Ég frétti hjá
umboðsmönnum hans að hann
hafði skrifað þeim og beðið þá
um að láta húsið vera opið.
Hann ætlaði að sækja einhver
skjöl og svo átti að selja hús-
ið. Hann ætlaði svo að fara af
landi burt á morgun. Svo ég
varð að láta til skarar skríða
í kvöld. Þú skilur, þrátt fyrir
allt, varstu búin að ná fullri
heilsu. Sú var tíðin að ég hélt
að þú værir að verða brjáluð.
Það hefði verið auðveldara
fyrir mig . . .
Hún sá að þetta var tilgangs-
laust. Hann hafði undirbúið
allt svo vel. Og hún hafði sann-
arlega fengið honum trompin í
hendurnar. Stephen, sem hafði
ætlað að bjarga henni, var
hjálparvana sjálfur. En eitt-
hvað í fari Bills, þegar hann
kom til móts við hana, hroki
hans og fyrirlitning, gerði
hana reiða. Hún beið, þangað
til hann kom nær og þegar
hann ætlaði að grípa til henn-
ar, smeygði hún sér undan og
svo tók hún snöggt hliðarskref
og réðist á hann.
i Þetta kom honum á óvart og
eitt andartak hafði hún yfir-
höndina. Hann sleppti lampan-
um og greip um háls henni.
Hún klóraði hann í andlitið,
hún var ekki lengur svo hrædd
við hann, en hugsaði, sigri
hrósandi: Látum hann útskýra
rispurnar í andlitinu fyrir lög-
reglunni og sundurrifin fötin
sín.
Hann þrýsti fastar að hálsi
hennar og henni var ljóst að
hún gæti ekki lengi barizt á
móti, en hún reyndi samt að
þjarma að honum eftir megni.
Það var eins og dauði hennar
sjálfrar væri ekki aðalatriðið
lengur, það eina sem vakti fyr-
ir henni, var að meiða hann
eftir mætti.
Hún fann að það var farið að
suða ískyggilega fyrir eyrum
hennar og að hún var að því
komin að missa meðvitund, en
svo, allt í einu, sleppti hann
takinu um háls hennar og féll
til hliðar við hana. Hún saup
hveljur og fann hvernig loftið
streymdi aftur um lungu henn-
ar.
— Ég vona að ég hafi drepið
hann, heyrði hún Stephen
segja. — Ert þú . . . ert þú
ómeidd?
— Stephen, snökkti hún. —
Stephen, hvernig skeði þetta.
Hún þagnaði, þegar hún sá að
hann tók lampann upp og virti
36. TBL. VIKAN 31