Vikan - 07.09.1972, Page 34
Bók*með alhliða
jj
uppl/singum
um knattspyrnu
O
Fæst hjá næsta bóksala
HiLMiR HF. SKIPHOLTI 33
PÖSTHÓLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK
— Þú ert ekki í því ástandi
að þú getir farið út, svaraði
móðir hans. Richie reyndi að
komast framhjá henni en hras-
aði um stól og datt á gólfið.
Georg heyrði dynkinn niður til
sín og kom hlaupandi upp
Richie gat dregizt á fætur og
hann öskraði til föður síns. —
Sagðir þú lögreglunni að ég
væri undir áhrifum? — Sagðir
þú lögreglunni að ég væri
undir áhrifum?
Án þess að svara, gekk Ge-
org í burtu, en Richie hljóp á
eftir honum.
— Svaraðu mér! Svaraðu
mér! Hann var tekinn í fram-
an og titraði eins og lauf í
vindi.
• Og nú hófst síðasta atriðið
í þessum langa hræðilega harm-
leik. Georg var ljóst að ekkert
þýddi að tala við hann lengur.
Og svo var Georg líka orðinn
hræddur við Richie. Hræddur
við son sinn. Hræddur um að
hann myndi geta grandað bæði
honum sjálfum og Carol. Ge-
org fór. upp í svefnherbergi
þeirra hjónanna og náði í
skammbyssu sína, sem var
geymd á bak við rúrriið. Þar
hafði hann komið henni fyrir,
vegna þess að hann var hrædd-
ur um að Richie gæti fundið
hana og þá kannski skotið báða
foreldra sína. Honum var trú-
andi til þess, enda hafði hann
margoft hótað því.
• Georg stakk byssunni und-
ir beltið og gekk aftur niður
í kjallara. Það leið ekki lang-
ur tími þangað til Richie birt-
ist í kjallarastiganum. Hann
var valtur á fótunum, en
reyndi samt að fikra sig niður.
Hann var með hníf í hendinni.
Þegar hann var næstum kom-
inn til föður síns, lyfti hann
hnífnum og öskraði:
— Eg heimta svar við spurn-
ingu minni!
Georg svaraði honum með
því að taka byssuna og miða
henni á son sinn. Hann von-
aði að með því gæti hann hrætt
drenginn burt frá sér. En Ric-
hie baðaði út báðum handleggj-
um og öskraði:
— Jæja, þú ert þá með byssu.
Skjóttu þá!
Richie óð fram, óstyrkur á
fótum og hóf hnífinn á loft.
Georg losaði um öryggið á byss-
unni. Richie nam staðar, svo
baðaði hann aftur út höndun-
um og öskraði:
— Skjóttu þá!
Fingur Georgs titruðu
á gikknum.
Fingur föðurins. sem héldu
um gikkinn, titruðu. Von-
brigðin stóðu ljóslifandi fyrir
sjónum hans. Hann átti son,
sem reyndar var ekki lengur
sonur hans; sonur, sem var í
margra ljósára fjarlægð. Son-
ur hans var skeggjað barn,
sonur hans hótaði honum með
hnífi, sonur hans var undir
áhrifum eiturlyfja. Georg Di-
ener skaut.
Kúlan gekk beint inn í
hjarta Richies. Hann hallaðist
aftur að stiganum, hélt hönd-
unum um brjóstið og sá blóð-
ið. Hann reyndi aftur að lyfta
hnífnum, hnífskaftið var löðr-
andi í blóði.
Þá skaut Georg aftur. í þetta
sinn lenti kúlan í veggnum.
Richie reis upp og datt svo á
grúfu.
Georg greip í Carol, sem var
á leið niður stigann og ýtti
henni upp aftur og inn í dag-
stofuna. Svo hringdi hann til
lögreglunnar og í sjúkrabílinn.
Hann fór aftur niður í kjallar-
ann. Richie lá á gólfinu, hljóð-
ur, grafkyrr. Georg þreifaði á
slagæðinni, — en það fannst
enginn æðasláttur. Síðan dróst
hann upp stigann, gekk inn til
konu sinnar og settist við fæt-
ur hennar:
— Hann er dáinn. É'g skaut
son okkar.
—■ Þannig vildi ég aff sonur
okkar liti út.
Og nú skeði allt í einu.
Krufningalæknirinn sagði að í
líkama Richies hefði verið
mikið magn eiturlyfja, fimm
sinnum meira en nokkur lækn-
ir hefði skrifað upp á. Georg
var tekinn fastur og ákærður
um morð. Við réttarhöldin
sagði hann að hann hefði ver-
ið hræddur um líf sitt og skot-
ið son sinn í sjálfsvörn. Hann
sagðist hafa verið alvarlega
hræddur um líf konu sinnar
líka. Hann var sýknaður.
— Það eina, sem komst að
hjá mér, var að hann myndi
örugglega koma aftur og drepa
okkur, báða foreldrana, sagði
Georg. — Hann var svo oft
búinn að hóta því.
Þegar vinir Richies komu til
að líta á hann í síðasta sinn,
varð þeim mikið um, því að
þar sem hann lá í kistu sinni,
daginn fyrir jarðarförina,
var búið að raka af honum
skeggið og klippa hár hans. En
Georg sagði: — Þannig vildi ég
að sonur minn liti út.
• í seinni tíð er Georg far-
inn að læsa sig inni á herbergi
Richies. Þar liggur hann og
hugsar og á þann hátt segist
hann bezt komast í gegnum
andvökunæturnar. ☆
34 VIKAN 36. TBL.