Vikan


Vikan - 07.09.1972, Síða 38

Vikan - 07.09.1972, Síða 38
Skólaritvélcif brothef BROTHER skólaritvélar hafa farið sigurför um landið og eru nr. 1 á óskalista allra nemenda í landinu og allra þeirra, sem þurfa að nota ferðaritvélar. GERÐ 900 3 linubil, auöveld spássiustilling, 'h færsla, 3 litabandsstillingar, spássiuútlausn, og lyklaútlausn, ásláttarstillir. GERÐ 1350 Vélin, sem hagar sér eins og rafmagnsritvél meö hinni nýju sjálfvirku vagnfærslu áfram. 8 stillingar á dálka. Hefir auk þess alla kosti gerðar 900. Er i fallegri GERÐ 1510 Hefir alla kosti gerðar 1350 og auk þess valskúplingu og lausan dálkastilli þannig aö dálka má stilla inn eöa táka út hvar sem er á blaðinu. Mjög sterkbyggö vél í fallegri leöurlikistösku. GERÐ 1522 Sama vél og gerð 1510, en hefir 30 cm. vals i staö 24 cm. Mjög hentug varavél fyrir skrifstofur. tösku úr gerfiefni. BROTHER skólaritvélar eru úr stáli, eru fallegar og traustar, en kosta samt minna en allar sambærilegar vélar. 2 ár ábyrgð. , BORGARFELL Skólavöröustíg 23, sími 11372 konuna i rúminu með harðri hendi úr huga sér. Og nú tók hann til að umgangast konu sina sem ástfanginn elskhugi . . . Kvöld nokkurt óku þau saman eftir Buckeyestræti. Þaðan hélt hann út á Fagnaðarerindishæðina fyrir ofan Tjarnarvatn. Þar tók hann utan um Söru Hartman. Er hann stóð upp frá morgunverðar- borðinu og var á leið til skrifstofu sinnar, hélt hann nú eigi beina leið þangað, heldur gekk hann umhverfis borðið og kyssti konu sina á kinnina. Hann brosti aðeins er hugsanirnar um Katrinu Swift svifu inn i hug hans. Hann brosti, beindi augum sinum til himins. „Styrk þú mig, meistari,” hvislaði hann, - „haltu mér á hinum þrönga vegi I stöðugu starfi fyrir málefni þitt.” Og nú hófst hin raunverulega barátta í sál hins brúnskeggjaða prests. Af tilviljun komst hann að þvi að Katrin Swift hafði það fyrir vana að liggja I rúminu á kvöldin, sokkin niður i bókalestur. Lampi stóð á borði við rúmið og ljós hans flæddi niður hvitar axlirnar og nakinn hálsinn. Presturinn komst að þessu kvöld nokkurt. Það lryöld sat hann grafkyrr við skrifborð sitt frá þvi klukkan niu til klukkan að ganga tólf. Er ljósið var slökkt I herbergi hennar, staulaðist hann loks út úr kirkjunni og eigraði siðan i tvær stundir um göturnar og baðst fyrir. Hann vildi ekki kyssa axlir og háls Katrinar Swift, og hann hafði ekki heldur leyft huga sinum að dvelja við slikar hugsanir. Hann vissi ekki hvað hann vildi. „Ég er barn Guðs og hann verður að bjárga mér frá sjálfum mér,” æpti hann i myrkrinu undir trjánum er hann eigraði um strætin. Hann staðnæmdist undir tré og beindi augum sinum til himins, sem þakinn var æðandi skýjum. Hanh tók að tala innilega viö Guð, - innilega og náið: „Faðir, yfirgefðu mig ekki. Gef mér mátt til að gera við gatið á glugganum i lesstofunni á morgun. Beindu augum mínum aftur til himins. Dvel hjá mér, þjóni þínum. Dvel hjá honum á þrautastund.” Presturinn rölti fram og aftur um þögular göturnar og sál hans var i uppnámi vikum saman. Hann gat ekki skilið þá freistingu, sem hafði náð honum á vald sitt. Hann gat heldur eigi skilið, hvers vegna svo var komið, - hversvegna þessi freisting hafði gripið hann. Að vissu leyti tók hann nú að varpa sökinni á Guð. Hann sagði við sjálfan sig, að hann sjálfur hefði ætið reynt að halda sér á hinum þrönga, sanna vegi og hefði ekki leitað uppi vegu syndarinnar. „A æskuárum minum, já, allt mitt lif hef ég rækt starf mitt i kyrrþey,” hugsaði hann. „Hvi skyldi min vera freistað nú? Hvað hef ég gert af mér? Hvi var þessi byrði á mig lögð?” Haust þetta og fyrri hluta vetrarins læddist séra Curtis Hartman þrisvar sinnum úr úr húsi sínu til lesstofunnar i klukku- turninum til þess að stara þar I myrkrinu á likama Katrinar Swift, sem lá I rúmi sinu fyrir handan. Að þvi loknu eigraði hann um göturnar og baðst fyrir. Hann gat ekki skilið sjálfan sig. Vikum saman varð honum varla hugsað til Katrinar Swift kenn- slukonu. Þá taldi hann sér trú um að hann hefði sigrazt á sinni holdlegu löngun til að horfa á likama hennar. En svo gerðist ætið eitthvað, sem kom honum úr skorðum. Er hann sat, önnum kafinn, við að semja ræðu á skrifstofu sinni, gerðist hann skyndilega órólegur og æstur og tók til aö æða fram og aftur um gólfið. „Ég ætla að fara út á götu,” sagði hann þá við sjálfan sig. Er hann hafði opnað kirkju- dyrnar, mótmælti hann jafnvel þrákelknislega hinni sönnu orsök þessarar ferðar sinnar. „Ég ætla ekki að gera við gatið á glugganum, og ég ætla að æfa mig i að koma hingað á kvöldin og næturnar og sítja hér I návist þessarar konu, án þess að beina augum minum i áttina til hennar. Ég ætla ekki að láta þetta sigra mig. Drottinn hefur skapað þessa freistingu til að sannprófa sál mina og ég skal þreifa mig áfram af vegum myrkursins út I ljós réttlætisins.” Nótt nokkra i janúar, þegar nistandi kuldi grufði yfir jörðinni og strætin i Winesburg voru þakin snjó, fór séra Curtis Hartman I sina siðustu heimsókn i lesstofuna I klukkuturni kirkjunnar. Klukkan var farin aij ganga tiu, er hann gekk út úr húsi sinu. Hann flýtti sér svo Sí stað, að hann gleymdi að fara i skóhllfarnar. 1 Aðalstræti var enginn á ferli nema nætur- vörðurinn, hann Hop Higgins. Enginn var vakandi i öllum bænum nema hinn ungi Georg Willard, sem sat I skrifstofu bæjarblaðsins og reyndi að skrifa sögu. Presturinn hélt eftir strætinu áleiðis til kirkjunnar. Hann óð skaflana og hugsaði um það, að I þetta skipti myndi hann gefa sig algerlegasyndinni á vald. „Ég vil horfa á konuna og hugsa mér að ég væri að kyssa axlir hennar. Og ég ætla að lofa sjálfum mér að hugsa, hvað sem ég vil,” æpti hann biturt I hugarfylgsnum sinurh. Það komu tár fram I augu honum. Hann tók að hugsa um að hann myndi hætta prestsstörfum og reyna einhverja aðra hlið lifsins. „Ég ætla að fara i einhvern annan bæ og hefja viðskipti,” hugsaði hann. „Fyrst eðli mitt er þannig, að ég get ekki staðizt freistinguna, - get ekki hamlað á móti syndinni, mun ég gefa mig algerlega syndinni á vald. Að minnsta kosti ætla ég mér ekki að verða hræsnari, sem prédikar orð Drottins, um leið og hann hugsar um axlir og háls konu, sem er ekki hans.” Það var kalt I lesstofunni' I kirk- juturninum þessa janúarnótt. Séra Curtis Hartman gerði sér fljótt grein fyrir þvi, þegar hann var kominn þangað inn, að honum yrði liklega illt af kulda, ef honum dveldist þar nokkuð aö ráði. t herberginu andspænis honum var Katrin Swift ekki enn komin i ljós. Með föstum ásetningi settist presfurinn og beið. Hann sat þarna á stólnum og kreisti borðröndina fyrir framan sig, svo að hnúarnir hvitnuðu. A borðinu lá biblian. Um hug hans æddu nú myrkustu hugsanir lifs hans. Hann hugsaði um konu sina, og á 38 VIKAN / 36. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.