Vikan


Vikan - 07.09.1972, Side 41

Vikan - 07.09.1972, Side 41
óþarfa tilfinningasemi. Þessa trú á draugagang i húsinu, þó aö stúlku-veslingur hefði hengt sig þar fyrir mörgum árum, vildi hann ekki heyra nefnda á nafn, fremur en hverja aðra vitleysu. En þrátt fyrir þetta, gat hann ekki annað en sett þessa tvo at- burði i samband. Það var rétt eins og eitthvert dularafl hefði rekiö veslings stúlkuna, sem var þegar staðráðin i að stytta sér aldur, einmitt i þetta draugalega hús, sem svo mikið óorð var á. Þegar hann kom að hliðinu, sá hann hóp af forvitnum þorps- búum, sem höfðu þegar safnazt þar saman. Það var sýnilegt, að frú Chad hafði náð sér nægilega til þess að koma sögunni út um allt þorpið. Og enginn vafi var á, að þorpsbúar töldu þá sögu næga sönnun þess, að reimt væri i húsinu. Tilgáta læknisins, að húsið yrði aldrei framar leigt út, mátti heita örugg vissa. Sen- nilega yrði húsið tafarlitið rifið niður, og þá mundu sögurnar, sem þvi fylgdu, falla i fyrnsku. Um þetta var Everley að hugsa, þegar sjúkravagninn kom að húsinu, og ekillinn var með rauöakrossbindi um handlegginn. — Nú, þarna komið þér, sagði Everley. — Takið þið börurnar og komið með mér. Það er lfk, sem þarf að flytja i likhúsiö. Viljið þér hjálpa okkur, Holley? Maðurinn fylgdi eftir inn i eldhúsið og leit undan, er hann sá stirðnað likið liggja á gólfinu. Everley og Holley lyftu þvi varlega upp á börurnar. Þeir ætluðu svo að fara að taka þær upp, þegar ekillinn á sjúkra- vagninum kom að. — Ég skal taka undir annan endann, fulltrúi, sagði hann. Um leiö og hann teygði sig til að taka upp börurnar, varð honum litið á andlitið á likinu. — Mér finnst ég hafa séð þessa konu áður, sagði hann. — Ef þér hafið séð hana, hver er hún þá? spurði Everley. — Ég ætti að þekkja hana, þvi aö ég ók henni að þessu sama húsi, ekki’alls fyrir löngu, þegar hún bjó i „Hafgúunni” i Waldhurst. Við skulum nú sjá, hvort ég get iríunað naf- nið . . .Barton ... barrett. . .Nei, Bartlett. Já, Bartlett hét hún. 6. kafli. Rétt i bili gat Everley fulltrúi ekki munað, hvar hann hefði heyrt þetta nafn áður. Þá mundi hann allt i einu eftir samtali sinu við Heath lækni i Quarley, eftir réttarhaldiö yfir liki Vilmaes. Nú datt honum snögglega i hug hugsanleg ástæða til sjálfsmorðs veslings stúlkunnar. En hann haföi vit á að nefna það ekki við neinn. — Nú, svo það hét hún? svaraði hann, eins og honum stæði alveg á sama. — Jæja, við verðum að koma boðum til aðstandenda hennar seinna. Takið þið nú upp börurnar og við skulum komast af stað. Börurnar voru nú settar i vagninn og haldið af stað. Everley fór með þeim og sá um innlagningu liksins i likhúsið. Að þvi loknu hélt hann til „Hafgúunnar”, sem var gamalt hús við torgið og eina almenni- lega gistihúsið, sem til var i Waldhurst. Hann var ekki fyrr kominn inn en gestgjafinn kom til hans. —■ Góðan daginn, fulltrúi, sagði hann, vingjarnlega. Ég sá sjúkrabilinn og yðar bil standa fyrir utan likhúsið, rétt áðan. Hefur orðið slys? — Já, yfir i Moreby, sagði Everley. — Og sannast að segja, kom ég hingað I sambandi við það. Ég heyri, að hér hafði búið kona að nafni Bartlett. ,Er það rétt hermt? — Já, að vissu leyti, sagði gest- gjafinn. — Ungfrú Bartlett bjó hér i nokkra daga, en hún fór til London i síðustu viku, minnir mig. Komið þér inn i skrif- stofuna, þá get ég sagt yður það fyrir vist. Þeir gengu þangað, og gest- gjafinn kom með gestabókina sina. — Nú skulum við sjá, sagði hann og renndi fingri eftir dálkinum. — Jú, hér er það. Hún hefur komið hingað 20. júni og farið 3. júli. Fór með lestinni kl. 3.30 til London. Viljið þér sjá sjálfur? Hann ýtti bókinni til fulltrúans, sem áthugaði hana vandlega. Nafnið var skrifað með flúraöri hönd, og var Cynthia Bartlett, Belmont, Street 14, Chelsea. Everley skrifaöi upp heimilis- fangið og rétti siöan gest- gjafanum bókina aftur. — Mig langar til að leggja fyrir yöur nokkrar spurningar viövik- jandi þessari stúlku. 1 fyrsta lagi: Vitið þér hvaöan hún kom, þegar hún settist hér aö? — Hún kom siðla dags með lestinni frá London. Ég veit það, af þvi aö ég sendi vagn á stööina. Daginn áður fékk ég bréf frá henni með þessu heimilisfangi, þar sem hún bað um að ætla sér herbergi, og tók til lestina, sem hún kæmi með. En ég er hræddur um, að ég hafi fleygt bréfinu. — Svo hún kom frá London? Og fór aftur siðdegis þann 3.? Eruö þér viss um það? — Eins viss og ég get orðið. Ég sendi hana á stöðina i vagninum og maðurinn frá mér sá á eftir henni inn i lestina, og lestin stanzar ekki fyrr en i London. Þér getið sjálfur gáð að þvi, ef þér viljið. — Nei, þess þarf ekki. Töluöuð þér nokkuð við ungfrú Bartlett meðan hún dvaldi hér? Gestgjafinn brosti. — Já, ég talaði við hana þó nokkrum sinnum. Mér fannst hún dálitið einkennileg. Ekki, aö ég vilji segja henni neitt til lasts. Hún var mjög svo almennileg við mig og konuna mina, og okkur þótti leitt þegar hún fór. En hún hagaöi sér miklu likar karlmanni en konu — ef þér skiljið, hvaö ég á við. — Nei, ég get ekki sagt, að ég skilji það. Eigið þér við, að þér hélduð hana vera dulbúinn karlmann? — Nei, hreint ekki! sagöi gest- gjafinn, eins og honum ofbyði slik hugmynd. — En ég skalreyna aö útskýra þetta. Alla jafna er okkur ekkert vel við að hafa konur fyrir gesti, nema þá þær séu með mönnum sinum. Eins og þér sjáiö, er gistihúsiö ekki stórt. Við höfum ekki annan almenning hér en reykskálann, sem jafn- framt er drykkjustofa, og þar kærir kvenfólk sig yfirleitt ekki um aö vera. Viö höfum litla setustofu, aðnafninu til, en þar er einmanalegt fyrir eina konu. Meö öörum orðum: við erum alltaf i hálfgerðum vandræðum með svona kvenfólk. — Ég skil. Og voruð þér þá i vandræðum með ungfrú Bartlett? — Hreint ekki. Strax fyrsta kvöldið, sem hún var hér, var hún einsogheimamaður. Húnkom og sat hjá mér og konimni, inni hjá okkur,.og talaði við okkur eins og gamall kunningi. Og hún var viðkunnanleg, og virtist vel stæð. — Sagði hún •nokkuð um ástæöuna til dvalar sinnar i Waldhurst? — Já, það sagði hún okkur þegar I stað. Viö skildum ekki almennilega, hversvegna hún væri aö koma hingað, þvi að hér er ekki mikið til að draga að ferðafólk, og svo beinðum við talinu að þvi. Ungfrú Bartlett sagðist kunna vel við sig hér um slóðir, og talaði um að leigja sér hús hér einhversstaðar. Mér skildist jafnvel, að hún hefði verið hér einhverntima áður. Og ég held, að hún hafi litið á nokkur hús, meðan hún stóð við. — Fann hún þá ekkert, sem henni likaði? — Það hld ég ekki. En þar fyrir hafði hún ekki gefiö upp alla von. Þegar hún fór, sagðist hún veröa bráölega á feröinni aftur. Ég benti henni á Morley & Briggs, strax þegar hún kom, og hjá þeim fékk hún einhverjar upplýsingar, veitég, þviaö hún sýndi mér þær. Svo leigöi hún sér bil hjá White, skömmu seinna, og fór að lita á húsin. Maöurinn, sem ók sjúkra- bflnu'm áöan, er frá White, og hann ók meö hana i þessa ferö. Framhald á næstu síðu. 36. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.