Vikan - 07.09.1972, Page 46
sem var í eigu kaþólsks bisk-
ups er Rozman hét, en bróðir
þessa kirkjuhöfðingja var
kommúnisti. Þá snæddu full-
trúar við borð þakin damaski
og drukku úr kristalskaleikum
herleg vín úr kjallara biskups.
Þaðan fór Broz til Brno og
þóttist þá vera tékkneskur
verkfræðingur að nafni To-
manek. Það gekk eins og í sögu,
þar eð hann kunni tékknesku.
f Brno tók hann upp nafnið
Walter og hélt áfram til
Moskvu, þar sem við tók nám
í skóla hjá Komintern.
Hann var ekkert slorlega
undir námið búinn, talaði rúss-
nesku og þýzku reiprennandi,
gat lesið M!arx og Iienín á
frummálunum, hafði margsýnt
að pólitísk trú hans var óbil-
andi og var ósvikinn sonur
verkalýðsstéttarinnar.
Honum var vísað til „Balk-
an-deildarinnar“, en yfirmaður
hennar var þá Þjóðverjinn Wil-
helm Pieck, fékk skrifstofu
ásamt ritara í Mahóvaja-götu,
nálægt Rauða torginu, og bjó
eins og margir aðrir útlendir
félagar í Hotel Lúx í Gorkí-
götu.
Þessi fræga bygging var
fimm hæðir og herbergin fimm
hundruð, gangamir langir og
skuggalegir. Broz var úthlutað
litlu herbergi á fjórðu hæð. Þar
var skápur, borð, stóll og vatns-
skál, en ekki annað húsgagna.
Á vissum tímum var hægt að
komast í steypibað í stóru her-
bergi þar til gerðu, og á hverri
hæð var stórt eldhús, þar sem
hver gat mallað ofan í sig sjálf-
ur.
Allir sem bjuggu í Lúx
gengu undir dulnefnum. Það
var skylda. Svo að það gat
verið allt annað en auðvelt að
finna út með hverjum maður
bjó. Með tímanum komst Broz
þó að því að þarna bjuggu
ásamt honum tíma og tíma
Þjóðverjinn Ulbricht, Tékkinn
Gottwald, Búlgarinn Dimitrof,
Frakkinn Thorez og ítalinn
Togliatti.
Þarna voru lika næstum tvö
hundruð Júgóslavar, sem stund-
uðu nám í ýmsum stofnunum
eða unnu hjá Komintern. Með-
al þeirra var útbreiddur sá við-
sjárverði ávani að gagnrýna
kennisetningar, sem þegar
höfðu öðlazt fulla staðfestingu
á æðstu stöðum, og stilltu sig
jafnvel ekki um að blaðra um
þetta við hvern sem var. Enda
áttu fáir afturkvæmt til föður-
landsins.
Josip Broz var orðinn sæmi-
lega lærður í lífsins skóla. Hon-
um var ljóst að vel gat hugs-
azt að veggirnir hefðu eyru,
og hann efaðist ekki andartak
um að þjónarnir í Lúx stæðu í
sambandi við sovézku leynilög-
regluna, NKVD. Hann ástund-
aði því gætni í talL
Hann hafði gert sér vonir
um endurfundi við konu sína
og son í Moskvu, en Pelagea
vildi ekkert af honum vita
framar. Drenginn fékk hann þó
oft að hitta hjá grannkonu móð-
ur hans. Zarko var þá orðinn
fjórtán ára.
Broz-Walter-Tito stóð sig vel
í starfinu og hlaut lof félag-
anna Piecks og Dimitrofs. Um
vináttu var þó ekki beinlínis
að ræða milli þessara manna.
Þeir mátu hver annan eftir
stöðugleika á flokkslínunni og
dugnaði. Maðurinn var aðeins
fruma í samfélaginu. Vináttu-
bönd voru einstaklingslegs eðl-
is, og einstaklingurinn átti að-
eins að hafa tr-yggðartaugar til
eins aðila: flokksins. Fyrsta og
æðsta boðorðið lagði áhérzlu á
einingu í Flokknum, það er að
segja hlýðni við æðstu máttar-
völd hans í Moskvu. Hlutverk
Kominterns var að miðla fyr-
irmælum þeirra máttarvalda
um veröld víða. Hjá því störf-
uðu félagar úr flestum löndum
jarðar, en ákvarðanirnar tóku
Rússar.
Á árunum 1935—1937 var
kommúnistaflokki Júgóslavíu
hérumbil útrýmt. í heimaland-
inu þurrkaði lögregla konungs
út eina leyniselluna af annarri,
og í Moskvu hurfu Júgóslav-
arnir unnvörpum og sáust ekki
framar. Og það var ekki talin
háttvísi að spyrjast fyrir um
örlög þeirra.
Markverðasti atburður um
þetta leyti í lífi Titos var heims-
þing Kominterns í ágúst 1935,
er stóð yfir í fjórar vikur og
haldið var í stórkostlegum
súlnasal fyrrverandi aðals-
klúbbs. Þar var bróðurflokkun-
um erlendis gefið til kynna að
nú færi vel á því að þeir
gengju til samvinnu við aðra
flokka, meira að segja sósíal-
demókrata, sem til þessa höfðu
verið kallaðir verstir óvina.
Valdataka Hitlers í Þýzka-
landi hafði knúð fram nýja
stefnu í utanríkismálum Sov-
étríkjanna. Eftir fyrri heims-
styrjöldina höfðu þau hallazt
að samvinnu við Þýzkaland, en
með tilkomu Hitlers var úti
um það, að minnsta kosti í
bráðina. Sovétmenn gengu því
til bandalags við Frakkland og
Tékkóslóvakíu. Og Komintern
breytti sinni stefnu í samræmi
við það.
Á heimsþingi þessu sá Tito
Stalín í fyrsta skipti. Hinn
mikli maður var viðstaddur
opnun ráðstefnunnar, sem hann
talaði um af mestu fyrirlitn-
ingu og kallaði „mangaramark-
að“. Hann var auðvitað hyllt-
ur ákaflega og ávörp flutt hon-
um til dýrðar. Hann hlustaði
á setningarræðuna, sem Wil-
helm Pieck flutti, og Interna-
tionalinn og dró sig svo í hlé.
Honum fylgdu þeir tveir menn,
sem sáu um framkvæmd hreins-
ananna, Jesjof lögreglustjóri,
einstaklega óhandlatur maður,
og hinn óþreytandi rannsókna-
dómari Sakovskí, sem lét hafa
eftir sér: „Eg hefði jafnvel get-
að fengið Karl Marx til að
játa.“
Til þessa hafði frami Titos
í júgóslavneska kommúnista-
flokknum verið lítill, enda ekki
verið litið á hann sem heppi-
legan stjórnmálamann, þrátt
fyrir góða greind og mikla
tungumálakunnáttu. En hreins-
anirnar urðu til að greiða fyrir
honum: forusta flokksins hafði
verið nærfellt þurrkuð út, og
þá lá beint við að aðrir, sem
til þessa hafði farið heldur lít-
ið fyrir, hækkuðu í tign. Hann
var um síðir gerður skipu-
lagningarst j óri flokksins, og
var þá enginn honum æðri í
flokknum nema Gorkic, sem
hafði aðalstöðvar sínar í Vín-
arborg.
í október 1936 var Tito aftur
sendur á faraldsfót. Hann fékk
nýtt vegabréf og fyrirmæli um
að hreinsa leifar júgóslavneska
kommúnistaflokksins heima
fyrir (þær töldu þá aðeins tvö
þúsund manns, er fóru huldu
höfði) af siðspillandi öflum og
afla sjálfboðaliða í spænska
borgarastríðið.
í októberlok kom hann til
Vínar. En þá hafði austurríska
lögreglan lagt hald á spjald-
skrá júgóslavneska kommún-
istaflokksins, sem flóttamenn
úr flokknum staddir í Vín höfðu
í sínum fórum. Vín var því
ekki framar öruggur staður
fyrir júgóslavneskan kommún-
ista. Ákveðið var að setja upp
nýjar höfuðstöðvar fyrir flokk-
inn í París, þar eð vinstri
stjórn Léons Blums var komm-
únistum hliðholl.
í París bjó Tito á litlu hóteli
í Rue des Bernardins. Hann
lærði frönsku, og var hún sjö-
unda tungumálið, sem hann
náði valdi á. Hann réð júgó-
slavneska sjálfboðaliða og
sendi til Spánar. Það var
minnstur vandinn að útvega
menn, en erfiðara að sjá þeim
fyrir flutningi. Flestir sjálf-
boðaliðanna voru flóttamenn
og fóru huldu höfði, og þeim
þurfti að útvega falska papp-
íra. Alls tókst Tito að koma
tólf hundruð j úgóslavneskum
sjálfboðaliðum í stríðið með
spænsku lýðveldisstjórninni.
Aðeins þrjú hundruð komu
lifandi úr þeirri orrahríð. Þeir
voru "þó nógu margir til að
mynda vísinn að skæruher
46 VIKAN 36. TBL.