Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 51
Jónas Björnsson frá Svarfhóli,
lireppstjóri á Akranesi var einstak-
ur stillingarmaður og orðvar. Hann
var lengi formaður á Skaganum.
Einu sinni sem oftar var hann að
búast í róður á vertíð og skyldu há-
setar hans aka lóðunum á hand-
vagna niður á bryggju. Bryggjan
var klökul og flughál.
Þeir misstu þá stjórn á vagnin-
um og rann hann með lóðirnar útaf
bryggjunni og í sjóinn.
Hásetarnir bjuggust nú ekki við
hýrum kveðjum frá formanni sín-
um, því að ekki var um róður að
ræða þann daginn. En því var við
brugðið hvernig Jónas brást við.
Hann leit niður fyrir bryggjuna og
sagði aðeins:
„Ekki ætlaði ég nú að leggja
hérna.“
OoO
Sjálandsbiskup var eitt sinn að
vísitera í umdæmi sínu og í einni
borginni hélt hann blaðamanna-
fund.
Hann var í góðu skapi og reitti
af sér marga brandara.
„En, piltar mínir,“ sagði hann,
„þið megið helzt ekki láta gaman-
yrði mín koma í blöðunum, því ég
ætla að eiga þau til góða og nota
þau í veizlu, sem ég verð gestur í
hérna á morgun. Blaðamennirnir
lofuðu því og efndu. En í einu blað-
anna stóð: „Og að lokum sagði
biskupinn okkur blaðamönnunum
nokkrar bráðskemmtilegar skrítlur,
sem því miður er ekki hægt að
birta opinberlega!“
OoO
Kristján konungur tíundi var al-
þekktur fyrir léttan húmör.
Eitt sinn á ferð í Danmörku kom
kóngur við í smábæ. Auðvitað var
lúðrasveit bæjarins mætt og hóf að
blása „Kong Christian“ á móttöku-
stað, af miklum móði.
Kóngur hlustaði á lagið, enda
hafði hann eyra fyrir músik, gekk
svo brosandi til stjórnandans og
rétti honum 100 kr. seðil:
„Kærar þakkir, vinur minn, —
°g 100 kallinn er fyrir nótum að
lagi, sem heitir „Kong Christian“.“
LOFTLEIDIR
ICELANDIC
Hratt fIjúga þotur -
hratt flýr stund
Nýtið því naumar sfundir.
Notið hraðferðir Loftleiða
heiman og heim.
Njótið hagkvæmra
greiðslukjara Loftleiða.
Flugfar strax-far greitt síðar.
30 þotuferðiríhverri viku
til Evrópu og Ameríku
með DC-8
OoO