Vikan


Vikan - 09.11.1972, Síða 7

Vikan - 09.11.1972, Síða 7
MIG DREVMDI AÐ DETTA AF HESTBAKI Kæri þáttur! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mér fannst ég og vinkona mín vera að labba í kaupstað á Norðurlandi. Þá komu gangandi tveir hestar, annar var með hnakk og beizli, en hinn hafði hvorugt. Vinkona mín segir: „Við skulum fara á þessum hesti heim til A.“ Svo gengur hún að hestinum, sem hafði reiðtygin, og fer á bak, en ég fer á bak hinum. Því næst leggjum við af stað, en förum ekki sömu leið. Þegar ég er að verða komin á áfangastað, heyri ég neyðaróp og sé, að vinkona mín liggur á götunni stutt frá og hesturinn hjá henni. Ég fer til hennar og segi: „Gekk þetta svona illa hjá þér? Það gekk svo vel hjá mér.“ „Má ég sjá, hvað gekk vel hjá þér?“ segir hún. Ég ríð af stað, en allt í eirtu tekur hesturinn á sprett og ég dett af baki, og í því vaknaði ég. Þessi draumur var svo skýr, að þegar ég vaknaði hélt ég að ég væri stórslösuð. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Gugga. P.S. Ég gleymdi að taka fram, að hestarnir voru brúnir. Hestar hafa löngum verið algengt tákn í draumi, og það hefur jafnan verið talið fyrir einhverju tjóni að dreyma, að maður detti af baki. Við teljum, að ekki sé um eigin- legt tjón að ræða í þínum draumi, heldur ráðum við hann þannig, að þið vinkonumar verðið ósammála í einhverju máli. Og það kemur í ljós, að hún hefur rétt fyrir sér, en þú rangt. Hins vegar verður þessi deila ykkar til þess, að þið verðið betri vinkonur á eftir. Við ráðum þetta af því, að brúnir hestar eru alltaf fyrir einhverju mjög góðu. í FULLRIALVÖRU ÞEGAR UNGLINGAR GIFTAST Það er staðryend, að margt fólk giftist nú á tímum miklu yngra en áður tíðkaðist. Til þess liggja ýmsar ástæður, með- al annars sú, að unglingar hafa nú ólíkt meiri fjárráð en áður, og stofnun heimilis byggist að verulegu leyti á rúm- um fjárhag. Þess eru allmörg dæmi, að fólk giftist innan tvítugsald- urs, eða á táningsaldri, sem svo er nefndur. Því miður vill oft verða stutt í hjónaböndum svo ungs og óreynds fólks, og verða vonbrigðin auðvitað mest hjá ungu hjónunum sjálfum, en þau höfðu talið sig fær í flestan sjó. í Bandaríkjunum eru gelgjuskeiðs-hjónabönd orðin svo algeng, að ekki er nema eðlilegt, að' allmörg þeirra rynist skammvinn. En sálfræðingar telja, að unnt myndi að rétta mörg þeirra við, ef takast mætti að auka skilning hinna ungu hjóna á vandamálum lífsins. Dr. Marion Hilliard segir í einni af bókum sínum: Ungur piltur og stúlka, sem elskast, halda oft, að tími sé kominn til að gifta sig, þegar þau hafa orðið það hátt kaup, að þau geti stofnað heimili, hvað fjárhaginn snertir, — þegar vinir þeirra fara að gifta sig — eða þau hafa verið trúlofuð í nokkur ár. En þetta eru viðsjárverð sjónarmið. Þá fyrst er stundin komin til að ganga í heilagt hjónaband, þegar ungu hjónin eru orðin það þroskuð, að þau geta gert sér fulla grein fyrir, hvílík ábyrgð fylgir hjúskapnum. Auk þess er mikilvægt, að þau hafi bæði kynnzt sannri ást og kunni að greina hana frá holdlegri aðlöðun. Meðvitund þess, að maðurinn þarfnast návistar annarrar mannveru, til þess að hann njóti sín til fullnustu, er þriðja einkenni þess, að tími sé kominn til að giftast. TVEIR HARLOKKAR Kæri draumráðandi! Ég ætla að senda þér draum, sem ég vona, að þú ráðir fyrir mig. Ég hef einu sinni áður sent þér draum, en hann var ekki birtur. Hér kemur þá draumurinn: Ég var stödd í herbergi undir súð, en samt fannst mér ég vera niSri í kjallara. Það var strákur að bursta eða greiða á mér hárið. (Ég og þessi strákur erum engir vinir, en þekktumst samt einu sinni). Ég var mjög hamingjusöm og ánægð. Ég hélt á lokk úr mér og líka honum og vafði þeim saman. Minn lokkur var lengri en hans. Ég sneri mér við og sá þá, að hann sneri í mig bakinu. Ég tók sérstaklega eftir því, að hárið á honum var mjög glansandi. En þá vaknaði ég. Með fyrirfram þakklæti fyrir ráðninguna. Kær kveðja. S.O. Þessi draumur er áreiðanlega fyrir góðu. Og þótt þú undirstrikir, að þú sért enginn vinur þessa stráks, þá virð- ist sú afstaða þín breytast, ef nokkuð er að marka þennan draum. Að minnsta kosti muntu hafa mikið af honum að segja á næstunni og þau samskipti verða farsæl og ykkur báðum til ánægju. Bæði karlar og konur þarfnast allrar þeirrar fræðslu og menntunar, sem þau eiga völ á, svo að þau verði færari í lífsbaráttunni. Þau ár, sem menn nefna gelgjuskeið, eru hentugasti námstími þeirra. Af þeirri ástæðu er ráðlegast að fresta öllum giftingaráformum á þeim aldri. Dr. Hilliard leggur áherzlu á, að sambúð hjóna krefjist vissrar tæknilegrar reynslu og auk þess staðgóðrar þekk- ingar á afleiðingum hverrar athafnar þeirra. Segja má að vísu, að um þetta geti fólk fræðzt af þeim, sem giftir eru, en fræðsla eftir þeim leiðum vill oft reynast of dýru verði keypt. Þroski, reynsla og heilbrigð lífsskoðun verður ávallt þyngst á metunum, þegar leysa þarf hjúskaparmálin. Svo virðist oft sem kornungt fólk nú á dögum sé furðu þroskað og vel að sér, einnig hvað líffræðilegar staðreynd- ir snertir. En þegar öllu er á botninn hvolft, reynist sú þekking einna líkust ómeltum utanbókarlærdómi. Er mik- ið efamál, hvort nútímaunglingar þroskast nokkuð fyrr en eldri kynslóðirnar gerðu á þeirra aldri. Munurinn er að- eins sá, að þeir fræðast meira af bókum, sjónvarpi, útvarpi o. s. frv. Dr. Hilliard segir: Táningar vorra tíma — bæði piltar og stúlkur — þarfnast fullkomins öryggis á heimilum sínum. Þeir verða að finna, að þeir eigi sér þar athvarf. Þá munu þeir öðlast þá öryggiskennd, sem fleytir þeim farsællega yfir fyrstu brimöldur fullorðinsáranna.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.