Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 42

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 42
frá skráutljósunum endur- köstuöust frá demöntunum i eyrnarlokkunum og hringnum á krepptu höndunum. Ryan komst aö þeirri niöurstööu, aö liklega heföi hún getaö veriö ásjáleg, fyrir svo sem hálfri öld. Um þaö leyti sem hún yfirgaf hann og fór I matinn, vissi hann nöfnin á barnabörnunum hennar I Hollandi. Hún kvaöst hafa veriö I kynnisferö til sonar slns i Am- sterdamT Og svo haföi hann skoöaö klessulegar myndir af börnunum. Ennfremur vissi hann nú flatarmál og uppskeru appel- sinuakranna hennar i Trans- vaal og ævisögu alls innlenda vinnufólksins, sem haföi þjónaö henni I þrjár kynslóöir. En I staöinn fann hann, aö hann var farinn aö svara spurningum hennar um heimili sitt, skyld- fólkiö, atvinnuna og álit hans á geimfaranum rússneska, svörtu innfiytjendunum i Englandi og á Bandarikjaforsetanum unga. Hún safnaöi fróöleik meö álika áfergju og aörar konur gætu safnaö skeljum eöa postulini. Hann varö hissa, aö þegar hún fór, var ekki trútt um, aö hann saknaöi hennar. Hún var hálfhikandi er hún tók upp stóru handtöskuna; og sagöi: — Ég á von á gesti I kvöldverö. Kanfiski vilduö þér vera svo vænn aö fylgja okkur á kabaret- sýninguna? Mig langar til aö sjá þessa Rússa. — Það væri mér ánægja, sagöi hann og hneigöi sig. Og honum var meira aö segja alvara. En um leið og hann sá Jacko stefna að boröinu hjá sér, ásamt leynilögreglumanni, vissi hann, aö nú voru einhver vandræði á feröum. Fljótt á litiö var þessi kvlöi hans alveg úti hött. Hann þekkti r,npf7f*P m q irir Qpm 9 r Suöur—-Afrikumaöur. Þeir höfðu hitzt nokkrum feröum áöur i Lorenco Marques, þar sem majórinn haföi veriö i frii, ásamt konu sinni og laglegri dóttur. Eölilegustu viðbrögö hans viö þessum fundi þeirra svona langt burtu þaðan, sem þeir höföu hitzt siöast, heföu veriö undrun en alls ekki neinn kviöi. Eöa þaö reyndi Ryan aö telja sjálfum sér trú um. En hann gat nú samt ekki leynt kvlðanum I röddinni, þegar hann rétti fram höndina. — Hvernig ber yður aö á þen- nan óliklegasta staö? Hann fann sjálfur, aö rómurinn var ekki eðlilegur. — Á Dakotavél og ég er fegnastur aö mega stiga út úr henni stúndarkorn. Majórinn tók I hönd hans og sjœllti sér niöur I strástól, svo aö brakaöi i. — Viö áttum aö vera komnir á undan ykkur. Ég ætlaöi aö ná i ykkur á flugvellinum, en svo varö smábilun, sem tafði okkur i Dar—es—Salaam. Jacko benti þjóni meö vefjar- hött og baö um veitingar. Svo laut hann yfir boröiö og hleypti brúnum — aldrei þessu v.ant. — Sjáöu til, kall minn, sagöi hann lágt og tafsaöi. — Þaö litur helzt út fyrir, aö viö séum aö komast I, klandur. En kannski er betra, aö majórinn segi þér þaö sjálfur. Coetzee var aö kveikja i pipunni sinni. Hann hristi hægt út logann á eldspitunni og braut hana siöan ' *vennt milli ItniirHnna — Mér þykir þaö leitt, en ég verö vist aö fækka farþegunum ykkar um einn. Ryan renndi i huganum aftur eftir sætarööinni og rifjaöi upp fyrir sér hvern einstakan lar- þega. —-Hvern þeirra, og fyrir hvað? spuröi hann hvasst. Coetzee tók farþegaskrána upp úr vasa sinum og athugaði hana. — Frú Dolly de Vries, fyrir demantasmygl, sagöi hann. Ryan stórlétti og hann rak upp skellihlátur. Auðvitaö náöi þetta ekki nokkurri átt. — Hafið þér hitt hana? spurði hann. — Þetta er algjör mis- skilningur. — Ekki trúi ég þvi, vinur. Majórinn stakk aftur hendi i vasa. — Ég hafði úrskurö um aö leita i herberginu hennar, og það geröi ég, meðan sú góöa kona var aö skoöa sig um. Og þetta fann ég. Hann setti litiö glas á boröið hjá þeim. Bryan leit forvitinn á miöann. — Svefntöflur. Hvaö er athugavert viö það? — Aðgætiö þér betur. Majórinn sneri glasinu i sólbrenndum fingrunum og lét birtuna skina á þaö. — Blahvitir demantar. Grafnir upp i Afriku. Slipaöir i Amsterdam. Lögreglumaöurinn fullyrti, að hún væri sönn aö sök. — Hún< og synir hennar hafa stundaö þetta árum saman. Við höfum lengi haft þau grunuö, en fengum bara ekki sannanir fyrr en nýlega. Yngri sonurinn rekur búskap meö henni, skammt frá Hvitánni. Hann var milligöngu- maöur og tók steinana úr námunum á landareigninni þeirra og flutti þá til bróður sins i Hollandi. Svo láta þeir slipa þá i Amsterdam og fljúga svo aftur meö þá til Suður — Afriku. Við getum ekki tekiö hana fasta fyrr en hún er komin þangaö, en ég hef skipun um aö fylgjast meö henni héöan. — Til hvers væri þaö? spuröi Ryan. — Ekkert gæti hún gert af sér hérna I eyöimörkinnis-Og svo er enginn timi til þess. Viö leggjum af staö I dögun. — Jú, vist er timinn nógur og þaö notar hún sér áreiöánlega. Svo viröist sem sonurinn hafi alltaf skilið eftir helminginn af steinunum hérna, hjá um- boðsmanni, sém svo sendir þá niöur eftir Nil og selur þá svo viö ofsaveröi I Kairo. Þessvegna var ég sendur hingað . . .til þess að grlpa hana glóövolga, ef hægt væri. Og skjátlist mér ekki þvi meir, þá hittir hún um- boðsmanninn i kvöld. Þá mundi Ryan eftir þessum manni, sem hún ætlaöi með á kabaretsýninguna. — Nú, jæja þá . . .. — Ég vona, að þig getið gert þetta svo litið beri á, sagði hann VPK'rlH'íflort o p|(I/ ‘ ->* handjárna i:ana eöa þessháttar. iviajúiiiin .Hi,., i.i,íw nema hún fari að veröa óþæg En mér fannst þið tveir ættuö að vita um þaö. Frá þeirri stundu er gamla konan kom úti húsgaröinn, gekk allt fyrir sig álika skafiö og i kvik- mynd undir góöri stjórn. Og Ryan hataöi það allt saman frá upphafi til enda., Hún stóð andartak I bogadyrunum og þrýsti meö ánnarri hendi töskunni upp aö brjóstinu,eins og smábarni, en hin höndin hvildi á filabeins hnúðnum á stafnum hennar. Hún renndi augunum yfir gestahópinn, en þá fékk hún bendingu frá ólivugrænum istrubelg úti i horni. og flýtti sér aö borðinu til hans. Svo komu gamanyröi, bros og hneigingar, og siðan var kallað á þjóninn aö koma meö kaffi. — Þetta viröist ætla aö veröa alltnf einfalt. andæföi Rvan og iöaöi I sætinu. — Þetta er vænt- anlega náunginn, sem hún verzlar viö? — Vafalitiö, skyldi ég halda, tautaöi Coetzee. — Það er oröinn litill timi til stefnu og hún er ekki farin aö hitta hann i dag — ég hef fvlgzt méð hverri hennar hreyfingu. Ef hún vill afhenda voruna og taka viö greiðslunni, þa er einmitt rétti timinn nú. Rétt eins og aö gefnu merki opnaöi frú de Vries töskuna slna og tók glas upp úr henni. Þaö blikkaði á glasiÖ um leiö og hún rétti manninum þaö yfir boröiö. — Þarna koma svefntöflurnar enn, sagöi majórinn. — Nú kemur til minna kasta. Veriö þið blessaðir. Hann reis upp úr sæti sinu meö braki og brestum, og þræddi sig siðan milli boröanna, vaggandi eins og knattspyrnumaöur. Þeir sáu hann kynna sig og styöja annarri stóru hendíhni á stólbakiö hjá henni. — Ég þoli ekki.aöhorfa á þetta. sagöi Ryan ofsareiöur og saup á glasinu. — Þaö er eins og aö horfa á fiðrildi á prjóni. — Vertu þá ekki aö hotfa á þaö, ráðlagöi Jacko honum. — En hún tekur þessu aö minnsta kosti rólega, bætti hann við. — Þaö kæmi mér ekki á óvart, sagði Ryan, næstum hreykinn, — Fn hvaö um Egyptann? Hvers- vegna ræöst Coetzee ekki á hann: — Hann hefur ekki gert neitt fyrir sér, benti Jacko honum á. — Það er enginn glæpur aö kaupa slipaöa steina. Og jafnvel þó svo væri, þá heyrir það undir súdönsku lögregluna. Suöur — Afrika getur ekki skert hár á höföi hans. Hann lækkaöi röddina. — Þessu er lokiö. Coetzee er að fara burt meö hana. Rvan leit upp og sá gömlu konuna, hnarreista eins og endra- nær, tipla i áttina að hóteldyrunum, og (Joetzee á eltir, likasta einhverjum umhyggju- sömum syni. Enginn gaf þeim minnsta gaum, enda engin ástæöa til þess Ryan fann að hann hafði veriö aö halda möri i ser andanum, eins og til þess að mótmæla þessu. En nú andaði hann snöggt frá sér og rétti út krepptum fingrunum. • En rétt i sama bili kom hún að svalatröppunum. Þar sagöi hún eitthvab við lögreglumanninn, sem kinkaði kolli, og svo gekk hún i áttina til þeirra. — Hvert i veinandi. andvarpaöi Jacko og varö hræddur. — Hún er aö koma til okkar Hvernig kveöur maður demanta- smyglara? Hvaö eigum við aö segja? — Hann hefði engar áhyggjur þurft aö hafa. Dolly de Vries rétti fram höndina meö öllum gim- steinumun og brosti rólega þegar þeir stóöu upp. — Mig langaði til aö þakka ykkur báöum, sagöi hún innilega. — Þetta hefur veriö dásamlegt feröalag, og þiö hafiö látið fara ágætlega um mig. Ég ætla aö skrifa félaginu ykkar og segja frá þvi, þegar ég kem heim. Hún tók I höndina á Ryan og hann fann demantana stingast i lófann á sér. Hún hélt enn I hönd hans, er hun sneri sér aö Coetzee, sem gnæföi aö baki henni. — Kannski hefur majórinn sagt ykkur frá þvi, aö af einhverjum óskiljanlegum ástæðum verö ég aö vera þaö sem eftir er I vélinni hans, svo aö nú verö ég að kveöja ykkur. Hún sneri sér að Jacko og rétti fram hönd, viröulega eins og drottning. Meöan Jacko laut yfir höndina og tautaöi eitthvaö um ánægjulega ferö, varö hann var viö eitthvað hart i lófa sér. Hann rétti úr fingrunum og leit á þaö 1 lófa hans var kantaður blá- hvitur demantur, sem glitraöi i kvöldljósum Khartoumborgar 42 VIKAN 45. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.