Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 9
kona í aðstöðu, sem hafði næstum valdið henni taugaáfalli. Hún var blátt áfram skelfingu lostin yfir þeirri áhyrgð, sem því fylgir að eignast og ala upp barn. Fyrir Fríðu var þelta sá atburður lífs hennar, sem orsakaði mesta breytingu á daglegu lífi og þar af leiðandi mesta stress. Tökum svo dæmi um aðra stúlku, Maríu. Hún hlaut litla menntun, og eftir nokkurra ára leiðinlegt starf í verksmiðju var hún því fegnust að giftast yfirmanni sínum. Hún var elzt af stórum liópi systkina, og harneignir og barnauppeldi skelfdu hana ekki hið minnsta. Hins vegar lá henni við taugaáfalli af áhyggj- um út af ýmsum félagslegum skyld- um, sem henni voru nú lagðar á herðar i sambandi við starf eigin- mannsins. Það hefði Fríðu hins vegar fundist leikur einn. Við erum einstaklingar og ættum að gera sem minnst af því að bera okkur saman við aðra. Tvær mann- eskjur hafa aldrei nákvæmlega sömu afstöðu til atburða. Við meg- um ekki láta það fá alltof mikið á okkur, þótt við ráðum ekki vel við alla hluti. Við getum verið viss um, að margt, sem okkur finnst leikur einn, veldur ýmsum öðrum hinum mestu erfiðleikum. Samanburður við aðra og vangaveltur um það, að maður standi sig ekki eins vel og Pétur og Páll, eykur stressið. Við gelum líka valdið miklu tjóni með því að nota þessa samanburð- arlilhneigingu við aðra. Konan finn- ur sárt til þess, að hún býr ekki til sama góða matinn og eiginmaður- inn var vanur heima hjá mönnnu. Maðurinn fær aftur á móti að heyra samanburð konunnar á honum og vinnufélögum iians eða manninum i næsta húsi, sem gerir allt sjálfur. 45. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.