Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 36

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 36
KONAN I SNÖRUNNI • ' Annaö varö og til þess aö hrella hann, sem sé þaö, aö á Liverpool- strætis-brautastööinni haföi eng- inn tekiö eftir kvenmanni, sem liktist ungfrú Bartlett, þann ti- unda, og auk þess höföu allir far- miöar til Waldhurst komiö fram. En auövitaö var þaö ekki næg sönnun, þvi aö hiin gat hafa ferö- azt á heimfararseöli, sem keyptur haföi veriö I Waldhurst eöa á næstu stöö, einhverntima á siöústu þremur mánuöum. Til þess aö vera viss, haföi hann spurzt fyrir á stöövunum, og kom þá 1 ljós, aö allir slikir miöar höföu einnig komiö fram. Þetta var óneitanlega gremju- legt fyrir Hanslet. En einhvern- veginn hlaut manneskjan aö hafa komizt til Wargrave House, fyrst likhennarfannstþar. Og það var ekki nóg meö þessa ráðgátu, heldur bættist hin viö: Hvernig haföi morðinginn komizt þangaö? En hann virtist jafnósýnilegur. Hanslet varö aö játa, aö þetta mál varfarið aöhafa ill áhrif á taugar hans. Og hann haföi enga trú á þvl, aö Priestley gæti neitt úr þessu bætt. . Engu aö siöur skipaöi hann Jarrold aö framkvæma fyrirskip- anir dr. Priestleys. Þeir fundu heimilisfang Sir Arthurs Marsh- field og- báöu lögregluna á staönum aö spyrja hann spjör- unum úr. Jarrold tók að sér aö grennslast eftir feröum bflsins, en Hanslet sjálfur kom sér I sam- band viö Everley, sem geröi gys aö þeirri hugdettu, aö Heath læknir gæti á'nokkurn hátt veriö viö moröiö riöinn, en lofaöi þó loksins meö illu, aö tala viö hann, _ Þaö var ekki fyrr eo aö morgni priöja dags, aö allar skýrslurnar voru komnar til Hansléts. Hann þóttist viss um, aö bezt væri aö leggja þær fyrir dr. Priestley. Eftir aö hafa hringt og fengiö leyfi til aö koma, fór hann þangaö og sneri sér þegar aö efninu. — Jæja, prófessor, viö skulum þá fyrst taka þennan Marshfield. Skýrslan um hann er aö ýmsu leyti skrltin. Hanp er ekkill, '45 ára aö aldri og haldinn vera for- rlkur./ Var áöur eins og hver annar landaöalsmaöur fór á veiðar, skipti sér af sveitar- stjórnarmálum, og allt þetta venjulega. En fyrir nokkru tók hann aö fara einförum, eöa loka sig inni, svo aö þaö má varla heita, aö npkkur maöur sjái hann lengur,- Þetta hefur vakiö alls- konar kjafthátt — maður veit, hvernig þaö er I þéttbýlinu. En skýrslan segir fulla ástæöu til aö halda, aö hann sé fallirin fyrir eiturlyfjum Dr. Priestley leit snöggt upp, en sagöi ekki neitt, og Hanslet hélt áfram: — Lögreglufulltrúinn þarna á staönum viröist hafa átt langt samtal viö hann, og sér enga ástæöu til aö efast um, aö hann segi þetta satt. Marshfield var I London snemma I mán- uðinum og hitti ungfrú Bartlett þann sjöunda eöa áttunda, að hann minnir. Viö þaö tækifæri sagöi hún honum, aö hún þyrfti nauösynlega aö hitta Partington aftur, og væri aö hugsa um aö fara til Quarley Hall Iþeim erindum. Eina ástæöan til þess, aö hún haföi ekki þegar lokiö þvl af, var sú, aö hún vildi tala viö hann I einrúmL* Dr. Priestley kinkaði 110111. — Þetta lltur trúlega út, sagöi hann. Mér skilst, aö samkomulagiö hafi ekki verið meir en svo gott, þegar hún fór frá Quarley Hall, og þvl hefur hún ekki viljaö eiga þaö á hœjtu aö hitta ungfrú Partington aftur. — Mjög trúlegt, sagöi Hanslet. — Marshfield segist hafa sagt henni, að Partington yröi 1 London þann tíunda. Þaö vissi hann, þar sem hann haföi sjálfur mælt sér mót viö hann þá um kvöldiö. En ég er ekki viss um, hvort ungfrú Partington hefur tekiö eftir þessu móti þeirra, þvl aö hún var eins og utan viö sig og virtist helzt ekki hlusta á þaö, sem hann var aö segja. Hann tal- aöi ekki viö hana nema fáar mln- útur, og svo alls ekki seinna. Hinsvegar sagöi hann lögreglu- fulltrúanum að þaö væri alveg rétt, aö hann heföi upprunalega kynnt hana Partington. Hún haföi heyrt Marshfield tala um hann, og þá farið fram á það sjálf. Hann fór þvl meö hana til Part- ingtons nokkru seinna, þegar hann var staddur i borginni. Þaö var einhverntlma slöastliöiö haust, en hann mundi ekki dag- inn. — Þaö gerir heldur ekkert til meö daginn, sagöi Priestley. — En staðfesti Marshfield þaö, sem Partington haföi sagt um mót þeirra? — Já, og það alveg út I æsar. Hann segist hafa farið I Queen Anne Street eftir kvöldmat. Getur ekki sagt alveg uppá vlst, hvenær hann kom þangaö, en llk- lega rétt eftir nlu. Partington opnaöi sjálfur fyrir honum og fór meðhann inn I stofuna. sem hann kallar vinnustofuna slna, en þar tekur hann alltaf móti gestum slnum. Marshfield lýsir henni þannig, aö þetta sé stór stofa meö tjaldi eöa forhengi fyrir einu horninu og hann hafi komið bak viö þetta tjald einu sinni eöa tvisvar, en I þetta skipti var ekki um neina tilraun aö ræöa, svo aö þeir fóru ekki' bak við þaö. Marshfield segir, að erindi sitt viö Partington þetta kvöld hafi verið algjört eínkaerindi, en þegar full- trúinn ætlaöi aö fara aö spyrja hann nánar um þaö, fékk hann ekki meira upp úr honum. — Ég gæti nú sennilega farið nærri um þaö, sagöi Priestley hugsi. — En hirisvegar kemur þaö ekki málinu við, rétt I bili. Hafiö þér heyrt nokkuð viövlkj- andi bll Partingtons? — Já, ég var alveg aö koma aö þvl. Þessi skýisla hans siálfs um feröir bilsins virðist vera full- komlega rétt. Við fengum aö vita, hvenær hann heföi komið I klúbbinn og fundum, aö hann haföi staöiö þar viö þangaö til eitthvað milli hálftólf og tólf um kvöldið. Og svo vorum við svo heppnir að frétta af honum I Queen Anne Street. Lögreglu- þjónninn, sem þar er á verði, sá þegar blllinn kom aö dyrum nr. 147, um þaö bil tiu mlnútum fyrir tólf. Partington kom út úr honum og spuröi, hvort þaö mundi gera nnkkuötil ef hann skildi vagninn eftir þarna i nokkrar minútur. Hann þyrlti aö lara ínn meö nokkrar bækur, en mundi svo koma aftur og setja hann inn i skúrinn. Maðurinn svaraöi, aö þaö væri allt I lagi. Slöan sá hann Partington bera böggul inn I húsiö, og hélt svo áfram leiöar sinnar. Næst þegar hann fór þarna framhjá, var blllipn horf- inn. — Já, auðvitað var hann horf- inn, sagöi Priestley .... — en hvert? — Nú, ég býst viö, aö Parting- ton hafi fariö meö hann I skúrinn, sagöi Hanslet. Aö minnsta kosti sé ég ekki, ab þaö standi á svo miklu, hvert hann fór. Þaö var komiö fram yfir miönætti og blll- inn, sem flutti ungfrú Bartlett hlýtur aö hafa veriö mörgum klukkutlmum fyrr á feröinni. Nei, ég er hræddur um, að hvaða hugmyndir sem þér hafið skapaö yöur þarna i Quarley Hall, veröi þær okkur ekki aö miklu gagni. — Ef til vill ekki, svaraöi hinn, þykkjulaust og rólega. — Báöuö þér Everley aö rannsaka ferðir Heath læknis þetta kvöld? Já, þaö geröi ég aö visu, svaraöi Hanslet, eins og meö mótþróa. — Hann íefur víst haldiö, aö ég væri orðinn vitlaus, en lofaöi samt aö hitta lækninn og hringja mig upp á morgun. Hann var nú ekki búinn aö þvl þegar ég fór, en ég baö Jarrold aö koma 36 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.