Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 37

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 37
Þetta var óneitanlega gremjulegt fyrir Hanslet. En einhvern veginn hlaut manneskjan aö hafa komizt til Wargrave House, fyrst lik hennar fannst þar. Og það var ekki nóg meö þessa ráögátu, heldur bættist hin viÖ: Hvernig haföi moröinginn komizt bangað? FRAMHALDSSAGA EFTIR BRUCE GRAEME TÓLFTI HLUTI boBum hans til min bingað Dr. Priestley kinkaöi kolli og svo varö óviökunnanleg þögn. Loksins hringdi siminn og Hanslet fór og svaraöi. Þetta virtust ætla að verba langdregin skilaboð, en loksins kom hann samt aftur og hristi höfuöið. — Þetta er einskis viröi, sagði hann. — Heath læknir hefur ekkert með þetta aö gera. Hann fór frá Quarley Hall, rétt eftir niu, að hjálpa til við fæöingu i þorpinu, og var þar fram yfir miönætti. Og Everley hefur sannfært sig um, að þetta sé rétt. Svo að ekki varð mikið gagn að þessu. En ég hef aörar fréttir. Vinur yðar Part- ington varð fyrir slysi rétt áðan. Svo virðist sem hann hafi verið aö reyna aö fljága vélinni sjálfur og niöur, rétt hjá Quarley Hall. Hann hefur meitt sig tals- vert, en er samt ekki i yfirvofandi hættu. — Sjáum til, sagöi Priestley, eins og utan viö sig. Þannig sat hann lengi hreyfingarlaus og horfði upp i loftið i stofunni og á andliti hans sáust allskonar ólik- ustu svipbrigði. Harold og Hanslet horföu á hann hissa, og hvorugur botnaði neitt i neinu. Loksins reis dr. Priestley upp úr þessum hugleiðingum og sagði: — Ég skil ekki i öðru en leyndarmálið fari að verða við- ráöanlegt Ur þessu. Ef mér ekki skjátlast, er þetta slys Parting- ton, vinar mins, fyrsta ákveðna bendingin, sem getur leyst málið. — Eigið þér við morð ungfrú Bartlett? spurði Hanslet Stein- hissa og tortrygginn. — Þvi miður sé ég ekkert samband þar i milli — þér fyrirgefið. — Ungfrú Bartlett? svaraði dr. Priestley, skapvondur. — Ég vona, aö ég hafi verið búinn að gera yöur þaö ljóst, að mórð hennar var siöasti þáttur leiksins. Nei, nú held ég við getum séð, hvernig Vilmaes auminginn týndi lifinu. 26. kafli. Hanslet glápti á Priestley, eins og hann héldi hann genginn af vit- inu. — Vilmaes? spurði hann, steinhissa. — Ég hélt ekki, að við þyrfturn að vita neitt frekar um hann, þvi að allir vita, hvernig hann dó, og ég get útvegað yður skýrslu um réttarhaldið, ef þér viljiö. — Það ómak skuluð þér spara yður, þvl að ég kann hana utan- bókar. En ég held því enn fram, að dauði þessa unga manns sé mikilvægur þáttur i þessum sorgarleik, sem við höfum til rannsóknar, og ef viö færum til Quarley Hall núna, gætum við oröið visari um enn fleira en við þegar vitum. Ég sting uppá, að við náum okkur i bil og förum þangað i snatri. — Það er allt saman gott og blessað, sagöi Hanslet, tortrygg- inn. — En hinsvegar hef ég það mikið að gera, að ég hef ekki tima til skemmtiferöa I vinnutim- anum, án þess að hafa hugmynd um tilganginn með feröinni. — Gott og vel, þá förum við Harold bara og fáum Everley okkur til hjálpar, þegar þangað kemur. Hvort sem dr. Priestley hefur verið alvara eða ekki, komu áhrifin af orðum hans fram sam- stundis. — Þetta er llklega mitt verk fremur en Everleys, sagði Hanslet, fúll, — og ef þér viljiö fara til Quarley Hall, er líklega rétt, ’að ég fári með' yður. En samt sem áður vildi ég gjarna fá einhverja hugmynd um, hvað þér ætlið að gera þangað. — Það skal ég segja yöur á leiö- inni þangað, svaraði Priestley. — Harold viljiö þér hringja á bílinn og láta hann koma hingaö undir eins. Eftir fáar mlnútur var blllinn kominn, og þeir settust allir upp I Framhald á nœstu síðu 45. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.