Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 17

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 17
svara henni útaf: — Glæpamenn, til Chicago. En svo haföi hann talið upp aö tiu og eitthvaö farið aö nefna ólivur og vin. Nú sneri hann sér kurteislega aö he.nni, en barniö hélt enn i fingurinn — Getiö þér sagt mér ná- kvæmlega, flugstjóri, hvenær viö komum til Khartoum? Og augun I henni — furðu ungleg — ljómuöu til hans út úr öllumhrukkunum. Hún var miklu óþreyttari og miklu betur v.akandi en nokkur farþegi, helmingi yngri, og hann neyddist til aö dást aö henni, önnur eins plága og hún þó var. En i þetta skipti aö minnsta kosti, vissi hann svarið Allt hitt fólkiö, sem var innan heyrnmáls, beiö eftir þvi og leygöi fram álkuna til aö hlusta. — Þaö ætti nú ekki aö dragast lengi héöanaf, sagöi hann, og svolitiö bros fæ.röist yfir kringlótta, órakaöa andlitiö. — ViÖ ættum aö koma þangaö um hálfellefu — eftir rúman klukkutima. — Klukkutima? Eöa kannski meira. Þaö var of seint til þess aö skipta nokkru máli héðanaf, til eöa frá. Höfuöin hölluöu sér aftur á sætishlifarnar og augnlokin sigu niöur fyrir verkjandi augun. Gamla konan ein leit meö áhuga til gluggans og staröi út yfir glóandi sandinn, sem teygöi sig eins og silkidúkur svo langt sem augaö eygöi. Ryan gekk inn I stjórnklefann og lokaöi á eftir sér. — Far- þegarnir eru alveg aö þrotum komnir, sagöi hann. Þá er fariö aö langa aö sleppa út i Khartoum. En sem betur fer, þá fer þetta bráðum aö styttast. Andlitiö á Jacko Shields var magurt, sólbrennt og svipbrigöa- laust, er hann leit sem snöggvast ^f mælunum og á félaga sinn. Fjandinn vorkenni þeim. sagöi hann, ofurlitiö fyrtinn. — Ekki þurfa þeir annaö aö gera en sitja. Hvaö mætti ég segja? — Þú? Æ, komdu mér ekki til aö hlæja. Þú veizt sjálfurj aö þú ert aldrei þreyttur, ef þú á annaö borð ert á lofti. < Þetta var ekki nema satt. Þeir höföu veriö saman tiu feröir I þessu leiguflugi milli Gatwick og Lorenco Marqu^s, og Ryan haföi aldrei vitaö flugstjórann sinn þreyttan eöa úr jafnvægi. Háloftin voru eölilegt um- hverfi Jackos og vélarnar eina ástrlðan hans. Meöan hann var viö stýriö var hann ánægöur, hvildur og rólegur, og viö stýriö var hann einmitt meirihluta leiðarinnar. Farþegarnir skiptu hann ekki meira máli en vörufarmur, sem hann ætti aö skila af sér á leiðarenda. — Þetta farþegastúss á betur viö þig, kall minn, var hann vanur aö segja. — Og svo eru farþegarnir lika alltaf svo hrifnir af allri nærgætninni hjá þér. Og þessarar nærgætni uröu þeir aönjótandi, hvort sem þeir kunnu aö meta hana eöa ekki. Sæju þeir nokkurntima Jacko, var þaö aöeins I svip og fyrir tilviljun. Þegar hann stikaöi yfir malbikiö á flugvellinum eöa skauzt út úr stjórnklefanum til aö rétta úr fótunum eöa kveikja sér I slgarettu. Flestir héldu, aö hann væri einhverskonar undirtylla, en Ryan flugstjórinn. Nú jæja, þéir létu sér báðir þetta vel lynda, eftir aö þeir höföu skipulagt hlutina eftir eigin höföi. • — Er ekki kominn tlmi til aö fara aö halda fararstjóraræöuna þlna? sagði Jacko. — Kannski gæti þaö hresst mannskapinn svolltiö upp. — Það efast ég um, sagöi Ryan, en seildist samt eftir Afrikukortinu félagsins, til þess aö færa inn hæöina og flughraöiann. Þegar þvi var lokiö, gekk hann út úr stjórnklefanum og rétti skýrsluna aö farþegunum. Niöursokknir pókerspilarar i fremstu sætunum réttu hana áfram yfir höfuö sér, til þeirra næstu fyrir aftan, án þess aö lfta á hana. Framhald á bls. 41, 45. TBL. VfKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.