Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 44

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 44
Reynið LIMMITS súkkulaði- og megrunarkex strax í dag. Fæst nú aftur í öllum apótekum. Afar bragðgott. Heildsölubirgðir: G. OLAFSSON, Aðalstræti 4 inni. Hún var geymd í skúffu litla borðinu við stigann. Þar sem allir gátu tekið hana, eftir að Vera fór út í garðinn! — Ég vildi óska að ég vissi hvor þeirra það var, sem lögregluþjónarnir fundu, sagði ég. — Það var sú, sem átti að vera í skúffunni. Sverrir hef- ur festi við sína flautu. Heyrðu, ég*verð að fara að gá að skjald- bökunni. Hann brosti glaðlega um leið og hann gekk út og hvarf inn í herbergið sitt. Klukkan var tæplega átta, þegar ég gekk niður í borðstof- una, en allir voru samt komnir til morgunverðar. — Biðjið hann að bíða í bókastofunni, sagði Gabriella. — Guð minn góður, það er einmitt í dag sem Arvid kem- ur með dóttur sína! Ef ég gæti aðeins komið í veg fyrir það, en ég get ekki hindrað það svona á síðustu mínútu. — Mér finnst það frekja af honum að troða telpunni upp á þig, sagði Axel hljóðlega. —- Hann hlýtur að eiga vini, sem standa honum nær. Eða hann hefði getað ráðið stúlku til að passa hana. ■—• Tengdamóðir hans varð veik, það sagði ég þér, Axel. Og það er ekki hægt að skilja barn eftir hjá hverjum sem er. Hún þagnaði, þegar Lemm- ing kom inn í stofuna. Hann hafnaði kaffibolla, og hann hafnaði líka sæti . — Ég ætla aðeins að spyrja nokkurra spurninga, kvað hann. — Það er út af þessari flautu, sem virðist hafa verið héma í húsinu. Vissuð þið hvar hún var geymd? Hvers vegna horfði hann á mig? — Við fjölskyldan vissum það að sjálfsögðu, sagði Klem- ens. — Flest þjónustufólkið líka, held ég. — Og ungfrú Bergström? Hann leit ósjálfrátt á mig og ég fann hvernig blóðið þaut upp í kinnar mínar. — Ég komst að því í morg- un að hún var geymd í borð- skúffu í forsalnum. — Og þér hafið aldrei snert hana? — Auðvitað ekki. Ég varð þurr í munninum. — Hvers vegna spyrjið þér að þessu? spurði Klemens snöggt. — Við e'rum að reyna að komast að því hvernig þessi flauta gat verið komin á þann stað, sem við fundum hana, herra Renfeldt. Hún hafði ekki legið lengi í garðinum, hún var ekki einu sinni rykfallin. Og það hafði verið þurrkað af henni. Engin fingraför. Ég held að henni hafi verið fleygt út, eftir að hundarnir réðust á ungfrú Dickman. — Haldið þér að einhver hafi af ásetningi sigað hund- unum á hana? hrökk út úr doktor Renfeldt. Hann var svo æstur að hann velti kaffiboll- anum. — Það er ómögulegt! Það hafði engin ástæðu til að óska henni ills. — En hún var læst úti, doktor Renfeldt. Það er mjög ósennilegt að lásinn hafi skoll- ið í af sjálfu sér. Til þess var hann alltof stirður. Og eftir því sem mér hefur skilizt, þá eru hundarnir alls ekki vanir að fara inn í þennan garð. Hefðu sennilega ekki gert það þótt hliðið hafi verið opið. En ef einhver hefur flautað á þá Hann beindi köldum augun- um að mér, virti mig fyrir sér. — Vitið þér hvar flautan fannst, ungfrú Bergström? — Hvað eruð þér að fara? spurði Klemens. — Hún lá undir glugganum á herbergi ungfrú Bergström. — Og hvað sannar það? Rödd Klemens var reiðileg. — Hún hefur þá líka legið undir glugganum á herbergi mínu og herbergi Claes! Það er líka fullt af tómum herbergjum í þessari álmu. Það hefði líka verið hægt að fleygja henni frá álmunni beint á móti. Hvers vegna er það þá svo sennilegt að henni hafi verið fleygt út um glugga ungfrú Bergström? Grá augu Lemmings litu fast á mig. — Ungfrú Bergström, hafið þér gefið núverandi vinnuveitanda yðar upplýsing- ar um ástæðuna fyrir' því að þér urðuð að fara frá sjúkra- húsinu, þar sem þér unnuð? Framhald í næsta blaði. heilsuræktarbjálfinn! — Ég ætla að bíða hér, ég kann ekki heldur að jóðla! ■—- Viljið þér gjöra svo vel að vísa mér á salernið! 44 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.