Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 35

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 35
ALLIR ERU HRÆDDIR VID DADA þeirra og hvort sem þeir vildu eöa ekki. Atburöarásin i framhaldi af þessu markaöist af viöur- styggilegum ruddaskap og villimennsku. Asiumenn stóöu i biörööum fyrir framan hús sendinefnda Bretlands og Kanada i von um vegabréfsáritanir, og á hinum alþjóölega flugvelli viö Entebbe^staflaöist upp farangur hinna brottreknu. Hermenn og lögreglumenn óöu inn I fluglvélarnar, þrifu lækna og kennara, sem höföu vegabréf sin I lagi, og drógu þá meö valdi út og á vinnustaöina aftur, en fjölskyldur þeirra uröu aö halda áfram úr landi. Haröbannaö va.r- aö flytja úr landi gull og skart- gripi, svo aö tollveröirnir rifu allt upp úr töskum flóttafólksins, slitu festar af hálsum kvenna og stungu auövitaö I eigin vasa. Ef einhver sýndi andspyrnu- merki, var hann laminn rækilega. Siöhæröur Indverji, sem mót- mælti ruddaaöförum lögreglumanna, varö aö þola þá refsingu aö höfuö hans væri nauö- rakaö meö glerbrotum. Illmennska þessi vakti andúö I öörum austur afrlskum löndum, vlsu hafa einnig asiska min- nihluta sem þau helzt vilja losna viö, en stefna aö þvi meö vægari ráöum. tlulius Nyerere, forseti Tansanlu, sakaöi Amin um kynþáttaofsóknir, Kenneth Kaunda, forseti Sambfu, sagöi meöferöina á Asíumönnunum ..hræöilega, viöurstyggilega og skammarlega”. En Idi Amin, nærri tveggja metra hár risi, lét sér fátt um finnast. Hanrt þóttist nú hafa „leyst vandamál Úganda á fullnægjandi hátt,” eins og hann oröaöi þaö, og langaöi nú til aö freista gæfunnar I heimspólitlkinni. Brezkir st- jórninálamenn ráku upp nokkuö stór augu, þegar hjtnn bauöst til aö leysa fyrir þá vandamál Noröur—ídands. „Þetta geri ég til aö sýna. Bretum aö ég ber engan kala til þeirra, þrátt fyrir tilstandiö meö Asíumennina,” sagöi Amin. Þvl næst lagöi hann til aö afrísk og arablsk riki sameinuöu heri sina til aö „reka Gyöingana I sjóinn” og fá Aröb- um aftur Palestinu I hendur. Varla þarf aö táka þaö fram aö hann taldi sjálfan sig sjálfsagöan sem yfirhershöföingja I þeim leiöangri. Þessu næst hótaöi hann aö fara meö her á hendur grannrikinu Rúanda og jafna viö jöröu höföuborg þess, Kigali, sökum þess Rúandamenn væru Israelskun njósnurum innan- handar. Litlu vægari hótanir haföi hann I frammi gagnvart Tansaniu. Brezkum hernaöarráögjöfum var vlsaö úr landi af þvl aö Amin grunaöi þá um samsæri og morþtilraunir gegn sér, að hann sagöi. Þá hældi Amin Adolf heitnum Hitler á hvert reipi, einkum þó fyrir morö hans á sex milljónum Gyöinga, sem rlkisleiötogi Úganda kvaö hann hafa haft til „fullan rétt og fyllstu ástæöu.” Innanlands beitti Amin sér nú einkum fyrir því aö lappa upp á siöferöi landanna.semhanntaldi fyrir neöan allar hellur. Hann bannaöi stuttpils, fyrirbauö næturgöltur, bannaöi unglingum aðgang aö dansleikjum og skipaöi lögreglunni aö skjóta þjófa tafarlaust og færi fengist á þeim. Idi Amin er sanntrúaður Muhameöingur og upplýsti aö Allaheföi lagt þetta fyrir hann I draumi. I samræmi viö trúar- brögöin á hann llka fjórar konur og reykir hvorki né drekkur. Amin hefur hótaö aö reka næst úr landi fólk frá Vesturlöndum, en þaö er'um ellefu þúsund aö tölu I Úganda. Vesturlandamenn i landinu eru þvl ekki ókviönir um framtiöina og eru þegar larmr aö senda konur slnar og börn úr landi. En þeir eru ekki hinir einu, sem óttast Amin. Margir blökkumenn eru dauöhræddir við hann llka. Einkum á þetta viö um menntamenn, sem kunna aö vera einhverrar annarrar meiningar um stjórn— og efnahagsmál en soldátinn Amin. Brottrekstur Aslumannanna hefur llka haft i för meö sér fyrirsjáanleg van- dræöi, sem einkum birtast I skorti á vörum. sem annars h.ita þott sjálfsagöar I jafnvel svo fátaeku landi sem Úganda er. Sykur og ljósmyndafilmur fást til dæmis ekki lengur, mjólk er næstum ófáanleg I höfuöborginni og benzínskortur er slikur, aö þegar forsetinn sjálfur fer I feröalög um landiö til aö láta hylla sig, sem oft kemur fyrir, veröur hann aö taka meö sér farm af dúnkum meö varaforöa. Afrlskir höndlarar, sem áöur höföu aðeins' basarana fvrir sitt verksviö, eiga nú á engum tima taka yfir fyrirtæki Asiumann- anna, læra bókhald og annaö sem til þarf. Jafnvel .þólt þaö bjargist einhvernveginn. sem flestir efast um, dregur þaö varla Úganda upp úr þvi botnlausa skuldafeni, sem þaö þegar er fast I. Lánstraust þess er horfiö veg allrar veraldar, og jafnvel brýnustu innflutningsvörur fást ekki upp á krit erlendis. Asiumennirnir, sem nú eru reknir úr landi, voru áöur hæstu skatt- greiðendurnir, og tugþúsundir blökkumanna, sem áöur unnu hjá þeim, eru nú atvinnulausir. Amin forseti fullyröir stööugt að setiö sé um llf sitt og gengur ætíö meö skammbyssu I belti. Hann hefur hótaö aö hneppa alla Aslumenn, sem ekki veröi farnir úr landi áttunda nóvember, I fangabúðir. Aödáun hans á Adolfi Hitler er greinilega ekki bundin viö orðin töm. 45. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.