Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 5
að gleyma öðru n-inu í skrift- inni. Vog og fiskur geta orðið mjög hrifin hvort af öðru, en gengur stundum sarnan að ná saman andlega. Enn um Clark Gable Aðdáanda Clark Gables hafði ekki fyrr verið svarað, er við mundum eftir öðru blaði, sem fengur geeti verið í. Clark finnst nefnilega einnig í 7. tbl. 34. árgangs Vikunnar, sem út kom 17. febrúar 1972, og þar prýðir hann 3 síður bæði í lit- um og svart/hvítu. Og ætti þá aðdáendum Gables að vera borgið, þar sem þeir fá hann nú líka í skömmtum í sjónvarp- inu. Halló Færeyjar! Kæri Póstur! Við erum hér tvær vinkonur, og okkur langar til að biðja þig að gefa okkur upp nafn á algengu kvennablaði, tímariti eða dag- blaði í Færeyjum, þar sem við getum fengið birt nöfnin okk- ar. Við vonum, að þú getir sagt okkur þetta og þökkum fyrir allt gott, sem þú hefur birt. — Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni, og hvernig fara vatnsberinn og tvíburinn sam- Dimmalætting heitir aðalblaðið í Færeyjum, og okkur er sagt, að það sé útbreiddasta blað í heiminum, miðað við fólks- fjölda, svo að ykkur ætti að vera borgið, ef þið skrifið því. Skriftin er ekki glæsileg, hvor ykkar sem á hana, en liklega er hún ekki fullmótuð ennþá, og þess vegna treystum við okkur ekki til að lesa mikið út úr henni. Vatnsberi og tvíburi geta óhrædd krækt höndum saman. Dýralæknir Kæra Vika! Þannig er mál með vexti, að mig langar að biðja ykkur að hjálpa mér. Ég er 18 ára og mig langar til þess að verða dýra- læknir. Er hægt að læra það hér á landi? Hvaða menntun þarf til þess að komast í þetta nám? Ég vonast eftir svari fljótt. Kær kveðja. D.Þ. Dýralækningar eru ekki kennd- ar hér á landi, og það þarf stúdentsmenntun til þess að geta lagt stund á þær. íslenzk- ir dýralæknar munu flestir hafa numið sín fræði á Norðurlönd- unum. Krydd lífsins Sæll, elsku Póstur! Þannig er mál með vexti, að ég er hrifin af strák, eins og aðrar. Við vorum saman um tíma í fyrra. En ég er hrifin af honum ennþá, og hann veit það. Hann er búinn að vera með stelpu nú um tíma. Hvernig get ég náð í hann? Ég er alls ekki feimin. Hvernig eiga tvíburi og vatnsberi saman? — Hvað lestu úr skriftinni? Ein 14 ára. Úr skriftinni má sannarlega lesa, að þú ert bara 14 ára skólastúlka, sem virðist hafa slegið slöku við námið, a. m. k. hefurðu ekki tileinkað þér ein- földustu stafsetningarreglur. — Líklega hefur strákastússið tek- ið fullmikið frá náminum ætlum við. — Láttu strákinn alveg eiga sig, hann er hvort eð er ábyggilega ekki að hugsa um þig, fyrst hann veit, að þú ert hrifin af honum, en er samt með annarri. Strákar eiga bara að vera krydd lífsins á þessum árum, en hreint ekki aðalfæð- an. Stundaðu námið og bland- aðu geði við sem flesta jafn- aldra þína af báðum kynjum. Tviburi og vatnsberi geta átt vel saman, og það máttu muna eftir 4—8 ár, þegar þú getur farið að hugleiða þessi mál i alvöru. SAMKVÆMISSPIL FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 6 spil í einum kassa • DAM - DERBY - HALMA - GÆSASPIL LUDO - MYLLA • Spilareglur á íslenzku Heildsölubirgöir: Páll SænmdssiM Laugavegi 18A - Símar 14202 - 14280 45. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.