Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 33
edvard sverrisson 3m músik með meiru sagði, hefur hún verið hluti af hljómsveitinni síðan. Hawkwind hefur sent frá sér tvær L.P. plötur, Hawkwind og In Search Of Space, og eina litla plötu, Silver Machine. — Myndir af hljómsveitarmeðlim- um birtast svo hér á síðunni, en mynd af hinni margrómuðu Staciu átti ég því miður ekki til. ☆ Lemmy 29 ára. Lemmy er bassaleikari Hawkwind. Hann kom í hljóm- sveitina 1971. Del Dettmar 30 ára. Hann er fyrrverandi kenn- ari frá London. Hann sér nú um hinn svokallaða Moog Synthesizer. Dik Mik 30 ára. Hann leikur einnig á Moog og er jafnframt sérfræðing- ur í transistorum og transistor- tækni. CARRY CLITTER Garry Glitter kannast eflaust sumir við, en sumir ekki. Garry er hin nýja stjarna brezka poppheimsins, 26 ára gam- all og hefur verið syngjandi síðan hann var 16 ára. Hann hóf feril sinn í Þýzkalandi eins og Bítlarnir, nánar tiltekið í Ham- borg. Á árinu 1964 spilaði hann í klúbb í Hamborg sem hét Star Club eða Stjörnuklúbburinn. Hann dáði mjög Little Richard og vildi verða stórstjarna eins og hann. Það var hans stóra takmark. — Raunverulegt nafns hans er Paul Gadd og það þótti ekki nógu gott til þess að vera nafn á stórstjörnu, svo hann breytti því í Garry Glitter, sem hljómar óneitanlega skemmtilegar. Það er samt ekki fyrr en nú í ár, sem Garry hefur hlotið vin- sældir. Það er sama gamla sagan, að þegar einhver er reiðu- búinn að gefa sig heiminum á vald, þá er heimurinn ekki til- búinn. Með öðrum orðum, hver maður verður að bíða síns tíma. Fyrsta plata Garry Glitter, til þess að komast á vinsælda- lista var Rock‘n Roll. Platan var gefin út í janúar á þessu ári, en sást hins vegar ekki á listum fyrr en í júní. Þá stóð hún hins vegar stutt við í hverju sæti, og hefur verið í efstu sætum listans um langt skeið. Garry Glitter segir sjálfur að hann hafi lært að rokka í Hamborg en ekki í Englandi, svo ef til mætti spyrja, hvað lærðu Bítlarnir í Hamborg? Alla vega urðu þeir vinsælir eftir að þeir komu þaðan. Nýlega voru haldnir hljómleikar á Wembley leikvanginum og komu þangað 50 þúsund manns. Myndin hér að neðan er tekin á þeim hljómleikum og er ekki annað að sjá en að hann beri Glitter nafnið með rentum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.