Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 24

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 24
IKastalagerði 7 i Kópavogi' er eitt fallegasta hússtæði i þeim ágæta bæ. Það stendur hátt*i næsta nágrenni við kirkjuna og útsýni vitt til þriggja átta. Hús- ráðendur eru ekki beint auðsóttir heim, svona i fyrstu atrennu, eins og við komumst að raun um eitt koldimmt októberkvöld. Eftir mikla hrakninga i slaufuveseninu þarna á Kópavogshálsinum, sem ekki er á almúgans færi að botna i, furidum við götuna og keyrðum hana tU enda. En hvar var nr. 7? Á endanum börðum við upp á nr. 8. — Hjá Hafsteini og Guðrúnu? Jú, þarna er húsið þeirra, það er .nú keyrt að þvi hinum megin, en það má komast upp á lóðina þarna, sagði elskulegur húsráðandi og benti. Og vifi menn, þarna mátti raunar paufast á milli steinhnullunganna, þótt ekki gerði myrkrið léttara fyrir, og loks var komið á áfangastað. Og eftir að hafa rýnt I mósaikvegg húsbóndans, sem blasir við, þegar komið er að I björtu, börðum við upp á hjá þeim heiðursh jónunum Guðrúnu Stephensen, leikkonu og kennara, og Hafsteini Austmann Krist- jánssyni, listmálara og kennara. — Það er nú saga áð segja frá þvi, hvernig við fengum þessa lóð, sagði Hafsteinn. Við voruln búin að fá lóð við Fögrubrekku hér a,ustast i Kópavoginum á milli þeirra bræðra Hrólfs og Sigurðar Sigurðssona. Svo var ég biiinn að vinna að teikningum i mánuð, þegar ég komst að þvi aö sú lóö halbl veriö vmningur i happdrætti kirkjubyggingasjóðs og sá heppni löngu búinn að sækja vinninginn. Svo var okkur boðin þessi lóð hér við Kastalagerði i sárabætur og vorum ekkert óhress yfir þvi. — Siðan hefur okkar saga verið ósköp tik og annarra húsbyggjenda, við fluttum inn I þetta hús fyrir 10 árum, og þá var það varla meira en fokhelt, vantaði I gólf og loft, mestalla eldhúsinnréttinguna og annaö eftir þvi. Ég vann mikið i þessu sjálfur, lagði t.d. allt parkettið á gólfið. — Ég hélt nú, að hann mundi drepa sig á þessu gólfi, skýtur Guðrún inn I, og nú má ég ekki ýta til stól á gólfinu. þá fær hann sting I parkettið! — Og er þá byggingunm lokið? — Ekki er það nú alveg, segir Hafsteinn. Það vantar t.d. ennþá’ hurð I einar dyrnar hér út i garöinn. Við negldum bara fyrir opiö, og það er hér i felum bak við gluggatjöldin. — Ég held ég timi bara ekki að láta setja hurð þarna. segir Guðrún, systkinabörn min trúa þvi nefnilega, að jólin séu geymd þarna. Ég bjó einu sinni til stóran jolasvein og fleira jóla- dót og skreytti hlerann með þessu. Svo koma krakkarnir i heimsókn og segja: „Megum við afteins fa aö sja jólln, Cutina frænka?”, og þá dreg ég pinulitið frá.og þau fá að kikja á jólin min. — En mósaikveggurinn hérna úti, Hafsteinn? — Ég hef unnið við hann af og til i ein fimm ár og upphallega skissan hefur tekið miklum breytingum. Þetta eru heilir 20 m, og ég er orðinn svolitið þreyttur á honum, en nágrann- arnir eru farnir að reka á eftir mér, þeir sjá náttúrlega vegginn miklu betur en ég. Ég nota i hann tékkneska mósaik, og þegar lætin voru i Tékkóslóvakiu 1968, þá fór að standa á efninu þaðan, og ég stóð i stappi við að kippa þvi i lag. Nú vantar mig bara gott veður til að klára vegginn. — Nú er verið að byggja svolitið fvrir útsýnið okkar I áttina til Reykjavíkur, segir* Guörun. Ég kann þvi Uia aö missa nokkuð af þvi, innfæddur Reyk- vfkingurinn. Það þarf varla að taka fram, aö Guörun er dúttir Þor- steins ö. Stephensens, leikara, og Dórótheu Guðmundsdóttur Breiðfjörð. Þeirra börn eru fimm, og tvær dætranna hafa ánetjast Thaliu, Guðrún og yngsta systirin, Helga. Guðrún tók kennarapróf 1951 og kenndi við Laugarnesskólann, meðan hún var I leikskóla Þjóðleikhússins. Þá var Hafsteinn I Handiða— og myndlistarskólanum, og þá var Laugavegur 11 upp á sitt bezta sem aðalsamkomustaður unga fólksins, og þar kynntust Guðrún og Hafsteinn. — Fyrstu búskaparárin bjuggum við á Bókhlöðustignum, segir Guðrún, og þar var nú gest- kvæmt. Þá var oft setið fram eftir nóttu við lausn heimsvanda- málanna. A þeim árum höfðum við lika miklu meira samband við aöra listamenn, t.d. i listamanna- klúbbnum sem Jón Leifs stofnaði. Við komum saman, fólk úr öllum listgreinum, eitt kvöld- i viku, fengum menn til að hafa fram- sögu um ýms málefni, og svo var rabbað saman. Við vorum fyrst i Þjóðleikhúskjallaranum og siðan I Nausti, en þvi miður varð þessi starfsemi ekki langlif, entist i eitt ár eða svo Við vorum reyndar ansi fyrirferðarmikil og hávær, þótt ekki væri um lylliri að ræða. Þetta voru sko þurr kvöld og bara

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.