Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 28

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 28
IMSJON: DKOKN II. FAKKS'TVFIT IUSM.V.DRAKKNNAKI Margt ljúffengt má búa til úr appelsinum s.s. appelsinudrykki, marmelaði, saft, allskonar eftirrétti og appelsinulikjör má einnig útbúa. Vitamindrykkur fjölskyldunnar. Nýpressa&ur safi úr 1 appelsinu, 1 eggjarauöa l/2msk.sykur Þeytið appelsinusafann meö eggjarauöunni og sykrinum. Beriö fram meö skeiö. Þetta væri mjög gott aö geta gefiö fjölskyldunni á hverjum morgni. t Appelsinumarmelaði. 1 kg. ávextir gera ca. 3 kg. af marmelaöi (ca. 2 Htrar) 5 appelsinur og 2 sitrónur eöa 4 appelsinur og 1 grapealdin og 1 sitróna 11/2 ltr. vatn 1,7 ltr. strásykur 1 msk. sitrónusýra. Burstið ávextina i volgu vatni og þerriö. Skeriö ávextina I fernt og skerið siöan þvert á i eins þunnar sneiöar og unnt er eöa saxiö I söxunarvél. 'Setjiö sföan I pott. Helliö siðan vatninu á og látiö standa 11 sólarhring. Sjóöiö siöan undir loki i um það bil 1 klukkustund eöa þar til hýöiö er alveg orðið mjúkt. Bætið þá sykrinum i og látiö sjóöa i 20-30 minútur. Veiöiö hvitu froðuna ofan af, viö og viö. Aögætiö siöan hvort marmelaðið sé hæfilega soöiö meö þvi að taka maukið á skeiö og láta renna af. Falli droparnir þungir og seigir af skeiöinni er marmelaöiö tilbúiö. Leysiö sitrónusýruna upp I dálitlu vatni og bætiö henni I að siðustu. Helliö á heitar krukkur og lokiö. Appelsinusaft. Ca. 1 llter 1 kg. appelslnur 1 grapealdin 7 dl. strásykur lmsk.sltrónusýra 1/2 ltr. vatn Burstiö ávextina I volgu vatni. Skoliö og þerriö. Rifiö gula hýöiö á rifjárni. Gætiö aö ekkert af hvltu himnunni fari meö. Setjið siöan I skál, hýöiö, sitrónusýruna og sykurinn. Sjóöiö vatniö og helliö yfir blönduna I skálinni. Hrærið I og látiö kólna. Skeriö ávextina I tvennt og kreistiö safann vel úr. Helliö saman viö og sliö löginn. Helliö á kaldar flöskur og lokiö. Geymiö á köldum staö. Appelsinuábætir 3bl. matarlim 4 appelslnur (ca. 500 gr.) 2msk. strásykur 3dl.þeytturrjómi 1 1/2 msk. llkjör (cointreau) Leggiö matarlimiö I bleyti I kalt vatn I u.þ.b. 10 minútur. Flysjið appelslnurnar. Skeriö þær I sneiöar og fjarlægið kjarnana. Leggiö þær I lögum meö sykrinum I skál. Takiö nokkrar frá til skreytingar. Þeytiö rjómann og bragðiö til með likjörnum. Kreistið matarllmið úr köldu vatni og leysiö upp i dálitlu af heitu vatni. Blandið saman viö rjómann og hræriö I. Breiöið siöan rjómann yfir ávextina I skálinni. Látið biða á köldum staö I 3 klukkutlma. Skreytiö meö appelsínusneiöum. Appelsinuhlaup 8bl. matarllm 11/2 dl. vatn l/2dl.sykur 6 dl. pressaöur appelslnusafi (ca. 5appelslnur) 1/2 dl. pressaöur grapealdinsafi (ca. 1/2 grapealdin) Leggiö matarllmiö I bleyti I kalt vatn I ca. 10 mínútur. Kreistiö upp úr og leysiö upp I volgu vatninu, Bætiö sykrinum útl og hræriö i þar til sykurinn er uppleystur. Blandiö ávaxtasafanum saman viö. Helliö hlaupinu I skál. Setjiö á kaldan stað og látiö biöa I 3 klukkustundir., Skreytið meö appelsinusneiöum. Appelsinusalat 6appelslnur (ca. 750 gr.) 1 biti sultað engifer lmsk. afleginiim Flysjiö appelslnurnar. Skeriö I sneiöar og fjarlægið kjarnana. Saxiö engiferinn mjög flnt. Setjiö sneiöarnar I skál ásamt engifernum og leginum. Beriö fram vel kalt. Appelsinuhrisgrjón 11/2 dl. hrisgrjón 1 ltr. vatn 4 appelstnur 1/2 dl. Strásykur 2dl þeylturrjómi Sjóöiö I ca. 20 mlnútur. Setjiö i sigti og látið renna kalt vatn yfir þau. Látiö renna vel af þeim. Flysjiö appelslnurnar. Skeriö þær I bita og fjarlægiö kjarnana, Setjiö appelsinubitana I lögum með sykrinum I skál. Þeytiö rjómann, Blandið saman hrlsgrjónin, appelslnubitana og rjómann. Setjið slöan I skál og skreytiö meö appelslnubitum. Appelsinulikjör. 1/2 fl. konjak hýöi af 2 appelslnum 300 gr. strásykur Skeriö burt alla hvítu himnuna frá berkinum og skeriö gula hýöiö litla bita. Leggiö appel- slnubitana I tóma flösku af konjaki. Helliökonjaki á og sykri. Lokiö flöskunni og hristiö. Setjiö flöskuna fyrstu 14 dagana viö ofn og hristiö flöskuna oft svo sykurinn leysist upp. Beztur veröur appelslnullkjörinn fái hann aö geymast svona I nokkra mánuöi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.