Vikan


Vikan - 16.11.1972, Blaðsíða 6

Vikan - 16.11.1972, Blaðsíða 6
SÍÐAN SÍÐAST GERALDINE CHAPLIN er angistin uppmáluð hér á mynd- inni, enda er það ekki undarlegt, því að hún er að horfa á upptöku af hræði- legu bílslysi, meðan verið er að kvik- mynda það. Kvikmyndin heitir „Inno- cent Bystander" og hún er tekin á Spáni. Geraldine er ánægð yfir því, vegna þess að þá getur hún verið með vini sínum, Carlos Saura. Hann tók sér frí, til að horfa á upptökurnar og hér er hann að taka myndir af hinu hrollvekjandi atriði. MARCELLO MASTROIANNI lifir nú í raun réttri sem fjölkvæn- ismaður. Þessi víðfrægi ítalski kvik- myndaleikari býr sem sé í París með frönsku leikkonunni Catherine Dene- uve og eiga þau nýfætt barn. Hins veg- ar á hann löglega eiginkonu í Róm og bregður sér til hennar annað veifið. Hér er hann í síðarnefndu höfuðborg- inni í bíltúr með fjölskyldunni, og er það kona hans Flora, sem situr við stýrið. Aftur í situr dóttir þeirra Bar- bara, sem er tvítug að aldri, og kunn- ingi hennar Stefano Fabrizi, tuttugu og tveggja ára. Barbara vill giftast Stefano, en foreldrar hennar hafa til þessa hindrað það. Floru er annars tekið að leiðast að vera yfirgefin eigin- kona og er farin að sjást með spænsk- um leikara er Louis Siarez heitir. SORAYA í VANDRÆÐUM Soraya, fyrrverandi drottning í íran, á nú í fjárhagslegum vandræðum. Það getur jafnvel farið svo að hún verði öreigi. Hún hafði fyrir skömmu selt eignir sínar í íran og hún hafði fengið manninum, sem hún elskaði, andvirði þeirra í hendur. Það var ítalski leik- stjórinn Franco Indovina, en hann fórst, eins og kunnugt er, í flugslysi í maí. Peningarnir eru á hans nafni í bankanum og Soraya hefur ekki nein plögg í höndunum, til að sanna það. Indovina var giftur og átti tvær dæt- ur og svo getur farið að þær „erfi“ alla peningana. Soraya og Indovina voru líka búin að leggja drög að því að ættleiða lítinn dreng, en nú gengur það til baka, vegna þess að hún fær ekki að ættleiða hann, þar sem hún er ógift, það eru lög á ítalíu. Nú er sagt að hún muni fara frá Ítalíu fyrir fullt og allt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.