Vikan - 16.11.1972, Blaðsíða 15
kosningarnar 1959, en þá féll
Lúðvik enn fyrir Vilhjálmi
Hjálmarssyni Brekkubónda.
Þokaðist Helgi svo i þriðja sæti
framboðslistans á Austurlandi
eftir kjördæmabreytinguna um
haustið, er Lúðvik fékk upp-
reisn. Sat Helgi i sama lága
sessi 1963, en hreppti annað
sætið á framboðslista Alþýðu-
bandalagsins i kjördæminu 1967
og varð á ný varaþingmaður. Sat
hann á þingi um stundarsakir i
forföllum Lúðviks og mun hafa
kunnað vel þeirri vist. Skipaði
Helgi enn annað sæti fram-
boðslistans sumarið 1971 og
gerðist miklu djarfmannlegri i
framgöngu en áður, þegar hann
hafði verið Lúðviki ámóta
vopnabróðir og Björn að baki
Kára. Unnu þeir félagar frægan
sigur á Austfjörðum, og fékk
Alþýðubandalagið þar 1435 at-
kvæði og bætti við sig 418 frá
kosningunum 1963, enda þótt
Samtök frjálslyndra og vinstri
manha væru komin til sögunnar.
Var Lúðvik kjördæmakosinn
sem fyrr, en Helgi Seljan lands-
kjörinn. Mun honum hafa liðið
næsta vel eftir kosningar og
sjaldan eða aldrei lifað glaðari
vökunótt en við að hlusta á at-
.kvæðatölurnar, sem boðuðu laun
dyggrar þjónustu við flokk og
foringja.
Helgi Seljan flýtir sér
vissulega hægt. Hann er snotur
maður og geðþekkur og flikar
engan veginn róttækum
skoðunum sinum, en er þó skap-
fastur og ákveðinn. Helgi er dá-
vel málifarinn, en ekki sköru-
legur i kappræðum. Lætur
honum betur að f jalla um mál-
efni i riti en ræðu, enda gefst þá
umhugsunarfrestur og næði til
vandvirkni, en Helgi hrapar ekki
að neinu og ihugar ^umgæfi-
lega öll viðhorf. Hann berst
litt á i fjölmenni og er þá eins og
feiminn, en færist i aukana við
persónuleg kynni og aflar sér
þannigtraust«;ogvinsælda Störf
sin rækir hann af trúmennsku og
samvizKuseim og gæu pvi veriö
ihaldssamur. Svo er þó ekki, en
hann heldur i heiðri fornar og
góðar dygðir og ástúndar að
votta föðurlandsást sina við
hvert tækifæri að hætti þeirra
íslendinga, er sæta þvi leiða á-
mæli andstæðinga að vera óþjóð-
hollir. Helgi fæddist i skugga
heimskreppunnar, sem þá
myrkvaði landið, og þekkir
mætavel kjör islenzkrar alþýðu
af skilmerkilegri afspur^n og
augljósri reynslu fólksins austur
á fjörðum, sem átti löngum við
að striða sára fátækt og bága
afkomu, ef ekki barst á land
óvæntur afli, sem brást Svo
kannski aftur áður en varði.
Þetta eru meginrök þess
sósialisma, sem Helgi Seljan
aðhyllist og numinn af lifsins bók
en ekki rykföllnum fræðiritum.
Hitt mun vafasamt, að hann geri
sér alls kostar grein fyrir, hvað
ýmsir samherjar hans hafa i
hyggju. Sennilega vaka aðrar og
umdeildari athafnir fyrir
Lúðviki Jósepssyni og Magnúsi
Kjartanssyni en bara þær al-
ménnu og nauðsynlegu um-
bætur, sem Helgi Seljan þráir og
vill koma á. Maðurinn er hins
vegar tæplega svo þróttmikill og
sjálfstæður, að hann muni
nokkurn tima slita samfylgd við
einráða og ófyrirleitna en stéfnu-
fasta leiðtoga fyrst hann slóst i
hópinn og varð þar lukkuriddari.
Aðrir ryðja braut, en Helgi
Seljan rekur spor. Hann ræður
ekki ferðinni, en kemur vel fyrir
og er mvndarlegur tilsýndar.
Helgi þætti stilltur ef hann fylgdi
borgaraílokkunum, hvað þá
innan um vargana i
Alþýðubandalaginu.
Helgi Seljan þylur enga
byltingarsöngva á alþingi eða
hefur þar i frammi önnur læti.
Hann starfar þar samvizku-
samlega i nefndum og virðist
læra fljótt til verka á löggjafar-
samkomunni. Telst hann næsta
heppinn að eiga þar nýliði kost á
jákvæðri afstöðu til þjóðmála i
ábyrgum meirihluta i stað þess
að lenda i neikvæðri og uppi-
vöðslusamri stjórnarandstöðu
eins og löngum hefur verið hlut-
skipti Alþýðubandalagsins fram
að þessu. Helgi er öfgalaus
maður og hefur hvorki minni-
máttarkennd gagnvart
fjölmiðlum né ofurást á slikum
áróðurstækjum.
Framhald á bls. 38.
46. TBL. VIKAN 15