Vikan - 16.11.1972, Blaðsíða 47
mér að grípa hana, áður en hún
féll í yfirlið.
Á líkinu var ekkert, sem sýnt
gæti, hver maðurinn var. Við
réttarhaldið var Gault ákærð-
ur um morð af ásettu ráði. Her-
vey gat ekki gefið miklar upp-
lýsingar um hann. Hann hafði
átt einhver viðskipti við hann
fyrir mörgum árum, en síðan
hafði hann farið úr landi og
Hervey hafði ekkert til hans
vitað fyrr en hann kom til
hans og beiddist húsaskjóls.
Þetta var óþægilegt þar eð þau
höfðu enga húshjálp, en hann
skýrði þeim frá bágbornum
ástæðum sínum, svo að þau lof-
uðu honum að vera. Hann átti
lítið af fötum og næstum enga
peninga. Eftir fyrstu vikuna
tók þau að gruna, að hann hefði
ekki sagt þeim rétt frá, en væri
að fela sig fyrir einhverjum.
Hann vildi engan hitta og var
oftast allan daginn í herberg-
inu sínu, eða þá úti í skógi.
Hervey grunaði meira að segja,
að hann hefði aldrei verið er-
lendis. Það eina, sem lögregl-
an komst að var það, að áður
en hann kom til Herveys, hafði
hann verið tvær nætur í litlu
hóteli við Strand. Eftir réttar-
haldið var víða leitað, en ekki
fannst tangur né tetur.
Læknirinn brosti til mann-
anna kringum borðið.
—- Þetta var góður glæpur,
finnst ykkur ekki? Eg býst við,
að þið sjáið í gegnum hann,
ekki síður en ég? Þessu sló
niður í mig allt í einu, þegar
ég kraup hjá líkinu af grá-
klædda manninum, en ég hélt
mér saman, af því að samúð
mín var öll með þeim Hervey-
hjónum. Kannski hefur það nú
verið rangt af mér en ég gerði
það samt. Eftir réttarhaldið
gekk ég heim með þeim.
— Þetta hefur verið hræði-
leg ákoma, sagði Hervey. —• Eg
vildi óska, að ég hefði aldrei
hleypt honum Gault inn í hús-
ið. Við hefðum átt að geta séð,
að hann var alls ekki með sjálf-
um sér. Og ég er alveg viss um,
að þeir finna hann aldrei.
— Sama hér, sagði ég.
— Ég sagði þetta í þeim tón,
að þau litu bæði upp, en hvor-
ugt sagði neitt. Ég kveikti í
pípunni minni.
— Og eins er ég alveg viss
um hitt, bætti ég við, — að
hann hefur ekki framið þenn-
an glæp.
Þau gláptu á mig. Eg sá, að
hendurnar á frú Hervey kreppt-
ust á stólbríkinni.
— Það getur nú enginn vafi
á því leikið, að hann framdi
glæpinn, sagði Hervey. — Þar
er flótti hans nægileg sönnun.
Ef hann hefur engan þátt átt í
þessu, hvers vegna leggur hann
þá á flótta?
— Ég sagði aldrei, að hann
hefði engan þátt átt í því, svar-
aði ég. — Ég sagði bara, að
hann hefði ekki framið glæp-
inn. En vissulega átti hann
mikinn þátt í honum.
Það var eins og þau bæði
stirðnuðu upp.
— Hvað áttu við? spurði
Hervey dræmt.
— Ég á við, að þetta hefur
verið óvenju slynglegt morð —
miklu klóklegra en dómaran-
um hefði nokkurn tíma getað
hugkvæmzt.
Við skulum hugsa okkur, að
líkið af gráklædda manninum
liggi hérna fyrir fótum okkar.
Hervey leit á konu sína, en
hún horfði beint á mig.
— Mér finnst bara ekki þurfa
að eyða fleiri orðum að þessu,
sagði hann. — Við erum búin
að sjá nóg af . . .
Einhver hreyfing á konu hans
greip fram í fyrir honum.
— Haldið þér áfram, dr.
Redman, sagði hún lágt. — Ef
við hefðum líkið liggjandi hér
fyrir fótum okkar . . . ?
Ég sagði: — Við skulum
hugsa okkur vissar útlitsbreyt-
ingar. Ef maðurinn hefði stutt
hár afturkembt í staðinn fyrir
lanst hár ókembt . . .
Hervey hallaði sér fram í
stólnum, með einkennilegasta
svip á andlitinu, sem ég hafði
nokkurn tíma séð.
— Og ef hann væri ekki al-
rakaður, heldur með alskegg
Frú Hervey hallaði sér nú
líka fram í sínum stól og horfði
á mig með skelfingarsvip.
— Og ef fölsku tennurnar
hefðu ekki verið teknar út úr
honum — það er alveg merki-
legt, hvernig nokkur skörð
geta breytt svipnum.
Hervey æpti, rétt eins og
honum hefði dottið eitthvað í
hus. — En þá hefði maðurinn,
með þessum breytingum getað
verið Gault sjálfur!
— Það hefði hann, sam-
þykkti ég, — og sannast að
segja, þá var hann það.
Sem snöggvast voru þau bæði
eins og mállaus af undrun, en
þá rak Hervey upp hlátur.
— Góðurinn minn, um hvað
ertu eiginlega að tala? Hvern-
ig hefði hann getað verið Gault?
Þetta var gráklæddi maðurinn,
sem kom að spyrja um Gault.
Konan mín sá hann um morg-
uninn og ég sá hann síðdegis.
Við þekktum hann bæði aftur,
og þú sjálfur þekktir hann
líka, eftir lýsingu okkar. Ef
þetta hefur verið Gault, hvar
er þá raunverulegi gráklæddi
maðurinn?
Ég svaraði: — Þar sem hann
hefur alltaf verið: Hvergi-
Frú Hervey rak upp óp og
Hervey stökk upp af stólnum.
— Hvað ertu eiginlega að
fara, Redman?
Hann gekk eitt skref að mér,
en ég horfði fast framan í hann
og hann staðnæmdist.
—■ Það var aldrei til neinn
gráklæddur maður, sagði ég.
Ég sannfærðist um það þegar
við stóðum hjá líkinu og þú
horfðir á það. Það voru fjórar
persónur við þennan glæp riðn-
ar, en ég var viss um, að að-
eins þrjár þeirra voru raun-
verulegar. Gráklæddi maður-
inn var tilbúin persóna, búin
til í sérstökum tilgangi. Og ég
veit, hver sá tilgangur var.
Frú Hervey stóð upp og tók
sér stöðu við hlið mannsins
síns. Hún lagði höndina rólega
á arm hans. Hervey lagði hand-
legginn utan um hana og þann-
ig stóðu þau hvort við annars
hlið.
— Haldið þér áfram, dr.
Redman, ítrekaði hún.
— Þetta var sniðug ráða-
gerð, sagði ég. — Sjálfsagt
hefur Gault verið að kúga af
ykkur fé. Hann gat verið þess-
legur og þótt um fleiri glæpi
væri að ræða. Þið ákváðuð
ykkar í milli, að honum yrði
að ryðja úr vegi og því var
fundinn upp ímyndaður aðili
og honum lýst fyrir mér, —
eftir að kallað hafði verið á
mig til þess að nota mig sem
sjónarvott. Gault átti að virð-
ast hafa drepið gráklædda
manninn, og hann að finnast
myrtur. Þá mundi því trúað,
að Gault hefði numið brott öll
kennimerki af líkinu og síðan
flúið, og þá auðvitað aldrei
fundizt. Því var Gault drepinn,
skeggið rakað af honum, hárið
klippt og kembt aftur, og
fölsku tennurnar teknar úr
honum, og hann síðan klædd-
ur í föt, sem áttu við lýsing-
una af gráklædda manninum,
sem aldrei var til. Þetta hefði
hæglega verið hægt að gera
meðan við frú Hervey vorum
í gárðinum — og síðan var lík-
inu komið fyrir svo að hægt
væri að finna það og þekkja
sem óvin mannsins. Óneitan-
lega sniðuglega að farið.
Það varð dauðaþögn. Loks-
ins dró frú Hervey sig frá
manninum sínum og stóð
óstudd.
— Dr. Redman, sagði hún.
— Dauði maðurinn var mað-
urinn minn. Ég giftist honum
fyrir næstum tíu árum. Hann
var ófreskja og djöfull í manns-
mynd. Þegar hann hafði eytt
öllum eignum mínum hvarf
hann og svo frétti ég, að hann
hefði dáið í Ameríku. Ári
seinna giftist ég aftur og í tvö
ár naut ég sælu, sem ég hefði
ekki trúað, að væri möguleg.
En svo kom hann aftur. Hún
skalf. — Og þá sagði hann mér,
að hann hefði viljað láta mig
halda sig dauðan, svo að ég
gæti gifzt aftur og hann þá
beitt mig fjárkúgun. Og hann
gerði líf okkar að hreinasta
helvíti, þangað til ég var nógu
slæm til þess að láta mér detta
í hug að . . .
Hervey hélt fast utan um
hana. -— Það var ég, sem fann
upp á því. Ég drap hann og því
fer fjarri, að ég finni til iðr-
unar. Hann leit fast á mig. —
En það sem mig langar til að
vita, Redman, er það, hvers
vegna þú steinþagðir við rétt-
arhaldið og vissir samt það,
sem þú vissir. En staðfestir að-
eins framburð minn.
— Af því, vinir mínir, að
mig grunaði sitt af hverju af
því, sem frú Hervey var að
segja mér. Ég kunni vel við
ykkur bæði, en hafði megna
óbeit á Gault. Fjárkúgarar eiga
enga meðaumkun skilið og ég
stóð — og stend enn — ykkar
megin. Það kann að vera, að
ég sé að hylma yfir glæp, en
ég get bara ekki að því gert.
Hvað mig snertir, þurfið þið
ekkert að óttast. Ég sagði ykk-
ur bara frá því, að ég sá gegn-
um þetta, af því að það var
óneitanlega klóklega gert og
ég hafði gaman af að leysa
gátuna.
Hervey og kona hans litu
hvort á annað. Síðan gekk
hann fram og greip hönd mína.
— Þú ert fjandans góður ná-
ungi, Redman, sagði hann, en
. . . mér þykir fjandans leitt
að gera þér vonbrigði — en
þú ert lélegur spæjari. Ég sver
þér — og ég veit að þú trúir
því, af því að ég ætla að segja
þér sannleikann allan — að
dauði maðurinn var ekki
Gault.
Nú kom að mér að glápa á
hann.
— Það var alveg satt þegar
ég sagði þér, að hann gat ekki
verið Gault. En hitt var rétt
hjá þér, að aðeins þrjár af
46. TBL. VIKAN 47