Vikan - 16.11.1972, Blaðsíða 8
SJUKDOMAR
VEGNA
HREINLÆTIS
SKORTS
SKJÓTA UPP
KOLLINUM
í gömlu norsku máltæki er
talað um lýs á tjörukósti, en
það er rétt svo að nútímafólk
hafi heyrt getið um þau fyrir-
béeri. En væri ekki mál að at-
huga nokkuð gang lúsarinnar?
í hinni stóru fjölfræðiorðabók
Gyldendals stendur: „í gamalli
þjóðtrú gegndi lúsin miklu
hlutverki og var oft tekin sem
fyrirboði.
Það þótti, til dæmis, mjög
happasælt ef smábörn fengu
lús, það var hraustleikamerki.
En dræpist lúsin, var það
feigðarboði. Fólk, sem lúsin
forðaðist átti yfirleitt ekki
langt eftir ólifað . . .“
Þetta er auðvitað hlægilegt.
En nú á tímum vitum við hvers
vegna lúsin forðaðist fólk með
sótthita.
Það hefur sjálfsagt fáum
dottið í hug að það sem við
köllum sjúkdóma vegna hrein-
lætisskorts, ættu eftir að skjóta
upp kolli á ný. Nú á dögum
menningar og hreinlætis! En
svo les maður skýrslur um að
lúsin og hreinlætisskorturinn
séu komin á kreik, eins og
skrattinn úr sauðarleggnum, til
angurs og armæðu fyrir heil-
brigðisyfirvöldin.
— Já, það er skrítið en stað-
reynd samt, við héldum að við
værum blessunarlega laus við
þann ófögnuð, segir Fr. Nelbye
borgarlæknirí Oslo. Hann var
áður yfirlæknir við heilbrigð-
ismálaráðuneytið, svo hann
ætti að þekkja þessi mál til
hlýtar.
Hann segir hér í stuttu máli
frá ástandinu í þessum málum
í Noregi og það er ástæða til
að ætla að það sé víðar en í
Noregi, sem lúsin og kláðinn
eru farin að gera vart við sig.
Hér á íslandi eru orðin tölu-
verð brögð að því að lúsar og
kláða hafi orðið vart og í ensk-
um blöðum er líka kvartað yf-
ir þessari plágu.
Höfufflús — hvimleiff og mjög
smitandi.
— Meðal þeirra sjúkdóma,
sem hægt er að rekja til hrein-
lætisskorts, er fyrst og fremst
lúsin og þá er ekki úr vegi að
ræða um þær þrjár tegundir,
sem koma til greina: Höfuðlús,
fatalús og flatlús.
Höfuðlúsin heldur sig, eins
og nafnið bendir til, aðallega
í höfuðhárinu. Hún verpir
eggjum sínum á sjálft hárið,
við hársvörðinn og það orsakar
kláða. Það getur orðið til þess
að fólk klórar sér og rífur upp
hársvörðinn. Það getur hlaupið
bólga í þessar rispur svo að
allur hársvörðurinn verður að
einu sári.
Lýsnar berast frá manni til
manns, ýmist ef fólk sefur
saman, eða notar sömu greiður
og höfuðföt. Já, stundum þarf
ekki meira til en lúsug mann-
eskja fái lús eða nit undir negl-
urnar og klappi svo þeirri
næstu á kollinn.
Sem betur fer er höfuðlúsin
ákaflega næm fyrir vatni og
sápu og getur varla þróazt við
venjuleg hreinlætisskilyrði. —
Árangurinn verður sá, að þótt
maður sé svo óheppinn að fá á
sig lús, þá deyr hún út, þar sem
hún hefur ekki skilyrði eða frið
til að tímgast. Það þarf aðeins
venjulegt hreinlæti til að losna
við hana, — þvo sér tvisvar í
viku um hárið og bursta það
og kemba daglega.
Sjúkdómar berast ekki milli
manna með höfuðlús.
Fatalúsin er hræffilegur
sýklaberi.
En aftur á móti er fatalúsin
hræðilegur sýklaberi. Hún lif-
ir og verpir innan á nærfötun-
um, svo nálægt líkamanum að
hitinn er 34—36 gráður, allt að
því líkamshiti. Þessi hiti er
nauðsynlegur til þess að klekja
út eggjunum. Þessar lýs eru
mikið fyrir rólegheitin, una
bezt hjá þeim, sem sjaldan
skipta um föt, en sé það gert,
reyna þær fljótlega að leita sér
að öruggu hæli. Þá hætta þær
sér út um hálsmál, handvegi og
niður buxnaskálmar. En lúsin
getur ekki stokkið eins og fló
og þær eiga erfitt með að
hreyfa sig, svo ef þær eru of
lengi á leiðinni, krókna þær.
Ef lýsnar eiga að hafa lífs-
skilyrði, verða þær að komast
fljótt manna á milli, þá helzt á
fólk, sem ef til vill notar sömu
fötin og sömu sængurföt.
Sem betur fer þola þær ekki
það hreinlæti, sem víðast hvar
er viðhaft meðal siðaðra manna
í dag, svo fatalúsin þrífst ekki.
Lendi hún í vist hjá þrifinni
manneskju, reynir hún fljót-
lega að finna sér öruggt hæli,
til að verpa í, en fær þá ekki
frið til þess að klekja út eggj-
um sínum.
Sótthiti — og lýs á
faraldsfæti.
Fatalúsin hefur mikið komið
við sögu mannkynsins gegnum
árin. Það er hún sem ber bletta-
8 ViKAN 46. TBL.