Vikan


Vikan - 16.11.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 16.11.1972, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI FOLALD VIÐ ÁNA í FULLRIALVÖRU FANGAHJÁLP Kæri draumráðandi! Mér þætti vænt um, ef þú réðir þennan stutta draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Hann er svona: Mér fannst ég vera stödd við á eina. Það var mikill klaki á henni. Hinum megin við hana stóð lítið, hvítt folald. ®!g veit alveg, hver á þetta folald. Folaldið vildi komast yfir ána til mín. Það var alltaf að vaða út í og brjóta klakann á ánni með framfótunum. Síðan hneggjaði það til mín, eins og það væri að biðja mig um hjálp. Þegar ég ætlaði að reyna að hjálpa folaldinu að komast yfir ána, vaknaði ég, og mér leið illa. Með fyrirfram þakklæti fyrir ráðninguna. H.S. Hvítur hestur er mikið gæfutákn í draumi. Þess vegna teljum við ólíklegt, að þessi draumur sé fyrir neinu illu, þótt blær hans sé þess eðlis. Líklega verða þó einhverjir kaldranalegir erfiðleikar á vegi þínum á næstunni, en þeir munu fyrr en varir snúast upp í notalega hamingju. BRÚÐGUMINN, SEM KOM EKKI Að undanskildu landhelgismálinu og hinu eilífa karpi um efnahagsmál hafa fangelsismál verið mest í brennidepli á nýbyrjuðum vetri. Umæðurnar hófust með greinaflokki í Samvinnunni, og nú síðast var viðamikill hópþáttur hjá Ólafi Ragnari Grímssyni í sjónvarpinu. Fangahjálp hefur borið nokkuð á góma í þessum umræðum, og þess vegna væri ekki úr vegi að víkja ofurlítið af þeim og minna á nýja aðferð, sem minnzt hefur verið á áður í þessum þætti. Alkunna er, hversu afbrotamönnum hættir til áð lenda á sömu glapstigunum aftur, jafnskjótt og þeir hafa afplánað fangelsisdóm og öðlazt frelsi. Þjóðfélagið tekur ekki fyrr- verandi afbrotamönnum opnum örmum, svo að þeim gef- ast oft lítil tækifæri til að hefja nýtt og betra líf, þótt þeir hafi strengt þess heit í betraunarvistinni. Raunar eru í flestum löndum starfandi stofnanir, sem hafa það að mark- miði að reyna að greiða götu fyrrverandi fanga og hjálpa þeim að gerast aftur nýtir þjóðfélagsþegnar. Hér á landi eru til dæmis tvær slíkar stofnanir, Fangahjálpin og Vernd, sem hafa unnið hið ágætasta starf, innan þeirra marka, sem þau hafa sett sér. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi um daginn, að það ætti að ferma mig aftur. Þegar ég kem í kirkjuna, segir skólasystir mín „Þarna kemur brúðurin.“ Þá var mér sagt, að ég ætti að giftast manni, sem við skulum kalla X. Eg var látin hafa dýrlegt brúðarslör. Ég var ánægð, þegar ég frétti, hverjum ég ætti að giftast. Og mér fannst ekkert skrítið, þó að það ætti að ferma mig aftur og öll skólasystkini mín. Einu skyldmennin sem ég sá voru mamma mín. Nú var allt tilbúið og farið að bíða eftir brúðgumanum. En hann kom ekki. Hver mínútan leið af annarri, þar til presturinn sagði mér, að ekki væri hægt að bíða lengur. Ég var mjög sorgmædd og mér fannst, að presturinn hefði ekkert verið of góður til að bíða svolítið lengur. Um kvöldið fór ég út. Þegar ég gekk framhjá húsi einu, heyrði ég raddir, sem mér fannst ég kannast við. „Nú er lokið við að ferma,“ heyrði ég sagt. „Og ekkert brúðkaup." Síðan var hlegið dátt og lengi. Þá heyri ég í brúðgumanum, sem kom ekki, þessum, sem við ætluðum víst að kalla X. „Viljið þið hleypa mér út,“ segir hann, og var það gert. Síðan gengur hann rakleitt að kirkjunni, lítur inn í hana og segir um leið: „Því er lokið.“ Á leiðinni heim mætir hann vini sínum og segir við hann: „Af hverju fékk ég ekki að giftast í friði?“ Vinurinn svaraði: „Strákarnir hafa öfundað þig.“ Þá segir X: „Nú er víst engin von til þess, að ég geti gifzt henni.“ Og þá vaknaði ég. Ég vona, að þú birtir þetta fyrir mig. Ein draumlynd í Keflavík. Þetta var býsna skrítinn draumur, eins og þeir eru reynd- ar oft. Við ráðum hann á þann hátt, að hann snerti ásta- mál þín og tákni einhvern misskilning, sem kemur upp milli þín og þess, sem þú elskar. Þetta atvik fær mikið á þig, en þegar í ljós kemur, að um eintóman misskilning er að ræða, gleymist það á svipstundu, og allt verður jafn- gott og áður. En nú hefur mjög rutt sér til rúms erlendis undanfarið. ný aðferð við fangahjálp, sem borið hefur rikulegan ávöxt. Aðferð þessi er fólgin í því, að komið er á fót umfangs- miklu kerfi sjálfboðaliða, sem hver um sig tekur að sér einn fanga. Hjálpin byrjar ekki eftir að fanginn er sloppinn úr fangelsinu, heldur strax meðan hann dvelst þar. Sjálf- boðaliðinn heimsækir þann fanga, sem honum hefur verið falið að annast, þegar skömmu eftir að hann hefur verið lokaður á bak við lás og slá, og hefur síðan stöðugt sam- band við hann, þar til hann öðlast frelsi á ný. Reynt er að vanda sem allrabezt val sjálfboðaliðans og sótzt eftir að fá til að gegna þessu vandasama starfi menn, sem mega sín nokkurs í þjóðfélaginu, til dæmis atvinnurekendur eða áhrifamenn á einhverju sviði. Slíkir menn hafa aðstöðu til að hjálpa afbrotamönnum, og þess eru mörg dæmi, að það hafi tekizt giftusamlega. Þessi nýja aðferð á rætur sínar að rekja til Hollands og hefur borið slíkan árangur þar, að 90% af fyrrverandi af- brotamönnum lenda ekki í kasti við lögregluna á nýjan leik. Ungur bandarískur klerkur, Simmons að nafni, kynnt- ist þessari óvenjulegu fangahjálp Hollendinga og varð svo hrifinn af henni, að hann ákvað að koma á fót slíkri starf- semi í heimalandi sínu, en í Bandaríkjunum er helmingur afbrotamanna talinn óforbetranlegur. Hann lét ekki sitja við orðin tóm, heldur hófst þegar handa og hefur nú komið upp öflugum hópi sjálfboðaliða. Þessi nýja og árangursríka fangahjálp er vissulega at- hyglisverð. Hjálparstofnanir eru góðra gjalda verðar, en ná miklu skemmra en aðstoð hins almenna borgara, sem af fúsum vilja tekst á herðar að hjálpa vegvilltum samborg- ara sínum og vísa honum rétta leið. G. Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.