Vikan - 16.11.1972, Page 19
GRAKLÆDDIMADDRINN
Læknirinn hellti í portvíns-
glasið sitt og rétti svo flöskuna
áfram. Hann hafði nýlega tek-
ið við mikilvægu embætti sem
sjúkdómafræðingur, og spurn-
ingin, sem hafði verið lögð fyr-
ir hann rétt áður, þarna við
borðið, virtist eitthvað erfið
viðfangs. Hann hugsaði sig um
stundarkorn.
— Klóklegasti glæpurinn,
sem hefur komið til minna
kasta? Það er nú erfið spurn-
ing. Eg veit það ekki . . . Það
er erfitt að segja . . . Hann
hugsaði sig enn um. — Jú, ég
hugsa, að það sé gráklæddi
maðurinn . . . Já, alveg áreið-
anlega.
— Þetta gerðist í smáborg í
Sussex, sagði læknirinn. — Ég
var að 'gegna þar störfum fyrir
kunningja minn, sem hafði ver-
ið kallaður utan. Þarna var
Ijómandi fallegt landslag, með
nokkrum stórbýlum í nágrenn-
inu og ég hafði eignazt við-
kunnanlega kunningja. Meðal
þeirra voru ein hjón, sem ég
ætla að kalla Hervey. Ég dróst
strax að þeim. Þau áttu heima
í skemmtilegu gömlu húsi, með
fallegum garði.
John Hervey var eitthvað
hálffertugur að aldri. Hann
hafði grætt talsvert fé á ein-
hverri verzlun, sem ég man nú
ekki, hvað var, og svo keypt
húsið. Konan hans var sú fal-
legasta, sem ég hafði nokkurn
tíma séð. Hún hefur víst verið
eitthváð um þrítugt — fráleitt
eldri — með dásamlegt eirrautt
hár og þennan fallega rjóma-
gula hörundslit. Hún var mjög
alúðleg og sérstaklega góð við
börn og dýr. Ég borðaði oft
kvöldverð hjá þeim og var þá
alltaf fyrirfram viss um
skemmtilegt kvöld. En nú höfðu
þau lent í vandræðum með
þjónustufólk og gátu ekki feng-
ið neitt í stað þess sem fór.
Eitthvað mánuði seinna —
eitt júníkvöld — kom Gault.
Hervey sagði mér, að þetta
væri maður, sem hann hefði
einu sinni átt viðskipti við, og
mundi nú verða þarna í nokkr-
ar vikur. Þegar ég svo hitti
hann, nokkrum dögum seinna,
í húsinu, fékk ég samstundis
óbeit á honum. Það hefðu líka
níu menn af hverjum tíu feng-
ið — hann var þannig mann-
SMÁSAGA EFTIR BRANDON FLEMING
- HANN VIRTIST VERÐA HRÆDDUR,
ÞEGAR ÉG SAGÐI HONUM FRÁ
GRÁKLÆDDA MANNINUM.
£G HEFÐI BETUR EKKI NEFNT HANN Á
NAFN. ÞETTA HEFUR LÍKA
GERT MIG TAUGAÖSTYRKA . . .
tegund. Hann var meðalmaður
á allan vöxt, með svart yfir-
skegg og þétt, dökkt höku-
skegg. Það var ekki svo auð-
velt að segja, að hvaða leyti
hann var óviðkunnanlegur —
kannski var það fyrst og fremst
málrómurinn, sem var ein-
hvern veginn hörkulegur og
hæðnislegur í senn, eða þá
kippirnir í öllum hreyfingum
hans.
Hann var sú manntegund,
sem maður mundi sízt búast
við að hitta á heimili eins og
þeirra Herveyhjóna. Hann virt-
ist ekkert hrifinn af að kynn-
ast mér — sannast að segja var
hann næstum ruddalegur við
mig. Hervey afsakaði þetta við
mig næst þegar við hittumst
og sagði að Gault væri eitthvað
bilaður á taugum, og langaði
ekkert til að hitta ókunnuga
fyrr en honum væri batnað.
Eftir þetta forðuðumst við
Gault hvor annan eftir föngum
og ég leit aldrei inn hjá Her-
vey.
Gault var búinn að vera
þarna eitthvað tíu daga, þegar
Herveyhjónin komu heim til
mín einn daginn og buðu mér
til kvöldverðar næsta dag. Ég
reyndi að afsaka mig, þar eð
ég vissi, að þau höfðu enn ekki
fengið neina húshjálp, og auk
þess langaði mig ekkert til að
taka upp aftur kynnin við
Gault, en þau lögðu svo fast að
mér, að loks þá ég boðið. Þeg-
ar ég kom þangað, hitti ég frú
Hervey eina síns liðs í setustof-
unni. Ég sá strax, að hún var
óvenju föl og virtist eiga bágt
með að vera jafnkát og endra-
nær. En þá kom Gault inn.
Hann var í frekar ræfilslegum
smókingfötum, en reyndi að
vera altilegur, rétt eins og til
að bæta fyrir fyrri ókurteisi
sína.
Kokteilglösin stóðu til reiðu,
og frú Hervey rétti mér eitt
þeirra.
— Hann John kemur eftir
andartak, dr. Redman, sagði
hún. — Hann tafðist eitthvað
í Hailsham.
Hún sneri sér að Gault, hálf-
hikandi.
— Hr. Gault, það hefur
tvisvar komið hingað maður í
dag og spurt um yður. Ég gat
ekki sagt yður af því fyrr.
Framhald á bls. 44.
46. TBL. VIKAN 19