Vikan - 16.11.1972, Blaðsíða 11
SKUSSA MARVIN
Hank Marvin er ekki dauður úr öllum
æðum, þó svo að The Shadows séu löngu
komnir undir græna torfu. Hér verður
litillega fjallað um Hank Marvin, Hie
Shadows og trfóið Marvin, Wells og
Farrar.
sem þeir semja. Hún er eitt af þvi
allra bezta, sem fyrirfinnst á
markaBnum I dag. Platan Second
Opinion er sönnun þess. Þaö eru
hips vegar ekki margir sem vita,
aö þessi plata er til eöa hefur
nokkurn tima veriö gerö. Hank
Marvin og Bruce Wells hafa nú
þegar algjörlega falliö i
gleymsku. Þeir gera sér grein
fyrir þessu og haga sér sam-
kvæmt þvi. Ef litiö er á albúmið
utan um Second Opinion, sem á er
mynd af þeim þremur, þá er
ógjörlegt að þekkja þá. Þeir ætla
sem sé ekki aö selja sin nýjustu
verk út á gamla frægö. Þeir láta
verkin tala. Framhald á bls. 23.
Vandinn er aö eldast, án þess að
missa andlitiö. Meirihluti fyrstu
brezku rokk-hljómlistar-
mannanna standa nú andspænis
þessu vandamáli. Þeirra á meöal
er Hank Marvin f.v. gitarleikari
The Shadows og raunverulega
fyrsta stjarná brezkra
gitarleikara.
Hann valdi þá leiðina, aö veröa
ellidauður á sviöinu, frekar en
fyrir framan sjónvarpiö heima I
stofu, horfandi á skemmtiþætti
Cliffs Richards, f.v. söngvara The
Shadows. Þessa ákvörðun tók
hann fyrir nokkuð löngu siöan og
fékk þá I félag viö sig Bruce Wells
og John Farrar. Þeir hafa siöan
gefiö út tvær L.P. plötur, sú fyrri
hét eftir þeim, Marvin, Wells og
Farrar, en sú siöari hlaut heitið
Second Opinion. Andstætt The
Shadows, þá semja þeir sjálfir öll
þau lög, sem þeir flytja. Eru það
Hank Marvin og Bruce Wells sem
semja meirihlutann. Þeir eru?
allir afburöagóðir hljómlistar-
menn, en textarnir þeirra eru þvi
miður ekki upp á marga fiskana.
Þessi hérna er eftir Hank Mar-
vin:
Snow is falling, cars are stalling
Bare trees stand in rows.
Icy.winter blows^ my nose
Thank heavens I’ve got you.
I lauslegri þýðingu myndi hann
vera eitthvað á þessa leiö:
Snjór fellur, bilum er lagt,
nakin tré standa i röðum.
Kaldur vetur blæs, nefiö mitt
Guði sé lof aö ég hef þig.
Ef kommunni er sleppt I enska
textandum á eftir blows, eins og
einhver háðfuglinn vildi gera og
þaö er auk þess sungiö þannig á
plötunni, væri merkingin: Kaldur
vetur snýtir mér. Siöasta linan
heföi ef til vill átt aö vera svona:
Gleöileg jöl, Hank. Þá væri hún i
fullu samræmi viö þaö, sem á
undan er komiö. Hægt er aö tina
til margt fleira en þetta litla
dæmi, sem er hér að ofan.
En þó aö hægt sé aö finna
marga galla I texta, er ekki þaö
sama hægt aö segja um músikina