Vikan - 16.11.1972, Blaðsíða 44
VELKOMIN í NUDDSTOFUNA
iMSIkBMl. hwR.leaii6MlltaiáiBgL SAUNA
\ J|\ STOFNUÐ 17-11-1962
10 ÁRA
NUDDSTOFAN ER OPIN:
Nuddstofan FYRIR KONUR
SAUNA fj þriðjudaga kl. 13.00-20.00
HátúniS miðvikudaga kl. 12.00-17.00
simi 24077 fimmtudaga kl. 13.00-20.00
'WSIH!!! föstudaga
kl.
9.00-15.00
AMERÍSKT NUDD FYRIR KARLA:
ÞÝZKT VATNSNUDD mánudaga kl. 8.00-20.00
HANDNUDD þriðjudaga kl. 8.00-12.00
MARGAR TEGUNDIR miðvikudaga kl. 8.00-12.00
LJÓSLAMPA miðvikudaga kl. 18.00-21.00
fimmtudaga kl. 8.00-12.00
MARGAR TEGUNDIR föstudaga kl. 16.00-20.00
RAFMAGNSNUDD laugardaga kl. 8.00-17.00
RIMLAÆFINGAR sunnudaga kl. 8.00-12.00
PANTANIR Á NUDDI
í SÍMA 24077
Eigandi:
EDVALD HINRIKSSON
Heimasími 23256
Hátúni 8 - Sími 24077
maður hefur grun um kláða,
þá er sjálfsagt að hafa sam-
band við skólalækni eða skóla-
hjúkrunarkonu og það eru líka
margir af eldri kennurunum,
sem þekkja kláða.
Þessir sjúkdómar, sem við
höfum talað um heyra allir
undir hreinlætisskort, segir
Melbye borgarlæknir.
Hvemig er þatf með flærnar?
— Flóin er allt annars eðlis
og hún getur komið þangað,
sem fyllsta hreinlætis er gætt.
Hún er líka skaðlaus, vegna
þess að hún er ekki sýklaberi.
Flær eru mjög sjaldgæfar nú
1 okkar þjóðfélagi og stafar það
líklega af því að hálmdýnur
eru ekki notaðar lengur. En í
Mið-Ameríku og Norður-Afríku
er það daglegt brauð að flytja
flær heim til sín, þegar farið
hefur verið í ferðalög um land-
ið.
Það er ákaflega fljótlegt að
losna við flóna, hún stekkur
einfaldlega í burtu. Maður
finnur strax þegar flóin bítur,
hún er ekki eins lúmsk og lús-
in og þá er um að gera að leita
hana uppi.
Þegar ég var héraðslæknir á
Vesturströndinni fyrir 25—30
árum, var mikið um flær þar
og ég kom oft með þær heim
til mín. Eg hafði alveg sérstaka
aðferð til að finna þær: Eg fór
í víða, hvíta sokka, síðan úr
öllum fötunum og hristi þau
vel. Þá stukku flærnar niður í
sokkana, það var eini felustað-
urinn. Því næst steig ég upp í
bala, sem var fullur af vatni
og drekkti þeim. Þér megið
hafa þetta eftir mér, þetta er
ágætt ráð gegn flóm . . .
☆
GRÁKLÆDDI
MAÐURINN
Framhald af bls. 19.
Gault sneri sér svo snöggt
við, að vínið skvettist upp úr
glasinu hjá honum.
— Spyrja um mig?
— Hann kom í morgun þeg-
ar þér voruð rétt nýfarinn út.
Um klukkan hálftólf.
Hún skalf ofurlítið og tæmdi
glasið.
— Eg var úti í garði. — Hann
kom beint til mín en ekki að
dyrunum. Hann leit hræðilega
út — í óhreinum gráum flún-
elsfötum og með gamla tennis-
skó. Rétt sem snöggvast varð
ég hrædd við hann. Hann virt-
ist ekki trúa mér þegar ég sagði
honum, að þér yrðuð að heim-
an allan daginn.
Gault hafði hvesst augun og
það var rétt eins og hann héldi
dauðahaldi um glasið sitt.
— Sagði hann ekki til nafns
síns?
Hún hristi höfuðið.
— Nei. Eg spurði hann um
það, en hann vildi ekkert segja
annað en það, að hann væri
gamall vinur yðar og mundi
koma aftur seinna um daginn.
Ég varð sárfegin þegar hann
fór. Hann leit ekki út fyrir að
vera neinn sannur vinur yðar.
Svipurinn á Gault var orð-
inn einkennilegur. Helzt varð
lesin út úr honum hræðsla, og
rétt sem snöggvast virtist hann
eiga bágt með að hafa stjórn
á sjálfum sér.
— Ég veit ekki, hver þetta
getur hafa verið, sagði hann og
var eitthvað hikandi.
— Hann var að minnsta kosti
mjög fráhrindandi maður,
sagði hún. — Það vildi svo til,
að John var inni í forstofu þeg-
ar hann kom í annað sinn —
um klukkan fjögur — og opn-
aði sjálfur fyrir honum. Þegar
hann sagði, að þér væruð enn
ekki kominn heim, gerðist hann
ósvífinn og sagðist ætla að
koma inn og bíða eftir yður.
Og ég er hrædd um, að John
hafi heldur ekki verið sem
kurteisastur. Hann sagðist ekki
vilja hafa hann hangandi þarna
í húsinu og bað hann hafa sig
á brott. Sem snöggvast hélt
John, að maðurinn ætlaði að
fara að gera uppistand. En þá
hló hann bara lágt og sagði:
— Segðu honum Gault, vini
mínum, að ég komi aftur í
kvöld. Síðan sneri hann sér á
hæli og gekk út að hliðinu.
Gault starði út um opinn
gluggann, út í myrkrið, sem
færðist í aukana, þetta hlýviðr-
iskvöld. Hann var áreiðanlega
hræddur. Hendurnar á honum
skulfu.
— Ég vil ekkert við hann
tala, sagði hann hvasst. — Eg
get við engan talað og ég vil
fá að vera í friði. Síðan sneri
hann til dyra. — Ég ætla að
fara upp í herbergið mitt og
kem ekki í kvöldmat. Hann
næstum hljóp út úr stofunni.
Frú Hervey starði á eftir hon-
um, steinhissa. Hún var mjög
áhyggjufull.
— Afsakið þér, dr. Redman,
en hann Gault er einkennileg-
ur maður og virðist stundum
ekki hafa stjórn á sjálfum sér.
En svona hef ég samt aldrei
vitað hann haga sér.
— Honum líður illa, sagði
ég. — Hann ætti alls ekki hér
að vera. Eins og honum líður
núna, gæti hann fengið kast,
hvenær sem er, og það alvar-
legt.
— Hann virtist verða hrædd-
ur, sagði hún, — þegar ég sagði
honum frá gráklædda mannin-
um. É'g hefði betur ekki nefnt
hann á nafn. Þetta hefur líka
gert mig taugaóstyrka.
Hervey kom inn í stofuna.
Hann hafði sýnilega klætt sig
í snarkasti.
— Afsakið, að ég er svona
seinn fyrir. Hvað gengur að
honum Gault? Ég hitti hann í
stiganum. Hann virtist vera
dauðhræddur.
Frú Hervey sagði honum,
hvað gerzt hafði. Hann yppti
öxlum, eins og í vandræðum.
— Hann er farinn að verða
hálfgerð hrelling. Ég er feginn,
að hann fer í næstu viku. Við
erum víst bæði búin að fá nóg
af honum. En ég ætti nú að
fara og vita, hvað að honum
gengur, og fá hann til að koma
niður. Við getum ekki látið
hann dúsa svona í herberginu
sínu í allt kvöld.
Hann lauk úr glasinu sínu og
fór upp. Ég hellti í glasið henn-
ar og rétti henni það.
— Hafðu engar áhyggjur af
þessu, sagði ég. — Gault má
vera uppi ef hann vill. Við get-
um vel af honum séð stundar-
korn.
Hún reyndi að brosa, en það
var áhyggja í svipnum. Her-
vey kom aftur eftir nokkrar
mínútur. Hann var í vondu
skapi.
— Ég veit ekki, hver fjand-
inn er hlaupinn í hann. Það er
eins og hann sé skíthræddur,
og vill ekki koma út úr her-
berginu. Maður verður víst að
láta hann eiga sig.
Við gengum inn í borðstof-
una.
Kvöldverðurinn var ein-
kennileg máltíð. Það var eins
og eitthvert farg lægi á okkur
öllum. Hervey var að reyna að
44 VIKAN 46. TBL.