Vikan - 16.11.1972, Blaðsíða 23
3M - SKUGGA
MARVIN
Framhald af bls. 11.
Hljómleikar Marvin, Wells og
Farrar eru illa sóttir. beir eru aö
hluta gleymdir, eins og áður
sagði, en það eru margir sem ekki
vilja þekkja þá. Þeir spila i dag
eingöngu frumsamda tónlist, eitt-
hvað sem enginn hefur heyrt
áður. bað finnst sumum gömlum
áhangendum The Shadows vera
svik og koma þess vegna ekki á
hljómleika þeirra. Stundum hafa
ekki komið nema 100 manns, en
þaö virðist engin áhrif hafa á þá
félaga. Þeir eru löngu orðnir
þreyttir á tali um að fylla hina og
þessa hljómleikahöll ina. Slikt
tilheyrir dögum The Shadows.
Þeir sem að fylgdust með upp-
vaxtarárum Skugganna á slnum
unglingsárum eru nú komnir um
þritugt. The Shadows voru
stofnaðir á árinu 1958, sem
aðstoðarhljómsveit Cliff Richard.
Það liðu tvö ár, og alltaf var það
Cliff sem var i sviðsljósinu. En
þar kom að þvi, að The Shadows
gáfu sjálfir út litla plötu. Lagið
var Apache og það komst á
vinsældglista i júli 1960. Fyrir
þaö fengu þeir gullplötu i april á
næsta ári. The Shadows spiluðu
svo sinn fyrsta konsert án Cliff i
september 1961, og voru I október
kosnir vinsælasta hljómsveitin 1
kosningu sem New Musical
Express efndi til. beir urðu
vinsælli og vinsælli og áttu m.a. 26
piötur meöal 20 vinsælustu á
árunum 1960-1967. Það voru fleiri
en sjálfir Bitlarnir áttu. En þegar
veldi Bitlanna var sem mest, fór
aö halla undan fæti fyrir The
Shadows.
Hánk Marvin var eitt spurður
aö þvi, hvers vegna The Shadows
hættu. „The Shadows urðu smátt
og smátt hluti af einhverri heild,
sem tilheyrði skemmtana-
bransanum. Hljómleikarnir
okkar voru vel sóttir, L.P.
plöturnar okkar seldust vel. Og
viö létum allt rúlla. En einn góðan
veðurdag vöknuðum við upp við
vondan draum. Við gerðum okkur
skyndilega grein fyrir þvi, að það
voru stórkostlegir hlutir að gerast
i kringum okkur i poppinu. Við
vórum orðnir eins og einhverjir
aðskotahlutir I stóruhi straumi,
sem við gerðum okkur ekki grein
fyrir hvernig var. Viö gerðum
okkur grein fyrir |5vl, að við
höfðum ekki gert neitt nýtt um
langan tima. Við spiluöum alltaf
gömiu vinsælu lögin, og það var
það sem fólkið vildi heyra hvort
eð var. Það var svipað með Judy
Garland. Hana langaði til að fara
inn á sviðið og syngja eitthvað
annað en hún hafði alltaf sungiö.
En áheyrendur vildu ekki leyfa
Framhald á bls. 28.
Hvorki þér né Ajax
þurfið sjálfvirka þvottavél
til að fa gegnhreinan, hvítan þvott
því Ajax er sjálft sjálfvirkt
Ajax er blandað efnakljúfum og því óháð orku þvottavéla
Með Ajax - efnakljúfum
verðúr Þvotturinn
gegnhreinn og
blæfallegur.
Ajax er gætt sjálfvirkri
Þvottaorku og hreinsimætti,
sem óhreinindin fá ekki staðizt.
Ajax er kjörefnið i stórÞvottinn - gerir
hverja flik leiftrandi hvíta. Ajax er
lika tilvalið í fínni Þvotta, t.d. orlon og
nælon, sem gulna Þá ekki. Ajax
er rétta efnið, ef leggja
Þarf í bleyti, og við forÞvott. Notið
Þá Ajax og horfið á
óhreinindin hverfa.
45.TBL. VIKAN 23