Vikan


Vikan - 21.12.1972, Side 19

Vikan - 21.12.1972, Side 19
FRAMHALDSSAGA EFTIR DOROTHY DANIELS 4. HLUTI Röddin bilaði og hann rak upp eymdaróp um leið og hann faðmaði mig að sér og hélt mér fastri, svo að kinnarnar á okkur snertust. Þá fann ég vætu á minni kinn og ég vissi, að hann var farinn að tárfella....... verið lesnar mörgum sinnum. Svo var marmara-arinn, sem logaði glatt i, og uppi yfir honum var stór mynd af manninum, sem ég vissi að sat þarna i stólnum. Svo voru tvær aðrar myndir, sitt hvorum megin viö myndina af föður minum. önnur .af konu, sem var vafalaust móðir min. Og vist var ég alveg merkilega lik henni. Hin var af rosknum manni, sem var sviplikur föður minum. Hr. Devois gekk með mig fram fyrir stólinn og hélt ljósinu upp að andlitinu á mér. Það var oliu- lampi á stóra útskorna borðinu og auk þess voru þarna vegglampar, sem báru birtu. Hr. Devois sagði: - Burgess rlkisstjóri, þessi unga stúlka' segist vera dóttir yðar, og það liggur við, að ég trúi þvi. Faðir minn stóð hægt upp, gekk kring um borðið og I áttina til min. Hann var hærri en hr. Devois, og vel þrekinn en þó ekki neitt feitur. Seinna komst ég að þvi, að hann hafði til skamms tima tekið mikinn þátt i Iþróttum. Hárið á honum var snemma orðið grátt og það ásamt börtunum gerði svipinn á honúm tigulegan. Augun voru lika ghá og virtust stafa frá sér hlýju, enda þótt þau gætu orðið hörð, éf* þvi var að skipta. Hann gekk fast að mér. Hann rétti út aðra höndina og snerti andlitið á mér, ekki til þess aö klappa mér heldur til þess að snúa höfðinu á mér ofurlitið, svo að hann gæti skoðað mig betur. - Hvar fannstu hana? spuröi hann hörkulega. - Hún var að koma gangandi að húsinu, og ég er hræddur um, aö ég hafi hrætt hana. - Þakka þér fyrir að koma með hana hingað, sagði hann. - Nú máttu fara. Og Lance .... - Já, herra. - Farðu um þessar dyr.Faðir minn benti á dyr beint andspænis dyrunum, sem við höfðum komið inn um. - Eða þarf ég kannski að taka það fram? - Varla, herra. Ég botnaði ekki almennilega I þessu, en eins og endranær lét hr. Devois sér hvergi bregða, þvi að hann hneigöi sig ofurlitiö fyrir mér, tók hönd mina og kyssti á hana. Hefði öðruvisi staðið á, hefði ég oröið óróleg, þvi að þetta var i fyrsta skipti, sem ég varö fyrir sliku, en nú var ég bara of taugaóstyrk til þess að láta mér bregða við manni, sem vissi sjálfur vel af aðdráttarafli sinu á veika kynið. Og þvi var ekki að neita, að þetta aðdráttarafl hafði hann. Þegar hann var farinn út, greip faðir minn um axlir mér og hélt áfram aö skoöa mig. - Hvaöan kemur þú? - Frá New York, svaraöi ég. - Ég hef átt þar heima hjá henni.... Ég snarþagnaði. Haltu áfram, sagði hann rólega. - Konunni, sem ég kallaði mömmu mina. - Hvað heitir hún? - Ellen Randell. Hún er mjög elskuleg kona. - Sleppum þvi, Hvað fékk þig til aö koma hingað I dag? - Ég vissi ekki fyrr en I morgun, að rétta nafnið mitt var Jane Burgess. - Það skulum við tala um seinna. Hann tók böggulinn, sem ég hélt enn á, og lagði hann á boröið. Svo leiddi hann mig að myndinni af konunni, sem ég átti enn eítir að sjá - hinni raun- verulegu móður minni. Hann benti á myndina og sagði: - Þetta er móðir þin. Hann þurfti ekki að segja mér það. Það lá alveg I augum uppi en ég stóð við hliðina á myndinni og hann hopaði hægt á hæl og horfði á myndina af móður minni og siöan á mig. Þegar hann hafði horft nægju sina, kinkaði hann hægt kolli og gekk siban til min. - Það er ekki um að villast. Þú ert dóttir min. Ó, Jane lifandi hraust og falleg! Og komin heim. Loksins komin heim. Röddin bilaði og hann rak upp eymdaróp um leið og hann faömaði mig að sér og hélt mér fastri, svo að kinnarnar á okkur snertust. Þá fann ég vætu á minni kinn og ég vissi, að hann var farinn að tárfella. Faðir minn að gráta af gleöi, afþvi að ég var komin heim! Ég varð svo hrærð, að þessi tregða min að fara heim, hvarf alveg, þvi að ég vissi, að hr. Devois hafði sagt satt þegar hann sagði, að þau heföu syrgt mig. Eftir stundarkorn sleppti hann mér. - Ég ætti að skammast min að fara svona að gráta. Ég, fulloröinn maðurinn, að fara að gráta. En ég skammast min bara ekkert fyrir það, Jane sann- arlega ekki. Hann þerraði augun með vasaklút og snýtti sér. Ég sagði: - Böggullinn, sem ég kom með á að innihalda sönnun þess, að ég sé dóttir þin. - Við opnum hann ekki fyrr en hún mamiha þin er búin að sjá þig. Ég tók þér sannanalaust og ég er sannfærður um, að hún gerir slikt hið sama. - Þakka yður fyrir, herra, sagði ég þakklát. Ég þóttist þess fullviss, af móttökunum og tárunum, sem^hann hafði fellt, aö hann mundi ekki láta refsa Ellen Randell. - Ég vona, Jane, að þú viljir kalla mig pabba. Það gerðirðu foröum þegar þú sazt á hnénu á mér. Ég brosti. - Þú hefur verið svo góður, að það ætti ekki að verða erfitt. En fyrst vil ég hitta konuna þina og sjá, hvort hún vill kannast við mig. - Ég skal ná i hana strax, sagði hann og var eins spenntur og smástrákur. En ég vara þig við þvi, að hún gæti slept sér. Þú sást, hvernig ég var. 5. kafli. Hann tók mig við hönd sér og leiddi mig bak við skerm, en að baki honum var enn ein hurð. Hann opnaði hana og við komum I litinn gang, en upp úr honum lá stigi. Hann kallaði: - Nora! Komdu fljótt! Fljótt, elskan! Rétt strax kom móðir min niöur stigann, róleg i fasi. Hún virtist vera vön svona köllum frá föður minum og hitt var lika auðséð, að frú Voorn hafði haldið loforð sitt viö hr. Devois að segja ekki til min, þvi að þegar. hún sá mig, og það i þessari daufu birtu, stanzaði hún snöggt og grönn höndin greip fyrir kverkar henni og hún rak upp ofurlitiö undrunaróp. Hún var steinhissa og hreyfði sig ekkert allra fyrst. Framhald á bls. 40. 51. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.