Vikan


Vikan - 21.12.1972, Page 23

Vikan - 21.12.1972, Page 23
FANNST ÉG ÁVALLT VERA Á MEÐAL BRÆÐRA Rætt við Rolf Hadrich, leikstjóra og Jón Laxdal, leikara um töku kvikmyndarinnar um Brekkukots- annál, möguleikana á kynningu á fleiri islenzkum bókmenntaverkum i sjónvarpi og á leiksviði i Þýzkalandi, islenzka leiklist og leikhúsáhuga og margt fleira. — Flestar myndanna meðviðtalinu Texti: Dagur Þorieifsson tök Troels Bendtsen meðan áI kvikmynduninni stóð. ión Laxdal Halldórsson og Holf Hádrich á Loftleiðahótelimi. fáeinum dögum áður en þeir fóru af landi burt. Jón heldur á fjölrituðu eintaki af Dómínó, leikriti Jökuls Jakobssonar, en þeir féiagar eru að þýða það á þýzku og hafa í hyggju að koma því á framfæri í þýzkumælandi löndum. Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson. Svo sem hvert mannsbarn hérlendis veit hefur undanfarið staðið yfir kvikmyndun á Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness, og hefur þvi verki stjórnað Rolf Hadrich, sem er yfirmaður leik- og kvikmynda- deildar norður-þýzka sjón- varpsins, Norddeutsche Rundfunk. Hadrich er talinn einn af beztu kvikmynda- og sjónvarpsleikstjórum Þýzka- lands i dag og hafa mörg verka hans fengið verðlaun. Meðal annarra góðbókmenntaverka, sem hann hefur kvikmyndað, má nefna Mýs og menn eftir Steinbeck og Beðið eftir Godot eftir Beckett. Með eitt aðal- hlutverkið i Brekkukotsannál, hlutverk heimssöngvarans Garðars Hólms, fer sem kunnugt er Jón Laxdal Halldórsson, sem undanfarinn hálfan annan ára- tug hefur dvalist við nám og störf i öllum rikjum hins þýzku- mælandi heims, Austurriki, Austur— og Vestur—Þýzkalandi og Sviss, þar sem hann er nú fastráðinn við Schauspielhaus Zurich. Verður ekki annað sagt en að heppilega hafi verið valið i hlutverkið, þvi að báðir komu þeir heim eftir langa fjarvist, Garðar Hólm og Jón Laxdal, og lék um þá frægðarljómi afreka úti i hinum stóra heimi. En sem betur fer á orðstir Jóns við meiri rök að styðjast en þess sem hann 51. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.