Vikan


Vikan - 21.12.1972, Page 33

Vikan - 21.12.1972, Page 33
En svo kom rothöggiö. Ein af hiröfrúnum kom til hennar, þar sem hún var i setustofunni i Hirscholmhöll og færöi henni þær fréttir, sem hún haföi sizt búizt viö. — Þaö getur ekki veriö satt. Þessi stelpa getur ekki verið barnshafandi. Kristján er alls ekki fær um það .... — En þetta er nú samt satt, yöar náö. Drottningin á von á barni eftir nýárið .... Og tuttugasta og áttunda janúar áriö 1768 kváöu við fall- byssuskot i Kaupmannahöfn, til aö bjóða velkominn litla prinsinn, sem hvildi i örmum ungu drottningarinnar. Hún lyfti sjalinu frá andliti hans. Þökk sé guöi, hann var ekki hið minnsta likur konunginum. Hann var likur henni sjálfri og Georg bróður hennar. Barnið var greinilega Brúnsvikingur. Henni létti stórlega. Hún elskaði litla drenginn sinn, hann yröi henni lif og yndi. Fyrstu mánuðirnir af lifi hans, voru hamingjusömustu mánuðir i lifi móður hans. Um vorið lagði Kristján konungur upp i langa reisu um Evrópu og það fannst^ Caroline blessunarleg hvild. Hún var þá laus við andstyggilega duttlunga hans á meðan. Hún lék sér viö drenginn sinn i sólskininu og hún ljómaði af ánægju. Móðurgleðin hafði breytt ungu stúlkunni i fagra konu. Hún var sannarlega orðin drottningarleg og Juliana fylgdist með henni og öfundaði hana. Þegar Kristján kom aftur heim eftir árs fjarveru, var augljóst að hann var lika mikið breyttur. Geðveikin, sem Caroline hafði séð i augum hans við fyrstu sýn, var nú orðin áberandi og hann var Hkari visnuðu gamalmenni en ungum manni. Hann virtist hræddur við Caroline i hennar nýja glæsileik og óttasleginn gagnvart stjúpmóður sinni. En nokkru eftit*' heimkomu konungsins, greip ógnverkjandi hræðsla Caroline. Gat það veriö hinn hræðilegi sjúkdómur, sem fólkið hafði sagt henni að væri orsök að geðveiki konungsins, hefði borizt til hennar? I örvær.tingu sinni sneri hún sér til þeirrar konu, sem hún hafði reynt aö foröast af fremsta megni, ékkjudrottningarinnar. Þótt furðulegt megi kallast þá var ekkjudrottningin góð og skilningsrík. — Góða min, það get ég ekkert sagt um. Hún virti rjótt andlit Caroline fyrir sér. — Þú verður að vitja læknis. Johan Struensee, llflæknir konungsins, er góður læknir og dásamlegur maður. Ég skal biöja hann að lita á þig. Caroline hafði aðeins séð þýzkættaða l^ekninn i svip, en hann hafði fylgt konunginum á feröaleginu. Hann rannsak'aði hann vandlega og hún virti hann fyrir sér i fyrsta sinn. Hún áleit að hann væri um þrltugt. Hann var glæsilegur maður og einkar nær- gætinn. Hann talaði við hana á ensku og röddin var þægileg með þýskum hreim. Hún var sem dáleidd. Hjarta hennar baröist svo ótt að hún var hrædd um að hann tæki eftir þvi. Hann gekk nokkur skref aftur bak og brosti til hennar. — Það er ekkert að yðar hátign, sagði hann brosandi, —ekkert sem ekki er hægt að ráöa bót á með réttum lyfjum. Ég lofa þvi að þér skuluð vera orðin heilbrigð eftir viku. Hún stamaði nú, i fyrsta sinn siðan sonur hennar fæddist. — Þ— þakka yður fyrir, Struensee læknir. Ég er g—giöð yiir þvi að það e — er ekki það .... — Viljið þér ekki kalla mig Johann lækni? sagði hann. — Það er svo miklu notalegra og ég held aö þér séuð i mikilli þörf fyrir vini, yðar hátign. Ósjálfrátt rétti hún fram hendurnar og hann greip þær og þrýsti fast i lófum sinum. — Já. Viljið þér vera vinur minn, Johann læknir, sagði hún. Upp frá þeim degi voru þau mikið saman. Loksins var ein- hver sem hún gat talað við. Þau ræddu um veikindi konungsins. Struensee áleit að bezt væri að konungurinn héldi sig sem mest i einkaibúð sinni, til að hafa næði til að ná sér, ef hann myndi þá nokkurn tima ná sér. Þessutan yröi það miklu betra fyrir hana. Hún var á sama máli og Kristján konungur hvarf frá hirðinni. Ekkjudrottningin hafði ekkert við það að athuga. Hún virtist ánægö með það fyrirkomulag og var jafn vingjarnleg við Caroline og áður. Þetta var einmitt skref i rétta átt, að .hennar áliti. Johann* Struensee var ekki samviskulaus maður. Hann var góður læknir og heppinn i starfi. Hann hafði gert sitt bezta og verið umhyggjusamur um heilsu konungsins og talaði um fyrir þessum geðsjúka ungling, eins og hann væri faðir hans. Nú vissi hann að Kristján yrði aldrei raunverulegur konungur framar og þá var ekkert við það að athuga að nota tækifærið til að koma sjálfum sér á framfæri. Sem læknir Kristjáns og náinn . íélagi, hafði hann oft orðið að vera staðgengill konungsins eða milligöngumaður við rikisráðið. Hann hafði sjálfur mikinn áhuga á stjórnmálum. Hann sá lika að Caroline var oröin ástfangin af honum. Var þá ekki afsakanlegt aö nota ungu drottninguna sem veð, henni sjálfri til góðs um leið, nú, þegar hún var ninn raunverulegi stjórnandi rikisins, vegna forfalla konungsins? Honum fannst ekkert við það að athuga. Og þessvegna var það aö þau voru á þessum reiðtúr, sem hneykslaði svo mjög Kaupmannahafnarbúa. A hverjum degi bættist eitthvaö við slúöursögurnar. Drottningin var farin að ganga i karlmannsfötum. Þvilikt hneyksli. Hún hafði lika farið á veiðar með Struensee og og kom ekki heim alla nóttina. Hún hafði lika kysst hann I dansi. Og kjólarnir hennar urðu æ flegnari. Struensee var stöðugt við hlið hennar : hún hafði tekið hann með sér á rikisráðsfundi og hann hafði jáfnvel leyft sér að ráðleggja rikisráðinu. Slúðursögurnar hermdu lika að vesalings konungirinn hafði ekki sézt i margar vikur. Höfðu þau kannske losað sig við hann? Hafði hann verið myrtur og líkinu fleygt i einhvern brunninn eða þá verið grafið Í hallargarðinum? Elztu hirðfrú ekkju- drottningarinnar fannst timi til kominn að minnast á þetta: — Yðar tign, finnst yður ekki rétt að þér skrifuðuð Bretakonungi og kvörtuðuð yfir framferði systur hans? Það er ekki eingöngu hennar eigin nafn, sem er i veöi, heldur er það lika heiöur Danmerkur. Juliana virti fyrir sér handa- vinnuna, sem hún var með. — Það er ekki nauösynlegt að skrifa. Drottningin er sjálf ábyrg gerða sinna. Ég og sonur minn verðum að tjaldabaki, eins og venjulega. En hún var stöðugt á verði, eins og köttur við músarholu, það fór ekkert fram hjá • Hún fylgdist meö hverju skrefi hinnar ungu drottningar, sem var ástfangin i fyrsta sinn og hirti ekki um að dylja ástriður sinar. Struensee var lika heimskulega opinskár, af svo greindum manni að vera. Það var svo skemmtilegt að njóta aðdáunar svo fagurrar konu, sem þar að auki var drottning vera henni bæði sem faöir og elskhugi. Hann var kaldur og ákveöinn. Reyndar haföi hann gaman að slúður- sögunum þvi að hann fyrirleit hræsnina við hirðina. Hann fékk þaö orð á sig að vera fri- hyggjumaöur og skeyta ekkert um siðvenjur. Og þótt Juliana ekkjudrottning skrifaði ekki Georg konungi Breta, þá siaðist orðrómurinn einhvernveginn til hans. 1 fyrstu lét hann það sem vind um eyru þjóta, en svo 'varð það ekki mögulegt lengur. Fyrr en varði voru allskonar sögur komnar á kreik I London, hneykslissögur af systur konungsins. Það hafði auðvitað oft verið talað um konungleg hneyksli áður, en þetta var nú alveg sérstakt. Geðsjúkur eiginmaður, að öllum likindum þegar myrtur af konu sinni og lækninum, sem gerði sjálfan sig aö allsráðandi stjórnmálamarini. Þeim sem þekktu Shakespeare, þótti gaman að vitna i orð hans i Hamlet: ,,There is something rotten in the state of Denmark”. Það var raunar rétt: og meira en slúöursögurnar hermdu Struensee kynnti sér ástandiö og það var ekki upp á marga fiskana. (Ferð konungsins hafði kostað meira en tvöhundruð þúsund pund) og allt lif þjóðarinnar var I hömlum gamalla og úreltra laga og miðalda hugmynda. Hann var ekki eingöngu góður læknir, hann var lika góöur sál- 51. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.