Vikan


Vikan - 21.12.1972, Qupperneq 36

Vikan - 21.12.1972, Qupperneq 36
 KEIMNIÐ BÖRNIJNUIVi AÐ VARAST ELDINN '■^M pm Varist eldinn yfir HátíAarnar BRUIMABÓTAFÉLAC ÍSLAMDS Laugavegi 103 — Sími 24425. CHIIMON ‘VerzL Þrjár geröir* 4,5 og Gx stækkun. Alsjálfvirk Ijósmæling. Tekur allar geröir af super 8 filmum, ASA, 16-250. Það er leikur einn að umn usturstrœti 6 cSi ani Z2955 okkur. Maður skyldi ætla aö viö Þjóöverjar heföum lært þaö af þvi liöna aö halda okkur ekki of stfft viö ákveönar linur i stjórnmálum, en nil viröist sagan sýna aö fólk læri ekki af henni, heldur geri sömu vitleysurnar upp aftur og aftur. Þessi slökun á spennunni i samskiptum þýzku rikjanna, sem nú er talaö um, kemur liklega fyrst og fremst til af áhrifum aö utan, spjalli þeirra Nixons og Maós og svo framvegis. En hvort sú slökun nær djúpt i Þýzkalandi meöal ráöamanna, austanmegin einkanlega, þaö er annaö mál. Ég efast um aö ráöamenn þar hafi ennþá gefiö upp þá ætlun aö sam- eina landiö eftir sinni forskrift. Þeir hindra enn eölileg samskipti milli rikjanna með Berlinar- múrnum fræga og ööru álika. — Hér á landi kannast margir viö Bæjara, Rinlendinga og fólk frá ýmsum öörum hlutum Þýzka- lands, sem ýmis séreinkenni eru eignuö, en færri þekkja til Þýringa. — Mállýskan er svipuð og hjá Söxum. Þetta er mikið skóga- svæöi og viöa fallegt. Þarna eru stórfrægir háskólar. Þarna hafa átt heima margir og miklir rit- höfundar, svo sem Goethe og Schiller. Viö háskólann I Jena hafa margir nafnfrægir heim- spekingar numið, svo sem Hegel og Marx. Leikhúslif hefur þarna lika verið blómlegt, svo og margskonar listrænt handverk, til dæmis tréskurður. Þýringaland er miðsvæöis i Þýskálandi, og þar hefur farið um fólk frá ýmsum öörum lands- hlutum og sumt setzt þar aö. Þannig hefur þessi landshluti orðiö fyrir áhrifum viða aö, þau blandast og útkoman oröiö nokkuö góö. Af þessu hefur lika leitt aö Þýringar hafa ekki jafn á- kveöin séreinkenni og eignuö eru til dæmis Bæjurum og fleirum. — Og aö siöustu, Hadrich? — Ég vil taka það fram aö mér var sérstök ánægja aö kynnast persónulega Halldóri Laxness, sem ég ekki einungis tel mikinn rithöfund, heldur einnig dásam- legan og stórfenglegan mann. Mann, sem tekur sigild verömæti alvarlega, sem kann I fyllsta máta aö taka eftir, hugsa, móta. Hæfileikar til þessa gerast nú sjaldgæfir i heimi hér, allavega i Evrópu, menn snúa baki við öllu þvi gamla, æsa sig upp, reykja hass. Island hefur þann kost að þar er enn hægt að komast aftur til sjálfs sin, ef svo mætti segja, átta sig. Hér er maður laus viö þennan æsing og truflun, sem ein- kennir lifið suður i Evrópu, hér una menn viö margt smátt og láta sér þó ekki leiöast. Hér fær maður tima til aö sinna sjálfum sér, maður fær tima til aö hugsa sig um, tala viö annaö fólk. Einmitt þetta held ég aö hafi haft sérlega djúp áhrif á mig og samstarfs- menn mina frá Þýzkalandi. — Svo aö ég snúi mér þá aö þér, Jón, þá ertu nú aö fara aö heiman heim, getum við sagt. Hvernig hefur þér llkað að dvelja og starfa á Islandi eftir öll þessi ár úti? — Þetta er búið aö vera mjög ánægjulegt. Það er auövitaö eitt, sem hefur gert það sérstaklega aö verkum að ég hef veriö dálitiö framandi hér, og það er aö ég er búinn að koma mér upp minu heimili I Zurich, og vitaskuld hefur það veriö viss vöntun aö vera án velgju þess hreiðurs. Og ég hlakka m jög mikið til aö koma þangað aftur og hefja á ný starfiö i Schauspielhaus Zurich, þar sem ég er ráðinn. Ég byrja þar nú aö æfa stórt hlutverk I leikriti sem gert er eftir skáldsögunni Brauð og vin eftir Ignazio Silone, og hlakka mikið til þess. En ég hlakka jafnmikiö til þess að koma aftur. Nú er ég sem sagt búinn að taka þessa tönn a~ð koma aftur, án þess aö þaö yröi mjög sársaukafullt, og viðvlkjandi þvi aö koma oftar til Islands rikir nú hjá mér tilhlökkunin ein. Um það eru enn ekki neinar ákveðnar á- ætlanir, en ég hef rætt um þetta viö Svein Einarsson þjóöleikhús- stjóra, og hann hefur áhuga á að ég komi sem fyrst aftur. Viö munum hafa stööugt samband okkar á milli, og hann láta mig vita hvaö er á döfinni. Þetta var annars ákaflega fróö- legt og skemmtilegt aö koma heim og skoða ræturnar á sér, ef svo mætti aö orði komast. Ég get lika tekiö undir þaö meö Rolf Hadrich aö i þessu fólst að nokkru aö finna sjálfan sig, þótt það væri auövitað nokkuð ööruvisi meö mig en Hann. Það var ákaflega athyglisvert aö koma aftur á heimaslóöirnar, finna mjög greinilega til uppruna sins, kynnast aftur skammdeginu meö öllu sem þvi fylgir, og svo þessu yndislega islenzka vori, sem ekki er siöur sérstætt en skammdegiö. — Finnst þér mikiö til um breytingarnar, sem oröiö hafa hér uppi siöan þú fórst? — Sextán ár er langur timi, en þegar ég kom hingaö nú til aö leika voru sextán ár frá þvi aö ég siöast haföi leikið á islenzku. Og tólf ár voru liðin frá þvi að ég kom heim til tslands. Fyrst eftir að ég kom var alltaf veriö aö spyrja mig hvort mér fyndist ekki margt hafa breytzL Meöan ég var eingöngu á ferli I miðbænum, tók ég ekki eftir mjög miklum breyt- ingum, þetta var alveg sama borgin og fólkiö lika. Þaö var ekki fyrr en seinna, er ég átti leiö gegnum miöbæinn á kvöldin, um hálfniu eöa siðar, þá var hann eins og útdauöur, draugabær, þessi miöbær. Þá geröi ég mér breytinguna allt i einu ljósa, þetta kom yfir mig eins og þruma úr 36 VIKAN 51. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.