Vikan - 06.09.1973, Blaðsíða 9
lega við Frances. Fn það var ekki
Frances, sem var að koma, það
var Ernest.
Ég hlýt að hafa litið hræðilega
Ut. Skyldi hann sjá, að ég hafði
veriö aö gráta? Hann var ennþá
meö áhyggjusvip, svo ég vonaöi,
að hann tæki ekki eftir grátbólgnu
andliti mlnu.
— Ég ætla að aka yöur til flug-
vallarins, sagöi hann stuttara-
lega.
— Það er óþarfi, sagði ég. —
Svo er lika mánudagur á morgun
og þér verðið að fara til verk-
smiðjunnar...
—r Það er ekki nauðsynlegt og
þetta er engin fyrirhöfn fyrir mig,
sagði hann og svo stóð hann
þegjandi viö dyrnar, án þess að
sýna á sér fararsniö...
Þögnin fór að veröa óþægileg.
— Viljið þér tebolla? sagði ég
hikandi.
— Takk, sagði hann og gekk
inn. Hann var sjálfur hikandi.
Ég lét bolla á bakka og við
settumst inn I dagstofuna. Ernest
grandskoðaði bollann sinn, eins
og þaö væri hann, sem væri orsök
að áhyggjum hans.
— Þér hljótið aö vera i
uppnámi, sagði ég vandræðalega.
— Það hlýtur að vera mikið áfall,
þegar sá, sem maður elskar vill
skilja við mann.
— Það snertir mig ekki .lengur.
Einu sinni var það erfitt, en það
eru mörg ár siðan.
— Hann starði aftur á bollann
sinn.
— Hún minnir mig á Elisabeth
og það er sárt. Elisabeth var
mjög lik henni. Það verður erfitt
að gleyma þvi.
Ég fann, að hann var i þörf fyrir
að taia, svo ég sagði ekki neitt,
beið bara.
— Hjónaband okkar var mis-
heppnað, næstum frá upphafi,
sagöi hann hæglátlega. Sara er
falleg og ég var mjög ástfanginn
af henni. En hún var aldrei ást-
fangin af mér. Fyrir henni vakti
það eitt að komast i burtu úr
fátækrahverfinu við höfnina. Já,
þér hafið sjálf séð það, þaö er þar,
sem Amy býr. Fyrir Söru var ég
Framhaldssaga eftir Ethel Gordon.
Áttundi hluti.
ekki annað en fullt peningaveski.
Veski, sem hún gat tæmt til að
kaupa fatnað og skartgripi og
hóltelreikninga, þegar hún fór til
rándýrra baðstaða, þar sem hún
hitti karlmenn, sem voru meira
aö hennar smekk. Mér sárnaði,
þegar ég frétti það. Sambúðin
milli okkar var hreint heiviti,
löngu áður en Elisabeth dó. Ég
vissi, aö hún hélt við annan mann.
Hún sagöi mér það sjálf. Hún tók
hann fram yfir mig, vegna þess
að hann gat veitt henni ennþá
meira en ég. En það gerði ekki
svo mikiö til, tilfinningar minar i
hennar garð voru farnar að kólna.
— En hversvegna sögðuð þér
það þá ekki, þegar hún hvarf?
sagði ég lágt. — Þér vissuö hvert
hún fór..hversvegna sögðuð þér
þá ekki frá þvi?
En hvernig átti hann aö vita
hvað Frances hélt? Hvaö ég hafði
haldiö?
— Ég held það hafi verið
stoltið, sagði hann. — Ég vildi
ekki láta Frances vita, að hún
hafi haft á réttu að standa. Hún
sagði frá upphafi, að þetta myndi
enda á þennan veg.
Allt virtist vera svo einfalt og
auöskilið nú. Þegar ég kom
hingaö fyrst, hafði hvilt skuggi
yfir heimilinu. Þetta heimili var
ekki hamingjusamt....
— Þetta er ekki hamingjusamt
heimili, sagði hann svo, eins og
hann heföi lesið hugsanir minar,
— og það er gott, að þér eruö á
förum. Þetta hús er fullt af hatri,
— sjúkdómum. Fariö til New
York og alið barnið yöar þar og
gleymiö, aö þér hafið kynnzt
okkur. Hann stóö upp. — Nú er
beztyfir yður að fara I rúmið. Viö
förum héðan klukkan niu. Góða
nótt. Og hann skildi mig eftir eina
með hugsanir minar.
Þegar ég haföi kvatt alla næsta
morgun, gekk ég upp til gamla
mannsins, til að kveðja hann.
Hann sat uppi i rúminu og kring-
um hann var hlaðið koddum.
Þetta var orðið mesta skar.
— Ég er að fara til New York,
herra Sanders, en mig langaði til
að kveðja yður og þakka fyrir
mig, áður en ég fer.
— Hversvegna verðiö þér ekki
um kyrrt hérna? Ég var farin að
skilja tuldur hans.
— Ég er komin að þvi að ala
barnið mitt og ég á heima i New
York. Hánn kinkaði kolli, en ég sá
að augu hans fylltust tárum.
— Elisabeth er dáin og Peter er
dáinn. Tvö af barnabörnum min-
um eru dáin.
— Ég veit þaö, sagði ég. Það er
hræöilegt, að þetta skildi hafa
komið fyrir. Ég tók i hönd hans og
þrýsti hana varlega. — Ég verð
aö fara. Ernest ætlar að aka meö
mig til flugvallarins.
Herra Sanders ætlaði aldrei að
sleppa hönd minni. — Þér verðið
að fara varlega.
— Þvi lofa ég. Charles tekur á
móti mér i New York.
Hann hristi gamla höfuöið. —
Varlega góöa. Ég er mikið
veikur.
— Yður batnar bráðum( sagöi
ég og mér tókst að losa hönd
mina. Hann horfði á eftir mér og
tautaöi eitthvað óskiljanlegt.
Sanders Hall hvarf að baki
okkar. Þegar við komum upp á
þjóðveginn, leit ég við, til að virða
fyrir mér húsið i siðasta sinn.
Þegar það var horfiö, leitaði ég i
töskunni minni eftir vasaklút og
reyndi að þurrka mér i laumi um
augun.
— Ég fer að halda, að yður sé
alvara, að yöur leiöist i raun og
veru að fara héöan. Ekki svo aö
skilja, að ég botni nokkuð I þvi,
sagöi Ernest. — Þér getið varla
verið hrifin af neinu okkar, nema
ef vera skyldi Joan og Charles.
— Þér voruö ekki sem verstur,
þegar við kynntumst svolitiö,
sagði ég og reyndi að vera glað-
leg.
— Það er margt, sem þér ekki
skiljið, sagði hann. — Hér er
ýmislegt á seiði, sem á sér
uppruna frá æskuárum okkar.
— Eigið þér við samband
ykkar bræðranna viö Frances og
að ykkur likar illa viö hana?
spurði ég hikandi.
— Mér er ekkert illa við
Fances. En einu sinni hataði ég
hana, vegna þess að hún tók föður
minn frá mér. Þaö var aldrei nóg
fyrir hana aö skipta með okkur
bræörunum, hún vildi eiga allt.
En nú er svo langt siðan. Charles
hefir aftur á móti átterfitt með að
gleyma þvi. Hún hefir llka haft
áhrif á föður okkar hvað verk-
smiðjunni viðkemur. Hann hefði
heldur átt að taka tillit til þess,
sem Charles lagði til. Charles er
eini maðurinn i fjölskyldunni,
sem hefir vit á fjármálum. Það
var Frances, sem fékk gamla
manninn til að gera þessa maka-
lausu erfiöaskrá. Charles heldur,
f að hún hafi gert það, til þess aö
láta þaö sjást, hver raunverulega
ræöur i fjölskyldunni. Hann
brosti, svolitið skökku brosi.
— Eruð þér ennþá leið yfir að
vera að fara?
Ég leit út um bilgluggann. —
Já, sagði ég.
Framhald á bís. 35
36. TBL. VIKAN 9