Vikan - 06.09.1973, Blaðsíða 23
franskur arkitekt, Charles Edouart Jeanneret betur þó
þekktur undir nafninu ,,Le Corbusier" verður braut-
ryðjandi þessa tímabilsog hugsjónir hans í þá átt, að
hús og hlutir skuli þjóna gagnlegu hlutverki en ekki
aðeins vera til skrauts, leiða til þess að kvenfólk hættir
að ganga í stífum lífstykkjum og reyra mittið sem þá
þótti nauðsyn. Fötin verða efnisminni og útlínur, það
er aðsegja brjóst mitti og mjaðmir lítið afgerandi,kjól-
ar og kápur líkjast helzt mjóum strokkum. Hinsvegar
verður sú staðreynd, að konur hafa fætur, augljós þeg-
ar fötin taka að styttast ár frá ári og um 1928 er
hámark stuttu tízkunnar ásamt drengjaklipptu hári.
Þessar ljosmyndir,sem hér birtast eru splunkunýjar, þó
þær virki gamlar og má glögglega sjá,að þar hefur
gamla tizkan verið fyrirmynd.