Vikan - 06.09.1973, Blaðsíða 29
Það hefur tæpast farið fram hjá
neinum, að Maggi Kjartans var i
Englandi nú i sumar, við
upptökuna á fyrstu sóló L.P.
plötunni sinni. Hún hefur hlotið
nafnið Clockworking Cosmic
Spirits og kemur væntanlega á
markað eftir rúman mánuð. A
plötunni verða 10 lög, öll frum-
samin.
Upptakan fór fram i stlídiói,
sem er i Chelsea i London, nánar
tiltekið við Old Church Street eða
Gamla Kirkjustræti. Stúdióið
lætur ekki mikið yfir sér og yfir-
leitt ganga ókunnugir framhjá án
þess að taka eftir þvi. Ekki lætur
það neitt meira yfir sér, þegar inn
fyrir dyrnar er komið, en engu að
siður hafa ekki lakari hljóm-
sveitir en Jethro Tull og Fairport
Convention, ásamt Sandy Denny
tekið upp þar. Stúdióið er það sem
kallað er, stúdió með hljómburði,
þ.e.a.s. hvert hljóðfæri er ekki al-
gjörlega einangrað i upptöku. Ef
að leikið er á fleiri hljóðfæri en
eitt i upptöku, þá heyrist greini-
lega ómur. af einu þeirra inn á
Keith Richard, gitarleikari
Rolling Stones, á i sifelldum erj-
um við lögregluna. Hann hefur
þegar verið ákærður tvisvar fyrir
óleyfilega meðhöndlun á eitur-
lyfjum cg hefur fyrir það og ann-
aö, hlotið sakaskrá, sem gæti
komið i veg fyrir allt spil hans
opinberlega með Rolling Stones.
Og ekki fer hagur hans batnandi,
þvi hann var i siðasta mánuði
handtekinn af Scotland Yard lög-
reglunni, þegar hún gerði húsleit
hjá honum á heimili hans i
London. Vinkona hans, Anita
Pallenberg leikkona og leikarinn
Prince Jean Clossowski voru
einnig handtekin.
Led Zcppelin.sem verið hefur á
hljómleikaferðalagi i Bandarikj-
unum að undanförnu, sló gamalt
met á hljómleikum, sem haldnir
voru i Florida. Eftir að hljóm-
sveitin hafði leikið i tvo og hálfan
tima, og þar með lokið pró-
framminu, tilkynnti Robert
Plant, söngvari hljómsveitarinn-
ar, að fjöldi áhorfenda á hljóm-
leikunum væri meiii, neldur en
nokkurn tima áður i heiminum, á
hljómleikum hjá aðeins einni ein-
stakri rokkhljómsveit. Einnig
höfðu komið i kassann meiri pen-
ingar en nokkurn tima áður. En
hverjir áttu gamla metið? Það
voru engir aðrir en Bitlarnir, sem
náðu 53.200 manns saman á
hljómleika, sem haldnir voru á
Shea Stadium árið 1965. Led
Zeppelin fékk á þessa hljómleika
55.000 manns og fengu i kassann
309.000 dollara, en Bitlarnir fengu
301.00 dollara. — Nýjasta plata
Led Zeppelin selst einnig vel i
Bandarikjunum þessa dagana.
Houses of the Holy var orðin gull-
plata, tæpum 10 dögum eftir aö
hún var gefin út i Bandarikjun-
um.
Georg llarrison er sagður hafa
flogið frá Los Angeles til Kanada
um daginn, til þess að hitta Paul
McCartney þar á laun. Þetta er
að sjálfsögðu aðeins ein af þeim
gróusögum, sem ganga frá manni
til manns, um frægt fólk, en
styrkir samt sem áður þá i trúnni,
sem halda þvi fram, að Bitlarnir
muni koma aftur saman til að
hljóðrita.
Dave Ball, f.v. gítarleikari
Procol Harum, hefur hafið sam-
starf með Cozy Powell, sem eitt
sinn lék með Jeff Beck, og bróöur
sinum, Dennis Ball, en hann lék
eitt sinn með John Baldry. Einnig
er einhver Frank Aiello með i
hópnum og saman hafa þeir
stofnað nýja hljómsveit, sem
hlotið hefur nafnið Bedlam. Stór
plata er væntanleg á næstunni frá
þessari nýju hljómsveit og mun
Felix Pappalardi vera stjórnandi
upptökunnar, en hann lék eitt sinn
með hljómsveitinni Mountain.
Bob Dylaner sagöur fara fram
á milljón dollara fyrirfram-
greiðslu fyrir næstu stóru plötu
sína, en það eru eitthvað um 87
milljónir. Svo hafi einhver slika
peninga handbæra, þá er hér upp-
lagt tækifæri til að stofna eigið
plötufyrirtæki.
upptökurás fyrir annað. Þar af
leiðandi ef t.d. fjórir menn eru að
taka upp i einu grunnmúsikina,
eins og átti sér stað þegar Maggi
tók upp, má enginn gera vitleysu,
þvi þá verður að byrja alveg upp
á nýtt. Hvað sem þvi liður, þá er
hljómburður og upptökuskilyrði i
stúdióinu alveg ágæt. Sérstaklega
þykir hljómburöur við upptöku á
söng, vera góður. Það kom sér vel
hjá Magga, þvi allur söngur á
plötunni heyrist mjög skýrt og vel
og er hvergi yfirgnæfður af hljóð-
færaleiknum.
Myndin hér með þessu spjalli,
var tekin i stúdióinu i London,
Sound Techniques, þegar Maggi
var að hljóðrita sönginn á
plötunni. Og að sjálfsögðu er
það Maggi Kjartans sjálfur, sem
er við hljóðnemann. ♦
John Lennon kemur æ á óvart
með nýstárlegu útliti sinu, svo
ekki sé meira sagt. Myndin, sem
fylgir, var tekin i New York ný-
lega, og sýnir þau hjónakorn,
John og Yoko, saman á einhverri
sýningu. John gaf þá skýringu á
útliti sinu, að það væri meint sem
symbólskt mótmælaútlit.ef það er
þá hægt að segja það svoleiöis. Og
tilefnið var ákæra á hendur
Michael X, sem er þekktur leið-
togi svartra baráttusamtaka i
Bandarikjunum. Hvers vegna
Yoko lét ekki snoðklippa sig lika,
veit enginn, en ólikt yröi það
sterkari leikur.
Maggi
Kjartans
36. TBL VIKAN 29