Vikan - 06.09.1973, Blaðsíða 15
GÓÐUR KENNARI.
Doug Cartilege er 24 ára að
aldri og vinnur við að kenna
höfrungum að leika ýmsar
listir. Hann var ekki ánægður
með árangurinn af þeim
kennsluaðferðum, sem fyrir-
rennarar hans i starfinu höfðu
beitt og fann upp á þvi að sýna
höfrungunum sjálfur til hvers
hann ætlaðist af þeim. Hann
segir, að þessi aðferð beri
undraverðan árangur og ekk.i
sizt fyrir þá sök, að á þennan
hátt kynnist hann nemendum
sinum miklu betur en áður.
NYTT ANDLIT.
Þetta er revndar sá gamli
og gáði Lee Marvin, en nú er
hann kominn með æði mynd-
arlegt skegg, svo að hann er
ekki auðþekktur. Skeggið er
hluti af hlutverkinu, sem hann
er að leika i kvikmyndinni
,Harry Spikes”.
GENGUR SMEKKURINN í
ARF?
Klæðaburður kvenleggs
brezku konungsf jölskyldunnar
hefur lengi verið mikið umtal-
aður. Eftir þessarri mynd af
önnu prinsessu og Mary
ömmu hennar virðist fata-
smekkurinn ætla að ganga i
arf.
ÉG LEIK EKKI ÁN LAUR-
ENTS!
Það er ekki langt siðan
Birgitte Bardot sagðist vera
hætt að leika I kvikmyndum.
Nú hefur hún samt látið til-
leiðast, en hún setti það skil-
yrði, að nýjasti vinur hennar
Laurent Verges yrði mótleik-
ari hennar I myndinni. Hérna
sést parið i einu atriði mynd-
arinnar.
HJÓNABAND í TÍVGLÍ.
Dönsku ganianieikararnir
Lone Hertz og Axel Strobye
voru fljót að bregða við eftir
að þau sáu „Þætti úr hjóna-
bandi” eftir Bergman i sjón-
varpinu. Þau sömdu skopstæl-
ingu á þáttunum og i sumar
hafa þau skemmt gestum
Tivoligarðsins i Kaupmanna-
höfn með þvi að leika þessa
skopstælingu.